
Þakgil að Huldujökli / Kötlujökli um Austurafrétt við Mýrdalsjökul í stórkostlegu landslagi
Sun, Jun 08
|Kötlujökull
Mögnuð ganga frá hinum undraverða stað Þakgili um mosagróin gil og heiðar að Huldu- og Kötlujökli þar sem við blasa fossar og skriðjöklar rennandi og fallandi úr Mýrdalsjökli niður hrikalegt hamrastálið í stórbrotnu og áhrifamiklu landslagi. Gengið á slóða að mestu og gist í Þakgili þeir sem vilja.


Dagsetning og tími
Jun 08, 2025, 7:00 AM – 8:00 PM
Kötlujökull, Þakgil, 871, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 7. júní 2025:
Skráðir eru 14 - 16 manns: Ása, Áslaug B., Bára, Björg, Fanney, Gestur Þór Óskarsson gestur, Gulla, Helga Rún, Helgi, Jón Odds., Linda, Maggi, Sighvatur, (Sjöfn Kr.), (Þorleifur) og Örn og fleiri að spá í að koma með !
Mikilvægar tilkynningar:
*Ljósmynd ferðar er tekin í könnunarleiðangri þjálfara í Þakgil í júlí 2021.
*Sumarfæri á akstursleið og gönguleið og ekki þörf á broddum.
*Nauðsynlegt að vera vel búinn óháð veðurspá, með kjarngott nesti, nóg að drekka, hlífðarfatnað og hlýja og skjólgóða vettlinga og höfuðfat.