top of page

Sat, May 18

|

#Eyjafjöllin

Sumarganga á Hornfellsnípu, Yxnadalsöxl og Drangshlíðarfjall um Fimmvörðuhálsleið

Sumarleg og mjög spennandi ný leið um fyrsta hluta Fimmvörðuhálsleiðarinnar á fjallstindana tvo sem skreyta mest þessa vinsælu gönguleið frá Skógafossi upp á Skógheiðina þar sem gengið verður með Skógá um ótal fossa og hún svo vaðin til að komast á þessi fjöll á leið til baka niður eftir.

Registration is Closed
See other events
Sumarganga á Hornfellsnípu, Yxnadalsöxl og Drangshlíðarfjall um Fimmvörðuhálsleið
Sumarganga á Hornfellsnípu, Yxnadalsöxl og Drangshlíðarfjall um Fimmvörðuhálsleið

Time & Location

May 18, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM

#Eyjafjöllin, Gönguleið um Fimmvörðuháls, 861, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 17. maí 2024 kl. 22:20:

Skráðir eru 15 manns: Aníta, Bára, Fanney, Guðjón, Guðmundur Jón, Gulla, Ingunn, Jaana, Katrín Kj., Linda, Ragnheiður, Siggi, Sighvatur, Sjöfn Kr., Örn.

Mikilvægar tilkynningar: 

*Fólksbílafært.

*Sumarfæri, ekki þörf á keðjubroddum. 

*Ljósmynd ferðar tekin á fyrsta kafla Fimmvörðuhálsleiðarinnar þann 18. júní 2008 í fyrstu Toppfaraferðinni um Fimmvörðuháls.

*Getum haft brottför kl. 09 ef þeir sem fara í þessa ferð vilja það - ákveðum það saman !

*Munið vaðskó og þurrklút fyrir Skógána :-) 

Verð:

Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 12.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þorgeirsfell - Long term forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5 - nema þeir sem fara í ferðina vilji fara kl. 08 - ákveðum það saman !

Heimkoma:

Um kl. 18 - 19:00. 

Aksturslengd:

Tæpar 2 klst. Fólksbílafært.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg með wc-stoppi á Hvolsvelli og svo ekið áfram þjóðveg eitt að bílastæðinu við Skógafoss þar sem Fimmvörðuhálsgönguleiðin hefst.

Hæð:

Um 510 m.

Hækkun:

Um 800 m miðað við 20 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 14  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 6 - 7 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið á stíg um Fimmvörðuhálsleið upp með Skógá þar sem ótal ólíkir fossar skreyta leiðina og þegar rúmlega 2 km eru í brúnna, vöðum við yfir Skógá á góðum stað undir Hornfellsnípu og klífum hana í léttu brölti. Niður af Hornfellsnípu lækkum við okkur um Drangshlíðarheiðina niður í Yxnadal þar sem farið er upp á Drangshlíðarfjall um Yxnadalsöxl "bakdyramegin". Drangshlíðarfjall er sérlega fallegt fjall, grasi gróið upp á tind með fallegu bergi stingandi upp úr hlíðunum. Stórkostlegt útsýni gefst af Drangshlíðarfjalli niður að Skógafossi, til Vestmannaeyja og Eyjafallanna allra. Niður er brölt sunnan megin á gróinni leið í bland við bergið fallega sem skreytir mjög þetta fjall. Þegar komið er niður í blómlegu sveitina undir fjallinu er farið yfir Skógá á brú til að komast í bílana og er þá lokið stórkostlegum hring um fyrsta hluta Fimmvörðuhálsleiðarinnar með fjöllunum tveimur sem setja alltaf mikinn svip á þessa vinsælu gönguleið. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar létta, greiðfæra og stutta dagsgöngu þar sem gengið er á stíg hálfa leiðina og svo smávegis brölt upp á tindana á niðurleið með stórkostlegu útsýni yfir Eyjafjöllin, jökulinn og niður til sjávar og sveita og Vestmannaeyja.  

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  

Share This Event

bottom of page