
Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti
Tue, Dec 26
|#Þriðjudagsþakklæti
Áskorun ársins 2023 er að mæta í þriðjudagsgöngu eins oft og maður mögulega getur eða taka göngu á eigin vegum í staðinn þann dag og ná sem flestum þriðjudagsgöngum árið 2023... og vera meðvitað þakklátur fyrir að geta farið á fjall... og gefa gaum að því smáa í umhverfinu #Þriðjudagsþakklæti


Dagsetning og tími
Dec 26, 2023, 11:00 AM – 1:00 PM
#Þriðjudagsþakklæti, Reykjavík, Iceland
Nánari upplýsingar
Áskorun ársins 2023 er "þriðjudagsþakklæti"... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Þátttökureglur:
1. Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt.
2. Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB) og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks.
3. Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum) og meldar þá inn í lok árs eða í lok hvers mánaðar inn á lokaða fb-hóp Toppfara. Valkvætt er að skrá þá tölfræði sem hann vill, km, hækkun o.fl. eftir smekk og mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá þau fjöll/leiðir sem þeir eru að fara í fyrsta sinn en það er ekki skilyrði.
4. Ljósmyndasöfnun verður í þessari áskorun... "fegurð…