Sun, Jan 09
|EsjanÖll2022
Vesturtindar Esjunnar þveraðir - ganga 2 af 14 #EsjanÖll2022
Göngum á vestustu tinda Esjunnar sem rísa við sjávarsíðuna yfir þjóðvegi 1; Arnarhamar, Smáþúfur, Kambshorn, Kerhólakambur, Níphóll og Laugargnípa = tindar 4-9 af 53.
Time & Location
Jan 09, 2022, 8:00 AM – 4:00 PM
EsjanÖll2022, Reykjavík, Iceland
Guests
About the Event
Uppfært 8. janúar kl. 20:
Staðfestir eru 23 manns: Bjarni, Davið, Fanney, Guðný Ester, Gréta, Gulla, Hafrún, Haukur, Hjördís, Inga Guðrún, Jaana, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Linda, Oddný T., Ólafur Vignir, Sigurbjörg, Siggi, Silla, Sjöfn kr., Steinar A.,Þórkatla, Örn.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Færum þessa göngu fram á sunnudag 9/1 vegna slæmrar veðurspár á laugardag. Á sunnudag er sól og blíða og stefnir í flottan göngudag áður en enn önnur lægð kemur á sunnudagskvöld, svo nýtum þennan flotta veðurglugga !
*Jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður í þessa ferð og allar Esjugöngur ársins á hærri tindana. Best að koma sér upp þessum búnaði sem fyrst og nota hann reglulega þannig að hann sé manni tamur og einfalt sé að grípa í hann þegar brekkurnar verða of hálar eða varasamar fyrir keðjurnar.
*Ferja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar með því að skilja helming bíla eftir við Kerhólakamb, þar sem gangan endar, og keyra að vigtarplaninu þar sem gangan hefst. Sækja þarf svo bílana í lok göngu. Best að fimm manns sameinist um tvo bíla svo enginn verði útundan. Gæta skal vel að sóttvörnum (gríma, spritt og engir sameiginlegir snertifletir) en ferjuaksturinn er mjög stuttur (ca 5 mín, 7 km frá Kerhólakambi að Vigtarplani).
*Önnur Esjugangan á árinu af 14. Tindar 4-9 af 53. Tveir dalir og tvær ár.
Verð:
Kr. 4.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 8.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef afboðun berst innan tveggja daga frá brottför og færri en 15 manns voru skráðir í ferðina (undir lágmarksþátttöku).
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Leiðsögn:
Örn.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 16:00 miðað við 30 mín akstur og 6+ klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 30 mín með ferjun bíla milli upphafs- og endastaðar.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið frá borginni um Vesturlandsveg að vigtarplani við suðurop Hvalfjarðarganga en þar við er afleggjari upp á heiðina þar sem við skiljum bílana eftir, en í leiðinni skutlum við helming bíla að malarstæðinu neðan við Kerhólakamb með því að beygja afleggjara til hægri merktur "Kerhólakambur".
Hæð:
Um 878 m.
Hækkun:
Um 1.000 m miðað við 51 m upphafshæð.
Göngulengd:
Um 12 km.
Göngutími:
Um 6 klst.
Gönguleiðin:
Gengið frá vigtarplaninu upp þéttar, grýttar og mosavaxnar brekkur um vesturás Esjunnar fram á Arnarhamar og áfram góða leið upp á Smáþúfurnar sem eru formfagrir tveir tindar á miðjum múlanum. Þaðan haldið áfram upp með smá brölti í greiðfæru klettabelti á Kambshornið sem rís vestast með kyngimögnuðu útsýni til sjávar og loks farið þéttar brekkurnar upp á Kerhólakamb að vörðunni sem er í 878 og er hæsti punktur dagsins.
Eftir nesti og notalegheit er haldið niður af Kerhólakambi en í stað þess að fara hefðbundna leið niður er þrætt með brúnum Laugargnípu sem eru hreint út sagt kyngimagnaðar fjallsbrúnir með fuglinn fljúgandi um allt og er þetta heillandi hulinsheimur í Esjunni. Þarna þarf að fara varlega á brúnunum en um leið taka sér tíma til að njóta.
Frá Laugargnípu er farið yfir á Níphól sem er sérstakur strítulaga hóll í miðjum hlíðum og þaðan er haldið niður þéttar, grýttar brekkurnar alla leið niður í Gljúfurdal þar sem klöngrast þarf þó nokkuð á bröttum stíg og stikla tvisvar yfir Gljúfurána, nema Örn velji klettabeltið vestar sem við fórum upp í fyrra á þriðjudagsæfingu en þaðan þarf ekki að vaða ána.
Sex tindar, tveir dalir og tvær ár koma við sögu í þessari fyrstu tindferð af sex um Esjuna á árinu !
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu með þó nokkuð mikilli hækkun þó á greiðfærri leið að mestu með svolitlu klöngri á stöku köflum.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: