Sólheimajökull - broddatækni, tryggingar, sig og ísklifur með Asgard Beyond
Sat, Apr 06
|Sólheimajökull, 871, Iceland
Mjög spennandi námskeið í jöklafærni með Asgard Beyond þar sem farið verður yfir og æfð broddatækni á jökli í mismunandi landslagi, tryggingar, ísklifur og sigtækni.
Dagsetning og tími
Apr 06, 2024, 8:00 AM – 7:00 PM
Sólheimajökull, 871, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 4. apríl 2024 kl. 21:30:
Staðfestir eru 11 manns: Aníta, Áslaug gestur, Berta gestur, Jaana, Sigríður Páls. + maki, Sigrún Bj. Sjöfn Kr., Þórkatla + ?
Opið fyrir skráningu til kl. 16:00 föstudaginn 4/4 - laus 5 pláss ! Gestir velkomnir með, nóg að skrá sig og greiða á hlekk hér neðar.
Sólheimajökull - jöklafærni:
- Broddatækni - almenn færni á mannbroddum í mismunandi landslagi
- Akkeri smíðuð - Notkun á ísskrúfum og samtenging á þeim til að útbúa akkeri
- Sig - Nemandi setur upp sigkerfi og æfir stjórn við sig
- Ísklifur - Nemendur setja upp ísklifur akkeri (toprope) og eru þjálfaðir í klifurfærni og kennt að tryggja klifurvin.
*Verð er 19.900 kr. á mann. Greitt beint á vefsíðu Asgard Beyond hér: SÓLHEIMAJÖKULL - JÖKLAFÆRNI | Asgard Beyond
*Innifalið í námskeiðinu er allur búnaður, jöklabroddar, ísexi, tryggingar, línur, hjálmar og stífir skór (fjallaskór) fyrir broddana. Þeir sem eiga þennan búnað að hluta skulu endilega taka hann með þar sem gott er að æfa á sínum broddum o.s.frv.
*Námskeiðið hefst kl. 10 á bílastæðinu við Sólheimajökul og endar þar kl. 17.
*Brottför frá Reykjavík kl. 8:00 og heimkoma um kl. 19:00 miðað við tæpan 2ja klst. akstur að Sólheimajökli. Ekið um Suðurlandsveg F1 gegnum Hvolsvöll þar til komið er að afleggjara á vinstri hönd merktur "Sólheimajökull" og sá afleggjari ekinn að góðu bílastæði við jökulrætur. Fólksbílafært.
*Mikilvægt að vera vel búinn eins og í tindferðum og gera ráð fyrir kyrrsetu að hluta þar sem unnið er með tryggingar og sig. Takið með kjarngott nesti og nóg að drekka fyrir 7 klst. dag á jökli.
*Veður er mjög hagstætt almennt á Sólheimajökli eins og við komumst að árið 2015 þegar við tókum einfaldari útgáfu af þessu námskeiði með slæma veðurspá yfir okkur en fengum frábært veður: Tindferð 116 Sólheimajökull - s (toppfarar.is)
*Lágmark 6 manns og hámark 16 manns.
Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/xzbGrazcv