Sat, Oct 07
|Skessuhorn - Skarðsheiðardraumurinn
Skessuhorn í Skarðsheiði
Glæsileg og frekar löng og krefjandi en mergjuð ganga á kyngimagnað útsýnisfjall í norðanverðri Skarðsheiði sem trónir yfir öllu öðru á svæðinu og togar mann alltaf til sín, enda svipmesti tindurinn í þessum fjallgarði að okkar mati.
Time & Location
Oct 07, 2023, 8:00 AM – 6:00 PM
Skessuhorn - Skarðsheiðardraumurinn, Skessuhorn, Iceland
About the Event
Uppfært 6. október 2023 kl. 11:00:
Skráðir eru 9 manns: Jaana, Leiknir, Linda, Siggi, Sighvatur, Sjöfn Kr., Tinna, Þórkatla og Örn.
Nýjustu tilkynningar: Fólksbílafært. Nauðsynlegt að allir hafi keðjubrodda meðferðis ef frost er komið í jörðu, þó ekki hafi enn snjóað í þessi fjöll en fyrsta snjófölin gæti verið að leggjast yfir þessa dagana. Leiðin er greið og krefst þolinmæði en er á allra færi sem á annað borð ganga á fjöll þó fjallið sé bratt ásýndum.
Verð:
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu tvo mánuði eða ef báðir sem deila æfingagjöldum koma með.
Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 12.000fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjalllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: https://www.yr.no/place/Iceland/Vesturland/Skessuhorn/
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 8:00 frá Össur Grjóthálsi 5 þar sem sameinast er í bíla og ekið í samfloti. Allir taka þátt í bensínkostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig. Bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði nema eingöngu tveir séu í bílnum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endilega íhugum þessa einföldu reglu og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.
Heimkoma:
Um kl. 18 - 19:00.
Aksturslengd: Um 1:15 klst. Fólksbílafært.
Aksturslýsing: Ekið um Vesturlandsveg og beygt til hægri inn veg nr. 50 stuttu fyrir Borgarfjarðarbrú, ekið inn í Skorradal að góðu malarstæði við Álfsteinsá þar sem nóg pláss er fyrir bíla.
Hæð:
Um 970 m.
Hækkun:
Alls um 900 m með öllu.
Göngulengd:
Um 17 km en fer endanlega eftir leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Göngutími:
Um 8 klst. en fer eftir endanlegu leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Leiðin:
Um gróið land lengi vel, gras, mosa og móa aflíðandi leið og svo nokkuð þétt uppganga um grjót og klettahjalla alla leið á tindinn sem er sléttur efst og magnaður útsýnispallur til allra átta svo aldrei gleymist.
Erfiðleikastig: Um 3 af 6 eða fær öllum í góðu gönguformi fyrir nokkuð krefjandi dagsgöngu á fremur bratt en vel fært fjall í klettahjöllum með langa aflíðandi aðkomu.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og nóg að drekka og orkuríkt að borða fyrir langan dag. Öruggast að taka keðjubroddana til öryggis en ætlunin er að ganga á þetta fjall í sumarfæri svo ef snjóalög eru í fjallinu og kalt í veðri þá frestum við þessari ferð.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Viðburðurinn á fb hér: (11) Skessuhorn í Skarðsheiði | Facebook