Sun, Oct 24
|Skarðsheiði, Iceland
Súlárdalur - fimm tindar í Skarðsheiði
Mögnuð ganga á tindana sem rísa gegn Heiðarhorni og Skessuhorni í Skarðsheiði - alls fimm tinda leið á Tungukamb, Skarðskamb, Skessukamb, Þverfjall og Eyrarþúfu. Tindar 16-20 af 23 #Skarðsheiðardraumurinn
Time & Location
Oct 24, 2021, 8:00 AM – 6:00 PM
Skarðsheiði, Iceland
About the Event
Staðfest brottför sunnudaginn 24. október - vinsamlegast staðfestið þátttöku á fb-viðburði eða með tölvupósti / skilaboðum til þjálfara. Uppfært 23. október kl. 18:00.
Skráðir eru 11 manns: Bjarni, Björgólfur, Gerður Jens., Gulla, Inga Guðrún, Jaana, Kolbeinn, Ragnheiður, Silla, Þórkatla, Örn.
Laus 19 pláss. Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Afboðað v/breyttrar dagsetningar: Ása, Egill ?, Fanney, Guðný Ester, Gunnar Már, Haukur + gestur, Helga Rún, Linda, Siggi, Steinar R.
Verð:
Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 9.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Hámark 30 manns. Lágmark 15 manns.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Skarðsheiði - Weather forecast
Leiðsögn:
Örn (Bára að vinna).
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 19:00 miðað við 1 klst. akstur og 8 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 1 klst.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, til hægri þjóðveg 504 um Svínadalsveg framhjá bænum Efra Skarði (þar sem gengið er upp á Heiðarhorn) og áfram veg 502 en stuttu eftir að ekið er framhjá bænum Hlíðarfæti er bílum lagt vinstra megin við veginn á malarstæði við gamla símastaura og sandhóla (rétt vestan við brúnna yfir Súlá). Fólksbílafært.
Hæð:
Um 1.051 m.
Hækkun:
Um 1.240 m.
Göngulengd:
Um 16,5 km.
Göngutími:
Um 8 klst.
Gönguleiðin:
Frekar löng en greiðfær leið á tvo af nánast hæstu tindum Skarðsheiðarinnar sem falla í skuggann af hæsta Heiðarhorninu sjálfu. Brölt upp grjót, skriður og kletta (létt og greiðfært klöngur) á Tungukambi (706 m) alla leið á Skarðskamb (1.039 m) og komið fram á kyngimagnaðar fjallsbrúnirnar þar sem Vesturlandið blasir allt við og einstakt útsýni fæst á Skessuhorn ofan frá. Þrætt með kyngimögnuðum og svipmiklum brúnunum yfir á Skessukamb (1.051 m) þar sem Skessuhornið tengist við Skarðsheiðina en sá útsýnisstaður á Skessuhorn er nauðsynlegt að allir upplifi. Frá þeim tindi er þrætt niður á við um Þverfjallið (715 m) aflíðandi, einfalda leið með Súlárdalinn á hægri hönd og skottast um Eyrarþúfuna (494 m) (annað nafn er Hlíðarfótarkambur skv. kortum) í lokin niður í skóginn að bílunum.
Erfiðleikastig:
Um 2-3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir nokkuð langa vegalengd á greiðfærri leið að mestu, með skemmtilegu og vel færu klöngri á uppleið um Tungukamb og um brúnirnar yfir á Skessukamb og svo á greiðfærri leið niður um Þverfjall og Eyrarþúfu. Gengið í grasi, mosa, grjóti, möl og klettahjöllum og sléttum fjallsbungum og brúnum.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: (20+) Súlardalur - fimm tinda leið í Skarðsheiði | Facebook