top of page

Stór Leirdalur að Keili - Þvert yfir Ísland leggur 2

Sat, Jan 15

|

ÞvertYfirÍsland

Göngum legg tvö í þverun okkar yfir Ísland næstu árin með því að ganga frá endastað fyrstu göngunnar í Stóra Leirdal, um Langahrygg þar sem við sjáum vel yfir gosstöðvarnar og yfir Meradali að Keili og vonandi náum við að ganga á lægri fjöllin sem eru á leiðinni.

Registration is Closed
See other events
Stór Leirdalur að Keili - Þvert yfir Ísland leggur 2
Stór Leirdalur að Keili - Þvert yfir Ísland leggur 2

Time & Location

Jan 15, 2022, 8:00 AM – 6:00 PM EST

ÞvertYfirÍsland, Reykjanes, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 14. janúar kl. 13:00: 

Skráðir eru 26 manns: Agnar, Ása, Bára, Bjarni, Bjarnþóra, Bolli gestur, Davíð, Fanney, Guðný Ester, Gulla, Hlökk,  Inga Guðrún, Jaana, Jóhanna D., Kolbeinn, Kristín Leifs., Oddný T., Sigríður Lísabet, Sigríður Kolbrún Guðnadóttir gestur, Sigrún Eðvalds., Silla, Súsanna, Svala, Vilhjálmur, Þórkatla, Örn.

Hámark 30 manns, lágmark 20 manns til að fá rútuna.

Nýjustu tilkynningar:

*Fáum rútu til að sækja okkur á endastað við Keili og keyra okkur að upphafsstað göngunnar þar sem við skildum bílana eftir um morguninn. Rútugjald er innifalið í verði. Gæta skal vel að sóttvörnum í rútunni (grímur, spritt og engir sameiginlegir snertifletir). Þeir sem vilja ekki fara í rútu geta látið sækja sig við endastað ef þeir hafa einhvern til þess. 

*Vöktum ástandið á svæðinu fram að brottför og förum aðra leið (að Kleifarvatni) ef ekki er leyfilegt að ganga þessa leið. 

*Ef ekki næst lágmarksþátttaka (20 manns) þá breytum við leiðinni þannig að við getum sjálf ferjað bíla að Kleifarvatni og þá lækkar verð ferðar sem því nemur.

Verð fyrir göngu og rútu:

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 11.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef afboðun berst innan tveggja daga frá brottför og færri en 20 manns voru skráðir í ferðina (undir lágmarksþátttöku). 

Hámark 30 manns, lágmark 20 manns.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:  

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Heimkoma:

Um kl. 18:00 miðað við 30 mín klst. akstur um morguninn (frá Ásvallalaug að Stóra Leirdal) og tæp 1 klst. í lok dags (frá Keili að Stóra Leirdal), um 6 - 7 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 20 mín frá Ásvallalaug að Stóra Leirdal og tæp 1 klst. frá Keili að Stóra Leirdal. 

Akstursleiðarlýsing:

Ekið frá Ásvallalaug um Krýsuvíkurveg meðfram Kleifarvatni niður á Suðurstrandaveg sem er ekinn til vesturs að malarstæði við Stóra Leirdal (ofan við Ísólfsskála). 

Hæð:

Um 274 m á Langahrygg og 340 m á Stóra hrút ef gengið verður á hann.

Hækkun:

Um 600 m miðað við  35 m upphafshæð.

Göngulengd:

Um 16  km.

Göngutími:

Um 6 - 7 klst.

Gönguleiðin:

Gengið um hraun, mosa, grjót og skriður á Langahrygg þar sem kominn er núna gönguslóði og yfir á Stóra hrút og niður í Meradali EF landslagið leyfir okkur og loks yfir hraunið í áttina að Keili með hugsanlegri viðkomu uppi á Hraunsels-Vatnsfelli og helst farið um Driffell og Oddafell áður en komið er að bílastæðinu við Keili þar sem rútan sækir okkur. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar langa en einfalda dagsgöngu með þó nokkru brölti á lág fell á leiðinni. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page