
Sveifluháls hæstu sjö tindarnir á hringadróttinsslóðum
Sat, Oct 02
|Kleifarvatn, Iceland
Mögnuð ganga á hringadróttinsslóðum Sveifluhálssins þar sem brölt verður eftir öllum sjö tignarlegu tindunum sem rísa vestan við Kleifarvatn með vindinn í bakið og svo meðfram vatninu til baka; Hellutindar, Vigdísartindur, Hrútatindur, Folaldatindur , Stapatindur, Hofmannatindur og Miðdegishnúkur.


Dagsetning og tími
Oct 02, 2021, 8:00 AM – 3:00 PM
Kleifarvatn, Iceland
Nánari upplýsingar
Sárabótarferð í staðinn fyrir fimm tinda göngu um Súlárdalinn í Skarðsheiði sem frestast til 16. október.
Staðfest brottför !
Uppfært 1. október stuttu eftir miðnætti:
Skráðir eru 16 manns: Bjarni, Gréta, Guðný Ester, Gunnar Már, Haukur, Ian Prendergrast gestur frá UK, Jaana, Jóhanna D., Linda, Ragnheiður, Sigrún Bjarna., Silla, Steinar R., Vilhjálmur, Þórkatla, Örn.
Verð:
Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.



