top of page

Útigönguhöfði í Þórsmörk um Réttarfell, Vesturhatt og Hvannárgil

Sat, Jun 03

|

Hvolsvöllur

Stórkostleg ganga á eitt svipmesta fjallið í Þórsmörk þar sem við skreytum uppgönguleiðina með magnaðri leið um Réttarfell, Vesturhatt frá Álfakirkju og bakaleiðina með glæsilegu, þröngu Hvannárgilinu sem býður upp á einstaka fegurð. Ein fegursta gangan sem gefst í Þórsmörk.

Registration is Closed
See other events
Útigönguhöfði í Þórsmörk um Réttarfell, Vesturhatt og Hvannárgil
Útigönguhöfði í Þórsmörk um Réttarfell, Vesturhatt og Hvannárgil

Time & Location

Jun 03, 2023, 7:00 AM – 7:30 PM

Hvolsvöllur, Suðurland, via road, Þórsmerkurvegur, 861 Hvolsvöllur, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 3. úní 2023 - staðfest brottför út frá veðurspá og mætingu:

Skráðir eru 16 manns: Aníta, Bára, Doddi, Fanney, Guðmundur Jón, Inga Guðrún, Jaana, Katrín Kj.,  Njóla, Magga Páls., Sigríður Lísabet, Silla, Linda, Sjöfn Kr. Öyvind og Örn. 

Nýjustu tilkynningar:

*Komnir 16 manns og 3 jeppar:

Jeppi 1: Örn, Bára, Aníta, Jaana og Sjöfn Kr.

Jeppi 2: Doddi, Njóla, Fanney, Sigríður Lísabet, Silla.

Jeppi 3: Guðmundur Jón, Katrín Kj., Inga Guðrún, Linda, Magga Páls og Öyvind

*Þjálfarar fóru könnunarleiðangur þessa leið 1. júní þar sem þessi hringleið er ekki vanalega farin eins og við vildum fara hana. Stórkostleg leið frá fyrsta skrefi til hins síðasta, vorum agndofa allan tímann, hvílík fegurð !

*Eingöngu jeppar fara í þessa ferð. Pöntum rútu ef meira en 20 manns melda sig ákveðna í þessa ferð og þá bætist rútugjald við. 

*Röðum okkur í jeppa þegar nær dregur ferð. Jepplingar komast ekki þar sem keyra þarf yfir ár inn að Álfakirkju í Þórsmörk.

*Þjálfarar ætla að fara könnunarleiðangur þessa leið þar sem Hvannárgilið er sjaldfarin viðbót við Útigönguhöfða og ef okkur líst vel á leiðina þá höldum við áætlun en til vara verður að fara upp á Morinsheiði  og fram á Heiðarhorn þegar komið er niður af Útigönguhöfða og ganga síðasta og gróðursælasta kafla Fimmvörðuhálsleiðarinnar til baka í bílana. Sú útfærsla yrði líklega um 13 km í vegalengd og hækkun um 850 m og mjög flott leið en þekkt og fjölfarin og flestir í hópnum búnir að fara hana áður. Spáum í þetta saman fram að ferð, skemmtilegast er að fara nýjar slóðir.

Verð:

Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

EF við pöntum rútu þá bætist rútugjald við, skoðum það ef fleiri en 20 manns melda sig.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 19:30.

Aksturslengd:

Tæpar 3 klst. Jeppar eingöngu NB.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið frá Össuri Grjóthálsi 5 um þjóðveg 1 með wc-stoppi á Hvolsvelli og þaðan ekið áfram þjóðveg 1 þar til beygt er inn til vinstri um Þórsmerkurleið við Seljalandsfoss og ekið þar jeppaslóða alla leið að Álfakirkju þar sem er gott bílastæði, þaðan sem við leggjum af stað gangandi. 

Hæð:

Um 805 m.

Hækkun:

Um 1 040 m miðað við  224 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 13 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið upp grónar, snarpar brekkur Réttarfells á stíg allan tímann en þó frekar hægfara leið í heilmiklu brölti þar sem styðjast þarf við keðju á einum stað. Farið niður góðar tröppur af Réttarfelli yfir á Vesturhatt greiðfæra leið á stíg og yfir á Útigönguhöfða sem er nokkuð brattur upp vestan megin en leiðin er betri en áhorfist úr fjarlægð og á góðum stíg allan tímann. 

Farið á hæsta tind Útigönguhöfða og útsýnisins notið yfir allt vestanvert Þórmerkusvæðið, yfir alla Fimmvörðuhálsleiðina frá Magna og Móða, til jökla og hálendisins í fjarska, stórkostlegt útsýni hreint út sagt. Farið niður austan megin af Útigönguhöfða frekar lausgrýtta leið efst en fljótlega á góðum stíg niður í haldgóðan mosann en austurslóðinn er mun sjaldfarnari og virðist brattari en er jafn greiðfær og vesturleiðin. Þegar niður er komið af Útigönguhöfða austan megin er farin mjög falleg leið niður um svipmikið gil sem gengur svo inn í Hvannárgilið neðar og þar erum við aftur komin á slóða sem við höldum okkur á alla leið til baka. Þræða þarf krókastíga út allt gilið á grónum stíg allan tímann, ágætlega breiður og öruggur stígur með stöku kafla í sandi eða grjóti þar sem fara þarf varlega en fært öllum sæmilega vönum göngumönnum. Við munum ekki vaða ána NB og því þarf ekki vaðskó eða álíka. Undir lok Hvannárgils er farið aftur upp á taglið á Réttarfelli og komið inn á stíginn frá því um morguninn að bílulnum. 

Stórkostlegt útsýni er af tindunum á fyrri hluta leiðarinnar yfir á alla Fimmvörðuhálsleiðina frá hálsinum og niður í Þórsmörk sem blasir við okkur og mjög gaman að sjá hana frá þessu sjónarhorni.  Síðari hlutinn gefur nýja upplifun af Þórsmörk í gróðursælt, litríkt, formfagurt, þröngt og djúpt gil sem liggur frá Morinsheiði og niður á áraurarnar sem smám saman opnast niðri við Álfakirkju.  Þá skreyta jöklarnir og fjöll Þórsmerkur leiðina sem fyrr og fá engin orð því lýst hvernig tilfinning það er að ganga um töfraland Þórsmerkur, sama hversu oft maður gengur á þessum slóðum. Þessi staður á Íslandi er einfaldlega engum líkur !

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungslanga en þó nokkuð tafsama leið í heilmiklu brölti nánast allan tímann á slóða nema kaflann frá Útigönguhöfða niður í Hvannárgil.   

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page