Sat, Aug 14 | Torfajökull, Iceland

Torfajökull - eldstöðin sem myndar Friðlandið að Fjallabaki

Mjög spennandi, litrík, formfögur og ævintýraleg ganga sem er frekar létt yfirferðar á hæsta tind jökulsins sem gnæfir yfir fegursta stað landsins... gersemum Landmannalaugasvæðisins og nágrennis... og er hluti af stærsta öskjubarmi landsins sem myndar Friðlandið að Fjallabaki (ekki jöklaganga NB)
Torfajökull - eldstöðin sem myndar Friðlandið að Fjallabaki

Time & Location

Aug 14, 6:00 AM – 10:00 PM
Torfajökull, Iceland

About the Event

Þátttaka - uppfært 23. júlí:

Skráðir eru 6 manns: Bára, Guðmundur Víðir, Jaana, Kolbrún Ýr, Sjöfn Kr. Örn.

Hámark 30 manns.

Friðlandið að Fjallabaki markast af hæsta tindi Torfajökuls sem við ætlum að ganga núna á, Hábarmi (sem við gengum á 2019, Barmi sem við gengum á 2016, Rauðufossafjöllum sem við gengum á 2017 og Laufafelli sem við eigum ennþá eftir að ganga á... og kallast einu nafni "Torfajökulssvæðið" eða "Torfajökulsaskjan" og er 18 km löng og 13 km breið... árið 2015 ákváðum við að ganga á alla fjallstinda innan þessa Friðlands... þessi hæsti tindur Torfajökuls er einn af þeim...

Nýjustu tilkynningar:

*Ef mikill áhugi er á þessari göngu þá pöntum við rútu ef leiðangursmenn eru sammála því með tilheyrandi breyttu verði á ferðinni þá (sjá síðar umræður innan hópsins). 

*Eingöngu farið í góðri veðurspá. Metum fram á fimmtudag eða föstudagsmorgun og tilkynnum þá brottför eður ei.

*Höfum föstudag og sunnudag sem varagöngudaga eftir veðri en helst laugardag (endurgreitt ef menn láta vita fyrirfram að þeir komast bara ákveðinn dag). 

*Þjálfarar fara könnunarleiðangur í júlí til að kanna betur aðstæður og gönguleiðir.

*Eingöngu jeppar fara í þessa ferð (ef ekki fengin rúta) og bensínkostnaður deilist á farþega: viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn).

*Skráning eingöngu með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun nema annar komi í staðinn ef uppselt var orðið í ferðina.

*Gangan hefst frá Strútsskála svo þeir sem vilja geta pantað sér gistingu í þeim skála ef þeir vilja stytta gönguna. 

*Fróðleikur um Torfajökul: Torfajökull (vatnajokull.com) 

Verð:

Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 8.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 10.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum. 

Greitt beint inn á reikning Gallerí heilsu: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir 1. júní nema annar komi í staðinn.

Veðurspár:

www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norsrka veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál tilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Torfajökull - Weather forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför: 

Kl. 6:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma: 

Um kl. 22:00 miðað við 3+ klst. akstur x2 og 9+ klst. göngu. 

Aksturslengd: 

Um 3+ klst. 

Akstursleiðarlýsing:

Ekið austur um þjóðveg 1 gegnum Hvolsvöll þar sem beygt er inn Fljótshlíðarveg F261 og hann ekinn til enda þar sem Emstruleið tekur við (jeppaslóði) og hún ekin á góðum slóða inn á hálendið framhjá Emstrum, Hattfelli og fleiri mögnuðum fjöllum á Laugavegsgönguleiðinni sem eru meðfram veginum. Stuttu áður en komið er að Kaldaklofskvísl er beygt til hægr inn veg F210 um Mælifellssand og sá vegur ekinn þar til tekin er vinstri beygja inn að Strútsskála Útivistar þar sem gangan hefst. Mögnuð akstursleið sem skreytir þessa ferð heilmikið. 

Hæð: 1.199 m. 

Hækkun: 1.050 m.

Göngulengd: 16 km. 

Göngutími: 9 klst. 

Gönguleiðin: Gengið í dæmigerðu landslagi Friðlandsins að Fjallabaki um líparít, grjót, skriður, mosa

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungs langa og erfiða dagsgönguLangur akstur kallar á smá nesti og hlý föt í bílnum fyrir og eftir göngu. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:

Share This Event