top of page

Þverártindsegg með Asgard Beyond

Fri, May 09

|

Öræfajökull, Iceland

Endurtökum þessa mönguð jöklaferð frá 2012 undir leiðsögn Asgard Beyond. Hámark og lágmark 4 manns eða 8 manns (full lína). Brött leið í grjótbrekkum til að byrja með og svo snjóbrekkum ofar og sprungusvæði efri hlutann og eingöngu á færi þeirra sem eru öruggir í bratta og hafa farið áður á jökul.

Þverártindsegg með Asgard Beyond
Þverártindsegg með Asgard Beyond

Dagsetning og tími

May 09, 2025, 2:00 PM – May 11, 2025, 4:00 PM

Öræfajökull, Iceland

Nánari upplýsingar

*Þetta er krefjandi jöklaganga í heilmiklum bratta og yfir mjög sprungið svæði og því þarf að vera í góðu formi fyrir langa dagsgöngu.

Lágmarksþátttaka er 4 manns og svo er möguleiki á að stækka ferðina upp í 8 manns sem er um leið hámarksþátttaka - þ.e. annað hvort fara 4 manns eða 8 manns til að fylla í línurnar. Sem sé ekki 1,2 3 né 5,6,7 manns nema færri séu tilbúnir til að deila kostnaði og þá er ferðin dýrari á mann.


*Þessi leið er alveg einstök á Vatnajökli og ekki sjálfgefið að komast á þessar eggjar og miðað við reynslu gönguhópa þarna upp síðustu ár sem varðandi bratta, stærð sprungna, snjóleysi o.fl. grunar okkur að það verði sífellt fágætara að komast þarna upp, svo við mælum með að grípa þetta tækifæri ef menn (við erum öll menn) langar á annað borð að fara á þennan tind. Ef einhverjir leiðsögumenn…


Deildu hér

bottom of page