Rjúpnafell kringum Tindfjöll í Þórsmörk
Sat, Jun 11
|Selfoss
Töfrandi fögur ganga á þetta glæsilega fjall sem trónir yfir Þórsmörkinni og gefur stórkostlega náttúruupplifun og útsýni sem er einstakt yfir hálendið og jöklana allt í kring á hringleið kringum Tindfjöllin í kyngimögnuðu landslagi allan tímann.
Time & Location
Jun 11, 2022, 7:00 AM – 9:00 PM
Selfoss, Thórsmörk, Iceland
Guests
About the Event
Uppfært 7. júní 2022 - uppselt:
Skráðir eru 28 manns: Anna Birna, Ágústa Þ., Birgir, Bjarni, Doddi, Fanney, Guðný Ester, Gulla, Haukur, Inga Guðrún, Jaana, Jóhanna D., Katrín Kj., Linda, Maggi, Njóla, Oddný T., Olav Tombre, Sigga Sig., Siggi, Silla, Sjöfn Kr., Súsanna, Svala, Vilhjálmur, Þórkatla +Páll gestur ? Þorleifur ? + þjálfarar. Uppselt og fullskipað í alla jeppa.
Jeppi 1: Örn, Bára, Fanney, Katrín Kj., Sigga Sig. - frá Hvolsvelli.
Jeppi 2: Doddi, Njóla, Inga Guðrún,Jaana, Maggi - frá Hvolsvelli.
Jeppi 3: Haukur, Gulla, Oddný T., Siggi + Sigrún Bjarna ?
Jeppi 4: Páll ? + Olav Tombre, Sjöfn Kr., og Anna Birna og Birgir ?
Jeppi 5: Ágústa Þ., Bjarni, Súsanna, Svala og Þórkatla ?
Jeppi 6: Vilhjálmur, Jóhanna D., Guðný Ester, Linda, Silla.
Vantar jeppafar: Þorleifur ? - vantar fleiri jeppa.
Vantar greiðlu frá Páli gesti sem kemur með jeppa.
Hámark 20 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Förum á jeppum sem geta keyrt inn Þórsmörkina. Notum göngubrúna yfir Krossá. Rúta afpöntuð vegna lítillar þátttöku. Þjálfarar fara könnunarleiðangur fyrir gönguna og setja inn upplýsingar þegar nær dregur ef eitthvað er varðandi akstursleið eða gönguleið.
*Höfum föstudag, laugardag og sunnudag sem mögulegan göngudag og nauðsynlegt að melda inn við skráningu ef menn komast ekki alla þessa daga til þess að fá endurgreitt ef þeir komast ekki þann dag sem verður valinn.
Verð:
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 11.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu með rútu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 20 - 21:00 miðað við 3 klst. akstur, 7 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 3 klst. með rútu og wv-stoppi á Hvolsvelli.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össur Grjóthálsi 5 um þjóðveg 1 með wc-stoppi á Hvolsvelli og þaðan ekið áfram þjóðveg 1 þar til beygt er inn til vinstri um Þórsmerkurleið við Seljalandsfoss og ekið þar jeppaslóða alla leið að Langadal þar sem við förum gangandi yfir á göngubrúnni.
Hæð:
Um 825 m.
Hækkun:
Um 950 m miðað við 220 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 16+ km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 7 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið á stígum hinn svokallaða Tindfjallahring í Þórsmörk að Rjúpnafelli og svo upp fjallið áfram á stíg þar sem þó nokkuð bratt er upp efst á neðri tindinn (þann fyrri) en þaðan er greiðari leið á hæsta tind og farin sama leið til baka af fjallinu en hringnum svo lokað kringum Tindfjöllin á leið til baka. Gengið upp og niður ása og gil með stiklun yfir læki.
Erfiðleikastig:
Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungslanga dagsgöngu á stígum alla leiðina um fjölbreytilegt og stórskostlegt landslag og svo upp og niður brattar brekkur á Rjúpnafelli.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Keðjubroddar, jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður allra þar sem reyna mun á búnað í þéttum brekkunum.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: (15) Rjúpnafell á hringleið kringum Tindfjöll íÞórsmörk | Facebook