top of page

Sat, Dec 04

|

Hvolsvöllur

Þórólfsfell jólatindferð

Létt ganga um stórbrotið gljúfur Þórólfsár upp á hæsta tind fjallsins og út á brúnirnar sem gefa kyngimagnað útsýni yfir Þórsmerkursvæðið með tinda Tindfjallajökuls yfirgnæfandi í seilingarfjarlægð og Eyjafjallajökul handan við vatnasvið Markarfljóts. Einstakt útsýnisfjall og leið sem kemur á óvart.

Registration is Closed
See other events
Þórólfsfell jólatindferð
Þórólfsfell jólatindferð

Time & Location

Dec 04, 2021, 9:00 AM – 4:00 PM

Hvolsvöllur, Fljótshlíðarvegur, Hvolsvöllur, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 3. desember 2021 - staðfest brottför út frá mjög góðri veðurspá og þátttöku:

Skráðir eru 28 manns: Arna J., Arnór, Ása, Beta, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Egill, Guðmundur Jón, Gerður Jens ?, Gulla, Haukur, Jaana, Jóhanna Fríða, Jón St., Katrín Kj., Kristín H., Linda, Ragnheiður, Sigríður Lísabet, Sigrún Bj., Silja, Silla, Sjöfn Kr., Tinna Bjarndís, Súsanna, Svala, Valla, Örn. 

Laus 2-3 pláss, hámark 30 manns, lágmark 15 manns. 

Nýjustu tilkynningar: 

*Fólksbílafært, bílum lagt áður en farið er upp á grjótruðningsgarðinn. Betra að vera á stærri bílum samt. 

*Jólahúfur, jólalegt nesti, jólapils, jólakúlur og annað jólalegt í verður þemað í þessari göngu. Nú er tækifærið til að prjóna sér jólagöngupils eða jólahúfu :-)

Verð:

Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 7.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig. Hámark 30 manns, lágmark 15 manns. 

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þórólfsfell - Weather forecast

Leiðsögn:

Örn.

Brottför:

Kl. 9:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 16:00  miðað við 1,5+ klst. akstur og 4 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Rúmlega 1,5 klst.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið suðurlandsveg um Hvolsvöll og beygt þar inn Fljótshlíðarveg sem er ekinn alla leið inn eftir að malarstæði við fjallsrætur Þórólfsfell. Fólksbílafært nema allra síðast að malarstæðinu (jepplingar) en þaðan hægt að ganga af stað eða ferja í stærri bíla.  

Hæð:

Um 567 m.

Hækkun:

Um 470 m miðað við  120 m upphafshæð.

Göngulengd:

Um 7,5 - 9  km.

Göngutími:

Um 4+ klst.

Gönguleiðin:

Um grasi grónar aflíðandi brekkur upp með stórbrotnu gljúfri Þórólfsár sem kemur virkilega á óvart. Þrætt upp með gljúfrinu og fegurðarinnar notið sem mest við getum. Ofar er haldið inn fjallið á hæsta tind. Ef veður leyfir er spennandi að fara út á brúnirnar austan megin (um 700 m viðbót aðra leið = 1,5 km) og snúa þar við til baka létta leið niður ásana í bílana aftur. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir létta og ljúfa dagsgöngu í mjög fallegu landslagi og mögnuðu útsýnisfjalli.

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: (20+) Þórólfsfell jólatindferð | Facebook 

Share This Event

bottom of page