top of page

Tröllafjölskyldan og Örninn í eystri Helgrindum Snæfellsnesi

Fri, Oct 28

|

Grundarfjörður

Nýir og spennandi fjallstindar í austari hluta Helgrinda í kyngimögnuðu útsýni og landslagi þar sem við þræðum um brúnir grænrauða gígsins sem við sáum í síðustu ferð , finnum leið upp á glæsilegu tindana Tröllbarn og Tröllkerling og förum eins langt upp á bratta fjallið Örninn og landslag leyfir.

Tröllafjölskyldan og Örninn í eystri Helgrindum Snæfellsnesi
Tröllafjölskyldan og Örninn í eystri Helgrindum Snæfellsnesi

Dagsetning og tími

Oct 28, 2022, 7:00 AM – 7:00 PM

Grundarfjörður, 350 Grundarfjörður, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 27. október 2022 kl. 18:00 - staðfest brottför á föstudag út frá mjög góðri veðurspá:

Skráðir eru 10 - 12 manns að meðtöldum þjálfurum: Bjarni, Dina, Fanney, Jaana, (Oddný T.), Siggi, Sigríður Lísabet, Steinar R., (Þorleifur) + þjálfarar. 

Hámark 20 manns, lágmark 12 manns. Við ætlum ekki að vera fleiri en 20 manns + þjálfarar NB. 

Nýjustu tilkynningar:

*Staðfest brottför á föstudag 28/10 út frá mjög góðri veðurspá, hlýtt, úrkomulaust, lygnt og léttskýjað - getur ekki verið betri spá NB !

*Frestum enn og aftur til fös 28/10 vegna veðurspár. Vonum það besta. Metum veðurspá og mætingu á þriðjudaginn í næstu viku. Örn kemst í aukagöngu á laug 29/10  en við getum ekki verið með þessa göngu á laug þar sem Bára er að vinna þessa helgi

*Frestum aftur þessari ferð til sun 23/10 vegna slæmrar veðurspár tvær fyrstu helgarnar í október. Þjálfarar komast einnig fös 28/10 en annars mun Örn bjóða upp á aukagöngu laug 29/10 ef þá viðrar vel og þátttaka eða veður leyfir ekki göngu 23/10 né 28/10 (Bára er á næturvöktum 29/10 og 30/10).

*Frestum þessari ferð til laug 15/10 en þó með fyrirvara um að ef veðurspá er með eindæmum góð 8/10 þá ætlum við þann dag en annars stefnum við á 15/10. 

*Fólksbílafært. 

*Sundlaug Grundarfjarðar er opin til kl. 18.00 svo við náum hugsanlega í heita pottinn ef menn vilja það. 

*Förum eingöngu í góðri veðurspá þar sem skyggni skiptir öllu á þessu magnaða göngusvæði. 

*Mikilvægt að vera í góðum gönguskóm með ökklastuðningi þar sem landslag er utan slóða, blautt, breytilegt og grýtt.

*Til vara eru helgarnar 15/10 og 22/10 (ekki 8/10). 

Verð:

Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 12.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 15.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 19 - 20:00.

Aksturslengd:

Um 2 klst.

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össur Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg, gegnum Hvalfjarðargöng, um Borgarnes og beygt inn á Snæfellsnes og þaðan farið um Vatnaleið til Grundarfjarðar. 

Hæð:

Um 860 m.

Hækkun:

Um 1.000 m miðað við 20  m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 16  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið frá tjaldsvæðinu í Grundarfirði (eða sundlauginni, metum á staðnum) um gras, mýri, mosa, ækjarsprænur, grjót, skriður og klettahjalla góða leið alla leið upp á brúnir Helgrinda og þrætt á tindana eftir því sem landslagið leiðir okkur áfram. Við náum að þræða okkur eftir fagurmótuðum brúnum rauða gígsins í brúnunum og við ættum að finna leið á Tröllbarnið og Tröllkerlinguna en óvíst er hvort við getum eitthvað klöngrast upp á Örninn en Örn metur leiðina og hægt er að sleppa honum og fleirum ef menn vilja frekar bíða neðan við. Útsýnið af brúnum Helgrinda er engu að síður kyngimagnað og þess virði að fara þessa leið eingöngu til að komast á þær og njóta. 

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir miðlungs langa dagsgöngu á einfaldri leið til að byrja með en svo klettabrölti um Helgrindurnar og tindana sjálfa en hægt að sleppa þeim eftir smekk og bíða neðan við þá.

Búnaður:

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og einnig keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar en fer þó eftir snjóalögum.  

Nánari búnaðarlisti hér !

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Deildu hér

bottom of page