top of page

Sat, Aug 28

|

Uxatindar, Iceland

Uxatindar við Skaftá og Sveinstindur við Langasjó

Mjög spennandi ganga á sjaldfarna en mjög svipmikla tinda sem skreyta hálendið meðfram Skaftá og toga mann til sín þegar gengið er á Sveinstind við Langasjó eða Lakagíga þar sem þeir stíga svipmiklir og misbrattir upp úr fjallgarðinum. Ef tími gefst til þá ætlum við á Sveinstind við Langasjó líka.

Registration is Closed
See other events
Uxatindar við Skaftá og Sveinstindur við Langasjó
Uxatindar við Skaftá og Sveinstindur við Langasjó

Time & Location

Aug 28, 2021, 6:00 AM – 10:00 PM

Uxatindar, Iceland

Guests

About the Event

Staðfest brottför út frá veðurspá á laugardag. 

Þátttaka - uppfært 27. ágúst kl. 12:00

Alls  27 manns, laus 3 pláss, allir komnir með far og laus 3 pláss í jeppa frá Rvík og 3 frá Hólaskjóli: 

Skráðir eru 27 manns:  Arna H., Ágústa H., Ása, Bára, Björgólfur, Elísa, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Guðný Ester, Gulla, Gunnar Már, Jaana, Jóhanna Fríða, Katrín Kj., Kolbeinn, Kristbjörg, Linda, Njáll, Njóla, Oddný T., Olav Tombre gestur, Sigríður Lísabet, Silja, Silla, Sjöfn Kr., Þórkatla, Örn.

Forfallast: Doddi, Fanney, Guðmundur Víðir, Kolbrún Ýr, Sandra, Þorleifur, Inga Guðrún. 

Athugið að ferð fæst ekki endurgreidd hér með við afboðun nema annar komi í staðinn.

Alls 7 jeppar + 1 jepplingur:

1. Örn, Bára + kristbjörg, Gerður Jens. 

2. Gunnar Már + Ágústa H., Guðný Ester, Silja og Sigríður Lísabet - frá Rvík.

3. Jóhanna Fríða - laus 3 pláss frá Rvík. 

4. Guðmundur Jón og Katrín Kj. + Sjöfn Kr., Ólaf Tombre gestur og Njóla frá Hólaskjóli.

5. Njáll, Arna + Þórkatla og laust 1 pláss frá Hólaskjóli.

6. Björgólfur - laus 3 pláss frá Hólaskjóli. 

7. Kolbeinn, Elísa + Jaana, Linda og Bjarni frá Rvík.

8. Oddný + Ása, Gulla og Silla.

Það er fólksbílafært upp í Hólaskjól og því er spurning hvort menn keyri þangað og fái svo far með jeppa/jepplingi frá Hólaskjóli. 

Athugið að það er best að þeir sem þurfa far spyrji þá beint sem hafa boðið jeppafar, sjá listann hér ofar.

Það er vel þegið að menn láti mig vita ef þeir geta boðið far, eru komnir með far eða komnir með fullskipaðan bíl svo ég geti uppfært listann.

Ég bið alla að virða það ef menn þurfa að vera í sinni bílakúlu og geta ekki boðið öllum far, það hefur hver sínar ástæður á þessum C19 tímum.

Uxatindar rísa þrír saman með bökkum Skaftár stuttu frá Lakagígum og Sveinstindi við Langasjó og hafa togað okkur til sín árum saman... núna loksins ætlum við að kynnast þeim nánar og ganga á allavega tvo þeirra og eins langt og við komumst upp á þann hæsta í miðjunni... og helsta ganga á fjallið Gretti í leiðinni... Landslagið kringum Uxatinda er kyngimagnað þar sem vatnasvið Skaftár og fjallgarðurinn allt í kring er engu öðru líkur og því verður þetta alltaf stórkostleg ganga í töfrandi landslagi hvort sem við komumst á einn fjallstind eða engan (við komumst alltaf á lægri tvo samt). 

