top of page

Syðstu Jarlhettur að Eystri Hagafellsjökli um fágætar slóðir
Sat, Jun 07
|Jarlhettur
Einstakur könnunarleiðangur á syðstu tindana í Jarlhettum um fáfarnar slóðir þar sem við höldum áfram að safna fágætum tindum í þessum stórfenglega fjallgarði sem á engan sinn líka á í Íslandi. Farið að jökulsporði og upp fjallgarðinn sem kemur undan jöklinum og útfallinu fylgt til baka.


Dagsetning og tími
Jun 07, 2025, 7:00 AM – 6:00 PM
Jarlhettur, Jarlhettur, 806, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 22. janúar 2025:
Skráðir eru x manns:
Mikilvægar tilkynningar:
*Jepplingafært að Hagavatnsskála.
*Tökum með vaðskó og þurrklút ef við skyldum þurfa að vaða.
*Þessi ganga hentar vel þeim sem ekki hugnast langar og erfiðar ferðir þar sem þessi er miðlungslöng og almennt greiðfær þó brölt sé upp á móbergsslegna ávala tinda í tilraunakenndu leiðarvali.
bottom of page