top of page

Stóra súla og Hattfell að Fjallabaki - tindarnir sem skreyta Laugaveginn.

Sat, Sep 10

|

#Laugavegsfjöllin #FjöllinaðFjallabaki

Mjög spennandi ganga á tvö af mest áberandi fjöllunum sem blasa við Laugavegsgönguleiðinni þar sem þrætt verður um Súluhryggi sem rísa á milli þeirra. Stuttar en brattar göngur á grasi gróin fjöll með stórbrotnu útsýni yfir Fjallabakið og jöklana í kring í landslagi sem er engu líkt.

Registration is Closed
See other events
Stóra súla og Hattfell að Fjallabaki - tindarnir sem skreyta Laugaveginn.
Stóra súla og Hattfell að Fjallabaki - tindarnir sem skreyta Laugaveginn.

Time & Location

Sep 10, 2022, 7:00 AM – 8:00 PM

#Laugavegsfjöllin #FjöllinaðFjallabaki , Stóra Súla, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 9. september 2022 kl. 20:

Skráðir eru 18 manns:  Agnar ?, Birgir, Bolli gestur, Gulla, Gunnar Már, Haukur, Hlökk, Ísleifur, Jaana, Kolbeinn, Linda, Njóla, Oddný T., Siggi, Sigríður Lísabet, Silla, Sjöfn Kr., Þórkatla og báðir þjálfarar.   + Sigga Lár ?

Jeppar: 

Örn, Bára + Sigríður Lísabet, Þórkatla + Ísleifur - frá Hvolsvelli.

Gunnar Már + Jaana, Linda og Siggi.

Haukur + Gulla, Oddný T. og Sjöfn Kr. 

Kolbeinn + Silla, Birgir - laust 1 pláss

Hlökk og Bolli.

Sigga Lár ?

Agnar ?

Laus 2 pláss í ferðina og í jeppa. 

Hámark 20 manns, lágmark 12 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Ath við ætlum að fara upp og niður á bæði fjöll og ekki sauma Súluhryggina saman við Stóru súlu þar sem við viljum gefa okkur góðan tíma og ekki hafa daginn of langan að þessu sinni.

*Eingöngu jeppar fara í þessa ferð, keyrt upp Emstruleið (sama leið og á Illusúlu og Torfajökul í fyrra) og inn sandana þar sem Laugavegsgönguleiðin liggur og er leiðin öll ein veisla í akstri eins og á göngu. 

*Brattar gönguleiðir en grasi grónar og vel færar öllum sem ganga á fjöll almennt. Við munum reyna að fara á hæsta tind á báðum fjöllum en hugsanlega finnum við ekki góða leið fyrir hópinn alveg efst og þá látum við nægja að komast nánast alla leið eins og flestir gera t. d. sem ganga á Hattfell.

* Best að taka keðjubroddana með ef raki er í grasinu þar sem þeir geta gefið smávegis hald (enginn snjór á leiðinni). 

*Höfum föstudag, laugardag og sunnudag sem mögulegan göngudag og nauðsynlegt að melda inn við skráningu ef menn komast ekki alla þessa daga til þess að fá endurgreitt ef þeir komast ekki þann dag sem verður valinn.

Verð:

Kr. 11.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 14.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 17.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Hattfell - Long term forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 frá Össur, Grjóthálsi 5. 

Heimkoma:

Um kl. 18:00 miðað við alls 3 klst. akstur, 2 + 2 klst. göngur, smá akstur milli fjalla og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 3 klst. 

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurland á þjóðvegi 1 gegnum Hvolsvöll og beygt svo inn Fljótshlíðarveg F261 og áfram Emstruleið upp á hálendið, framhjá Hattfelli og Emstrum og yfir brúna á Innri Emstruá og áfram sandana þar til komið er að fjallsrótum Stóru súlu sem rís við veginn eins og Hattfellið (stuttu áður en komið er að Bláfjallakvísl).

Hæð:

Um 899 m á Stóru súlu og Súluhryggi miðað við 560 m upphafshæð og 470 m á Hattfelli úr 540 m hæð - alls 800 m á bæði fjöll.

Hækkun:

Um 340 m á Stóru súlu miðað 560 m upphafshæð og 470 m á Hattfelli úr 540 m hæð - alls rúmlega 800 m í báðum göngum. 

Göngulengd:

Um 2,5 km á Stóru súlu og 3,5 km á Hattfell - alls um 6 km á bæði fjöll.

Göngutími:

Um tæpar 2 klst. á Stóru súlu og um 2 klst. á Hattfelli - alls um 4 klst. á bæði fjöll.

Gönguleiðin:

Beint upp snarpa en grasi gróna brekku Stóru súlu þar til komið er upp á hrygginn þar sem þræða þarf aðeins um kletta og berg á hæsta tind á tilraunakenndri leið sem Örn metur á staðnum. Ofan af Stóru súlu blasir stór hluti Laugavegsgönguleiðarinnar við frá Hrafntinnuskeri niður að Emstrum sem og fjallgarður Torfajökuls og Mælifellssandur og því er um stórkostlegan útsýnisstað að ræða. Farið niður svipaða leið. 

Á Hattfelli er einnig farið beint upp bratta, grasi gróna brekku alla leið upp og Örn metur efsta kaflann en af Hattfelli blasir neðri hluti Laugavegsgönguleiðarinnar við frá Hrafntinnuskeri niður í Þórsmörk sem og fjallgarður Tindfjallajökuls í návígi og ríkidæmi Markarfljóts til sjávar og er útsýnið óborganlegt sem og á Stóru súlu. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir stuttar göngur en á brött fjöll þar sem fara þarf rólega og varlega og gæti reynt á lofthræðslu. Hægt að sleppa efstu tindum ef menn vilja þar sem farið er sömu leið niður og upp á báðum tindum en það er vel þess virði að ganga eins langt og menn treysta sér á þessi fjöll þar sem útsýni og upplifun er stórkostlegt á þessu svæði. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: (3) Stóra súla, Hattfell og Súluhryggir að Fjallabaki - tindarnir sem skreyta Laugavegsgönguleiðina. | Facebook

Share This Event

bottom of page