
Tröllafjölskyldan og Örninn í eystri Helgrindum Snæfellsnesi
Fri, Oct 28
|Grundarfjörður
Nýir og spennandi fjallstindar í austari hluta Helgrinda í kyngimögnuðu útsýni og landslagi þar sem við þræðum um brúnir grænrauða gígsins sem við sáum í síðustu ferð , finnum leið upp á glæsilegu tindana Tröllbarn og Tröllkerling og förum eins langt upp á bratta fjallið Örninn og landslag leyfir.


Dagsetning og tími
Oct 28, 2022, 7:00 AM – 7:00 PM
Grundarfjörður, 350 Grundarfjörður, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 27. október 2022 kl. 18:00 - staðfest brottför á föstudag út frá mjög góðri veðurspá:
Skráðir eru 10 - 12 manns að meðtöldum þjálfurum: Bjarni, Dina, Fanney, Jaana, (Oddný T.), Siggi, Sigríður Lísabet, Steinar R., (Þorleifur) + þjálfarar.
Hámark 20 manns, lágmark 12 manns. Við ætlum ekki að vera fleiri en 20 manns + þjálfarar NB.
Nýjustu tilkynningar:
*Staðfest brottför á föstudag 28/10 út frá mjög góðri veðurspá, hlýtt, úrkomulaust, lygnt og léttskýjað - getur ekki verið betri spá NB !
*Frestum enn og aftur til fös 28/10 vegna veðurspár. Vonum það besta. Metum veðurspá og mætingu á þriðjudaginn í næstu viku. Örn kemst í aukagöngu á laug 29/10 en við getum ekki verið með þessa göngu á laug þar sem Bára er að vinna þessa helgi