top of page

Tue, Dec 26

|

#Þriðjudagsþakklæti

Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti

Áskorun ársins 2023 er að mæta í þriðjudagsgöngu eins oft og maður mögulega getur eða taka göngu á eigin vegum í staðinn þann dag og ná sem flestum þriðjudagsgöngum árið 2023... og vera meðvitað þakklátur fyrir að geta farið á fjall... og gefa gaum að því smáa í umhverfinu #Þriðjudagsþakklæti

Registration is Closed
See other events
Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti
Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti

Time & Location

Dec 26, 2023, 11:00 AM – 1:00 PM

#Þriðjudagsþakklæti, Reykjavík, Iceland

About the Event

Áskorun ársins 2023 er "þriðjudagsþakklæti"... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.

Þátttökureglur:  

1. Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt. 

2. Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB) og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks.

3. Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum) og meldar þá inn í lok árs eða í lok hvers mánaðar inn á lokaða fb-hóp Toppfara. Valkvætt er að skrá þá tölfræði sem hann vill, km, hækkun o.fl. eftir smekk og mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá þau fjöll/leiðir sem þeir eru að fara í fyrsta sinn en það er ekki skilyrði. 

4. Ljósmyndasöfnun verður í þessari áskorun... "fegurð hins smáa" þar sem við skulum gefa því smáa gaum í umhverfinu og myllumerkja hana #Þriðjudagsþakklæti og #Fegurðhinssmáa og náum vonandi að safna mörgum fallegum myndum saman úr þriðjudagsgöngunum sem fanga þá fegurð sem þeir gefa okkur á hverju ári. 

5. Dreginn verður út einn vinningur meðal allra þátttakenda óháð fjölda þriðjudaga sem viðkomandi nær og er árgjald í klúbbnum í vinning sem má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.  Þá vinnur einnig sá sem nær flestum þriðjudögum sér inn árgjald í klúbbnum. 

6. Þá ætlum við einnig að kjósa um hvaða þriðjudagsæfing gaf manni mest, var fallegust, erfiðust o.s.frv... (neiiiii... við förum nú ekki að velja "leiðinlegustu" ha ? :-) ). Fleiri flokkar gætu skapast þegar við byrjum á þessu, bara til gamans :-).

Afhverju þakklæti ? Jú... verum þakklát fyrir að hafa heilsu og tækifæri til þess að upplifa dásamlegar og oft stórkostlegar fjallgöngur á hverjum einasta þriðjudegi allt árið um kring... steinsnar frá borginni en samt í ósnortinni og ægifögurri náttúru... að mestu um ótroðnar slóðir... og oft á nýjum slóðum í könnunarleiðangri með þjálfurum... í dásamlegum félagsskap með fólki sem kemur úr öllum áttum samfélagsins... með ólíka sýn og önnur sjónarhorn en maður sjálfur... það er langt í frá sjálfgefið !

Þakklæti er vanmetin og vannýtt auðlind... æfum þakklætið meðvitað... auðgum tilveruna með því að staldra við og njóta hins smáa og vera þakklát fyrir það sem er í túngarðinum okkar og fyrir að geta notið þess si svona í hverri viku á þriðjudagskveldi... það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt... ekki alltaf upp á há fjöll eða á framandi slóðir erlendis þí það sé auðvitað magnað líka... til að upplifa töfra sem lifa með manni um ókomna tíð. #Þriðjudagsþakklæti

Sjá samantekt þátttökunnar á vefsíðu okkar www.fjallgongur.is. 

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page