Þar sem gangan á Uxatinda er ekki löng þá ætlum við að freista þess að fara líka á Sveinstind við Langasjó með því að keyra á milli EF veður og tími gefst til NB. Sú ganga er um 5 km á 2,5 klst. á góðum stíg alla leið. Þeir sem vilja geta látið Uxatinda nægja og keyrt til baka svo Sveinstindur er valkvæður og við lofum engu fyrr en á hólminn er komið, þessi ferð er fyrst og fremst ganga á Uxatinda en gangan á Sveinstind er mun einfaldari og léttari en á Uxatinda og því ekki erfið ákvörðun og engin spurning ef veður leyfir þó við komum seint heim (við Örn erum alltaf til ef aðstæður eru góðar !)

Nýjustu tilkynningar:

*Ef mikill áhugi er á þessari göngu þá pöntum við rútu ef leiðangursmenn eru sammála því með tilheyrandi breyttu verði á ferðinni þá (sjá síðar umræður innan hópsins).

*Eingöngu farið í góðri veðurspá. Metum fram á fimmtudag eða föstudagsmorgun og tilkynnum þá brottför eður ei.

*Höfum föstudag og sunnudag sem varagöngudaga eftir veðri en helst laugardag (endurgreitt ef menn láta vita fyrirfram að þeir komast bara ákveðinn dag).

*Eingöngu jeppar fara í þessa ferð (ef ekki fengin rúta) og bensínkostnaður deilist á farþega: viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn).

*Skráning eingöngu með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun nema annar komi í staðinn ef uppselt var orðið í ferðina.

Verð:

Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 8.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 10.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Gallerí heilsu: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir 1. ágúst nema annar komi í staðinn.

Veðurspár:

www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norsrka veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál tilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Uxatindar - Weather forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 6:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 22:00 miðað við 4,5 klst. akstur x2 og 5 klst. + 2,5 klst. göngu.

Aksturslengd:

Um 3:15 klst. í Hólaskjól og um 45 mín að Uxatindum og um 30 mín að Sveinstindi. Til baka heim er aksturinn um 4,5 klst.  frá Sveinstindi til Rvíkur. 

Akstursleiðarlýsing:

Ekið austur þjóðveg 1 þar til beygt er inn Skaftártunguveg F208 alla leið upp í Hólaskjól og áfram norður þar til beygt er til hægri jeppaslóða merktur inn að Langasjó. Hann ekinn áleiðis að Langasjó en áður en komið er að honum er beygt til hægri inn jeppaslóða að Skælingum sem liggur að Blautulónum þar sem bílum er lagt og lagt af stað gangandi. Frá Blautulónum er ekið til baka á Langasjávarslóðann, beygt til hægri og hann ekinn að upphafsstað göngu á Sveinstind.

Hæð: Um 700 - 800 m eftir því hversu hátt við komumst á Uxatinda, Grettir er 940 m og Sveinstindur 1.090 m.

Hækkun: Um  6-700 m á Uxatindum og Gretti og 440 m á Sveinstindi - alls um 1.200 m hækkun ef bæði fjöll.

Göngulengd: Um 8 - 10  km á Uxatinda og Gretti og 5,5 km á Sveinstindi við Langasjó - alls 14-16 km ef bæði fjöll.

Göngutími: Um 5 klst á Uxatindum og Gretti og um 2,5 - 3 klst. á Sveinstindi - alls um 8 klst. ef bæði fjöll + 30 mín akstur á milli fjalla. 

Gönguleiðin: Tilraunakennd ganga á Uxatinda í möl, mosa, grjóti, grasi og á stígum að hluta líklega. Brölt í bröttum brekkum í leit á hentugri leið á tindana og alls kyns hindranir gætu spillt för eins og vatnsföll, skriður, gil, gljúfur og aðrar ófærur. Gengið á fjallið Gretti ef veður leyfir í byrjun og svo farið yfir á Uxatinda. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir tvær frekar stuttar en þó ágætlega krefjandi göngur þar sem önnur er tilraunakennd (Uxatindar og Grettir) og við vitum ekkert hvernig fer, en hin er á stíg allan tímann og vel fær öllum (Sveinstindur). 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/1uunF5you 

Share This Event

bottom of page