top of page

Mon, Apr 01

|

Páskaáskorun

Páskafimman - hreyfum okkur alla fimm páskadagana í hálftíma eða lengur 2024

Páskaáskorun Toppfara árið 2024: Tökum einhvers lags hreyfingu í lágmark hálftíma á dag, alla fimm páskadagana. Öll hreyfing tekin gild og gaman að útfæra þetta á ýmsa vegu eins og að taka fimm fjöll eða fimm mismunandi hreyfingu eða annað.

Registration is closed
See other events
Páskafimman - hreyfum okkur alla fimm páskadagana í hálftíma eða lengur 2024
Páskafimman - hreyfum okkur alla fimm páskadagana í hálftíma eða lengur 2024

Time & Location

Apr 01, 2024, 8:00 AM

Páskaáskorun, Iceland

About the Event

Páskafimman 2024 ! 

Hreyfum okkur alla páskadagana fimm, í lágmark hálftíma í senn. Útfærum þessa áskorun eins og hentar, t.d. með því að ganga á fimm fjöll, hreyfa sig fimm mismunandi íþróttir (ganga, hjól, fjallganga, sund, lyftingar = 5 ólíkar hreyfingar) eða bara taka fimm göngur á vinafjallið sitt alla fimm dagana. 

Hefst skírdag fim 28. mars og lýkur mán annan í páskum 1. apríl.

Þátttökureglur:

1. Áskorun tekur fimm daga, hefst fim 28. mars og lýkur mán 1. apríl.

2. Hvaða hreyfing sem er tekin gild, inni eða úti. 

3. Hver og einn meldar inn á lokaðan hóp Toppfara á fb samantektina á fimmunni sinni þegar þeim er lokið, en mjög gaman væri ef menn melda hverja og eina inn með einni ljósmynd. Einnig er hægt að melda inn á sinn fb-vegg með myllumerkinu #Páskafimman sem kemur þá upp við leit undir þessu myllumerki.

4. Útfæra má þessa fimmu enn meira með því að melda inn fimm fugla, fimm hjörtu, fimm ský, fimm vötn eða hvað eina fimm eitthvað þessa fimm daga og hafa alls kyns útfærslur komið í gegnum tíðina eins og jafnvel fimm kirkjur, fimm brýr ofl. skemmtilegt. 

5. Dregið verður úr öllum þátttakendum og vinningurinn er ein hefðbundin tindferð. 

6. Engar sjálfmyndir í þessari áskorun takk... eins og alltaf í okkar áskorunum... tökum frekar eftir umhverfinu og tökum myndir af því. 

Góða skemmtun... þetta er alltaf svo geggjað gaman um páskana ! 

Share This Event

bottom of page