Sat, Aug 31
|#FjöllinaðFjallabaki
Strútur og Mælifell á Mælifellssandi með rútu
Glæsileg ferð á svipmiklu skærgrænu fjallstindana tvo sem rísa við Strútsskála undir Torfajökli í tveimur, aðskildum, frekar stuttum göngum en mjög fallegum með stórkostlegu útsýni yfir Mælifellssand og náttúruperlurnar þar við Mýrdalsjökul.
Time & Location
Aug 31, 2024, 7:00 AM – 8:00 PM
#FjöllinaðFjallabaki, Strútslaug, 881, Iceland
About the Event
Uppfært 18. júní 2024:
Skráðir eru x manns: + báðir þjálfarar.
Nýjustu tilkynningar:
*Lágmarks- og hámarksþátttaka er 16 manns til að fá rútu til að ferja okkur.
*Ef það næst ekki þá gætum við farið ef þrír geta skaffað jeppa og þá þurfa þjálfarar far, sjá verð með og án rútu hér neðar.
*Ljósmynd ferðar er tekin á leið niður af tindum Torfajökuls 14. ágúst 2021 í mergjaðri ferð þar sem bæði Strútur og Mælifellið blasa við, eins og þau gerðu stóran hluta ferðarinnar.
Verð með rútu frá Rvík:
Kr. 29 .000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 31.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 34.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Verð á eigin jeppum ef þrír geta skaffað jeppa (ekki jepplinga) fyrir 12 - 15 manns (þjálfarar þurfa jeppafar):
Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 11.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 14.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 21:00.
Aksturslengd:
Um 4 klst. Jeppar sem komast yfir Bláfjallakvísl komast í þessa ferð (venjulegir jeppar ættu duga ef ekki miklir vatnavextir).
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Suðurlandsveg á Hvolsvöll og þaðan inn Fljótshlíðina og áfram jeppaslóðann á Emstruleið þar sem komið er inn á Laugavegsgönguleiðina og slóðinn ekinn yfir Bláfjallakvísl og eftir Mælifellssandi inn að Strútsskála þar sem gangan hefst.
Hæð:
Um 973 m á Strút og 760 m á Mælifelli.
Hækkun:
Um 450 m á Strút miðað við 563 m upphafshæð og um 273 m á Mælifelli miðað við 569 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 7 km á Strút og 1,5 km á Mælifell en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 3-4 klst. á Strút og um 1-2 klst. á Mælifell en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið að mestu á slóða upp frekar brött en vel fær fjöll með stórkoslegu útsýni.
Erfiðleikastig:
Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir tvær frekar stuttar fjallgöngur uppi á hálendi.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Viðburður á fb hér: Sjá fb-viðburð einnig á opinni fb-síðunni www.facebook.com/fjallgongur.is = (20+) Facebook