top of page

Sat, Dec 10

|

Botnssúlurnar

Vestursúla og Norðursúla í Botnssúlum

Mjög tignarleg og miðlungs erfið dagsganga á tvær af "léttustu" Botnssúlunum fimm með stórkostlegu og alpakenndu útsýni þar sem jöklabroddar og ísexi eru nauðsynlegur búnaður í frosti og snjófæri á dimmasta tíma ársins. Tilvalin ferð fyrir þá sem vilja æfa þann búnað og upplifa magnaðan fjallasal.

Registration is Closed
See other events
Vestursúla og Norðursúla í Botnssúlum
Vestursúla og Norðursúla í Botnssúlum

Time & Location

Dec 10, 2022, 8:00 AM – 6:00 PM

Botnssúlurnar, Botnssúlur, 806, Iceland

About the Event

Uppfært 9. desember 2022:

Skráðir eru 6 manns: Birgir M., Gustav, Jaana, Johan, Þórkatla og Örn þjálfari. 

Nýjustu tilkynningar:

*Örn ætlar helst að fara þó það komi fáir þar sem veðurspáin er svo góð og synd að nýta hana ekki :-) Endilega meldið ykkur og komið með :-) 

Verð:

Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is. 

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Seljalandsfoss - Long term forecast

Leiðsögn:

Örn þjálfari.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl.  17 - 18:00.

Aksturslengd:

Um 50 mín. Fólksbílafært.

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg og svo inn Hvalfjörð rétt áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum og hann ekinn þar til beygt er til hægri innst í botni Hvalfjarðar inn afleggjarann að bílastæðinu við Glym og Leggjabrjót þar sem lagt er af stað gangandi.  Fólksbílafært.

Hæð:

Um 1.089 m á Vestursúlu og 1.003 m á Norðursúlu.

Hækkun:

Um  m miðað við m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 17 - 18  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið á stíg til að byrja með fyrsta hluta Leggjabrjóts sem er gróðursælastur af þeirri gönguleið og fljótlega farið á brú yfir Hvalskarðsá sem skartar sínum fegursta vetrarbúningi þessa dagana í frostinu og hún rakin upp eftir áfram á stíg Leggjabrjótsleiðarinnar í átt til fjalla með aflíðandi stöðuga hækkun þar til komið er í snjó og frosið færi þar sem eflaust þarf að fara í jöklabroddana. Hér er farið út af Leggjabrjót en leiðin er áfram greið og aflíðandi þar sem hvergi reynir á loftshræðslu, þar til komið er fram á brúnir Vestursúlu talsvert neðan við tindinn en sýnin þaðan er stórkosleg niður til Þingvallavatns , að öllum Botnssúlunum og til jökla og fjalla á Suðurlandi en þarna skín lág vetrarsólin þar með á göngumenn. Rakið upp með svipmiklu brúnunum örugga leið alla leið á hæsta tind Vestursúlu sem er kyngimagnaður staður að vera á en þaðan má sjá allan hrygg Vestursúlu austan megin og hinar Botnssúlurnar fjórar sem eru sérlega tignarlegar frá þessu sjónarhorni, áhrifamikið útsýni með eindæmum enda líklega alpakenndasta útsýnið sem gefst á þessum landshluta en Heiðarhorn Skarðsheiðarinnar keppir þar helst við Súlurnar. Gengið niður af tindi Vestursúlu á tind Norðursúlu ávala og örugga leið þar sem nú blasir Hvalvatnið allt við og bakhlið Hvalfells en þarna er hulinsheimur sem ekki ber við augu nema ofan af Botnssúlunum. Ofan af Norðursúlu er farið góða leið til baka og fljótlega komið á Leggjabrjótsleiðina síðasta kaflann niður í Botnsdal aftur í tómri sælu með áhrifamikinn fjalladag sem verður alltaf sætur sigur á þessum dimmasta tíma ársins. 

Erfiðleikastig:

Um 2 - 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir nokkuð langa en tæknilega einfalda og greiðfæra leið á há og tignarleg fjöll með einu fegursta útsýni sem gefst á suðvesturhorni landsins. 

Búnaður:

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Höfuðljós ef tafir verða á niðurleið þar sem dagurinn er stuttur, keðjubroddar ef menn vilja en nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar eru jöklabroddar og ísexi þar sem frost er þessa dagana og búast má við harðfenni stóran hluta leiðarinnar. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  

Share This Event

bottom of page