
Þórólfsfell jólatindferð
Sat, Dec 04
|Hvolsvöllur
Létt ganga um stórbrotið gljúfur Þórólfsár upp á hæsta tind fjallsins og út á brúnirnar sem gefa kyngimagnað útsýni yfir Þórsmerkursvæðið með tinda Tindfjallajökuls yfirgnæfandi í seilingarfjarlægð og Eyjafjallajökul handan við vatnasvið Markarfljóts. Einstakt útsýnisfjall og leið sem kemur á óvart.


Dagsetning og tími
Dec 04, 2021, 9:00 AM – 4:00 PM
Hvolsvöllur, Fljótshlíðarvegur, Hvolsvöllur, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 3. desember 2021 - staðfest brottför út frá mjög góðri veðurspá og þátttöku:
Skráðir eru 28 manns: Arna J., Arnór, Ása, Beta, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Egill, Guðmundur Jón, Gerður Jens ?, Gulla, Haukur, Jaana, Jóhanna Fríða, Jón St., Katrín Kj., Kristín H., Linda, Ragnheiður, Sigríður Lísabet, Sigrún Bj., Silja, Silla, Sjöfn Kr., Tinna Bjarndís, Súsanna, Svala, Valla, Örn.
Laus 2-3 pláss, hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Fólksbílafært, bílum lagt áður en farið er upp á grjótruðningsgarðinn. Betra að vera á stærri bílum samt.
*Jólahúfur, jólalegt nesti, jólapils, jólakúlur og annað jólalegt í verður þemað í þessari göngu. Nú er tækifærið til að prjóna sér jólagöngupils eða jólahúfu :-)