
Vatnaleiðin 53 km á einum degi
Fri, May 21
|Vatnaleiðin 53 km á einum degi
Ofurganga ársins 2021 verður hvítasunnuhelgina 21. - 24. maí með helgina á eftir 28.-30. maí til vara eftir veðri. Krefjandi gönguleið fyrir sterkari hluta klúbbsins Alls 53 km á 20 klst. miðað við 3 - 5 km/klst með hléum Frá Hrafnkellsstaðahlíð kl.16:00 á fös - lending við Hreðavatn kl.12:00 á laug


Dagsetning og tími
May 21, 2021, 2:00 PM – May 22, 2021, 4:00 PM
Vatnaleiðin 53 km á einum degi, Hrafnkelsstaðavegur, Iceland
Nánari upplýsingar
Eingöngu fyrir þá sem eru í mjög góðu líkamlegu formi fyrir mjög krefjandi göngu í nánast sólarhring þar sem svefni er sleppt eina nótt. Nauðsynlegt að vera mjög vel æfður líkamlega og mjög vel stemmdur andlega þar sem reyna mun á jákvæðni, samstöðu og hæfni til að gefa frá sér góðan anda til hópsins í heild þegar á móti blæs og þreytan segir til sín. Hver og einn þarf því að æfa krefjandi göngur fram að ferð, sjá nánar neðar.
Tímarammi þessarar ferðar er frá fös 21. maí til mán 24. maí og svo fös 28. maí til sun 30. maí. og koma báðar helgar til greina. Þeir sem eru skráðir í þessa ferð verða að vera tilbúnir til að fara þegar veður leyfir hvora helgina sem er og því er ferð ekki endurgreidd ef valinn er sólarhringur sem viðkomandi kemst ekki nema hann fái annan til að fara í…