Sat, Sep 14
|Laugavegsfjöllin
Torfatindar, Torfahlaup, Bratthálskrókur, Klámbrekka og Brattháls kringum Álftavatn #Laugavegsfjöllin
Mjög spennandi könnunarleiðangur á fjallgarðinn sem umlykur Álftavatn við Laugavegsgönguleiðina þar sem við þræðum fjöllin innan um hrikaleg gljúfur jökulánna allt í kring og komumst í návígi við kyngimögnuð ármót Markarfljóts þar sem Kaldaklofskvísl, Bláfjallakvísl og Innri Emstruáin sameinast.
Time & Location
Sep 14, 2024, 7:00 AM – 7:00 PM
Laugavegsfjöllin, Fjallabaksleið Syðri, 851, Iceland
About the Event
Uppfært 29. ágúst 2024:
Skráðir eru x manns: + Bára og Örn þjálfarar.
Mikilvægar tilkynningar:
*Eingöngu jeppar komast í þessa ferð og þjálfarar þurfa far með einhverjum Förum ef 3 jeppar komast !
*Pöntum auðvitað 16 manna fjallarútu ef nægilega margir vilja koma með og eru tilbúnir til að greiða 28 þús á mann fyrir hana - en við eigum síður von á að svo sé því miður.
*Þetta er könnunarleiðangur þar sem við förum ótroðnar slóðir að hluta til þennan hring, en við vitum ekki betur en að algengt hafi verið að ganga að Torfahlaupi en við höfum ekki fundið upplýsingar um þennan hring eins og við ætlum að taka hann.
*Frekar stutt dagsleið en þeim mun kyngimagnaðri og þess virði til að upplifa svakalegt landslagið og fjöllin allt í kring með alveg nýtt sjónarhorn á svæðið allt og Laugavegsgönguleiðina meðal annars.
*Tökum vaðskó með ef ske kynni að vaða þyrfti á leiðinni.
*Ljósmynd ferðar er tekin af Laugavegsgönguleiðinni á leið á Háskerðing í mergjaðri ferð 25. ágúst 2018 þar sem fjallshringurinn kringum Álftavatn blasir við sem og öll háu fjöllin sem við erum nú þegar búin að klífa eins og Stórasúla, Hattfell, Illasúla og Stóra og Litla Grænafjall í hverri stórkostlegri ferðinni á fætur annarri.
Verð á eigin jeppum ef þrír geta skaffað jeppa (ekki jepplinga) fyrir 12 - 15 manns (þjálfarar þurfa jeppafar):
Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 11.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 14.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þorgeirsfell - Long term forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu frá Össuri, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 19:00 í Reykjavík.
Aksturslengd:
Um 3 klst. frá Reykjavík.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Suðurlandsveg inn með Keldu... að Álftavatni um Keldur þar sem keyra þarf meðfram Laufafelli og meðal annars í Markarfljótinu sem krefst þess að við verðum að vera á jeppum.
Hæð:
Um 760 m.
Hækkun:
Um 600 m miðað við 540 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 12+ km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 6 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið meðfram vatninu til að byrja með sem er mikill heiður í sjálfu sér og brölt svo upp á fjallshrygginn austan megin við vatnið og hann rakinn til enda og alveg að Torfahlaupi þar sem vel þrengist að Markarfljótinu í stórkostlegri náttúrusmíð neðan við Stóra Grænafjall. Rekjum okkur með hrikalegu gljúfrinu upp á Bratthálskrók þar sem hið svipmikla og ægifagra fjall, Illasúla gnæfir yfir og horfum á Kaldaklofskvísl og Bláfjallakvísl sameinast Markarfljóti. Hvílíkur heiður að vera á þessum stað ! Frá Bratthálskróki skoðum við Klámbrekkur og endum hringinn yfir allan Bratthálsinn sem blasir við á Laugavegsgönguleiðinni og endum á einu vaði áður en komið er aftur að skálunum við Álftavatn í austurenda vatnsins.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu um troðnar slóðir við Álftavatn og Torfahlaup en ótroðnar uppi á fjallshryggjunum við vatnið.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð einnig á opinni fb-síðunni www.facebook.com/fjallgongur.is = (20+) Facebook