
Vestari Hnappur í Öræfajökli
Fri, Apr 30
|Öræfajökull, Iceland
Jöklaferð ársins 2021 er laugardaginn 1. maí: Mjög spennandi jöklaferð á sjaldfarinn tind í Öræfajökli... eingöngu á færi þeirra sem eru í mjög góðu formi fyrir mjög langan göngudag í jöklabúnaði og línum... loksins á síðasta tindinn af þeim sjö sem varða öskjubarminn í Öræfajökli. en hinir tinda


Dagsetning og tími
Apr 30, 2021, 2:00 PM – May 02, 2021, 4:00 PM
Öræfajökull, Iceland
Nánari upplýsingar
-Eingöngu þeir sem æfa mjög vel fyrir þessa ferð geta komið með. Ef menn mæta ekki í okkar göngur þá verða þeir að hafa æft vel sjálfir og verða að mæta líka í göngur með okkur svo þjálfarar geti metið formið á þeim í apríl fyrir ferð NB. -Skráning er hafin með staðfestingargjaldi kr. 8.000 á mann sem er óendurkræft við afboðun nema annar komi í staðinn. Eingöngu klúbbmeðlimir komast í þessar ferð vegna mikils áhuga. -Fullgreiða þarf ferðina í allra síðasta lagi mánudaginn 19. apríl. -Takið frá fimmtudagskvöldið 29. apríl, föstudaginn 30 maí og sunnudaginn 2. maí sem varadaga til göngu eftir veðurspá NB ! -Allir þessir dagar gilda sem mögulegir göngudagar þegar nær dregur (fimmtudagskveldið þá til að keyra austur).
-Pantið sem allra fyrst svefnpokagistingu í Svínafelli: svinafell(hjá)svinafell.com og taka fram "Toppfarar". -Pálína í Svínafelli vill allt fyrir okkur gera... virðum sveigjanleika þeirra og liðlegheit. - annars er það tjald þeir sem vilja…