
Vesturtindar Esjunnar þveraðir - ganga 2 af 14 #EsjanÖll2022
Sun, Jan 09
|EsjanÖll2022
Göngum á vestustu tinda Esjunnar sem rísa við sjávarsíðuna yfir þjóðvegi 1; Arnarhamar, Smáþúfur, Kambshorn, Kerhólakambur, Níphóll og Laugargnípa = tindar 4-9 af 53.


Dagsetning og tími
Jan 09, 2022, 8:00 AM – 4:00 PM
EsjanÖll2022, Reykjavík, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 8. janúar kl. 20:
Staðfestir eru 23 manns: Bjarni, Davið, Fanney, Guðný Ester, Gréta, Gulla, Hafrún, Haukur, Hjördís, Inga Guðrún, Jaana, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Linda, Oddný T., Ólafur Vignir, Sigurbjörg, Siggi, Silla, Sjöfn kr., Steinar A.,Þórkatla, Örn.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Færum þessa göngu fram á sunnudag 9/1 vegna slæmrar veðurspár á laugardag. Á sunnudag er sól og blíða og stefnir í flottan göngudag áður en enn önnur lægð kemur á sunnudagskvöld, svo nýtum þennan flotta veðurglugga !
*Jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður í þessa ferð og allar Esjugöngur ársins á hærri tindana. Best að koma sér upp þessum búnaði sem fyrst og nota hann reglulega þannig að hann sé manni tamur og einfalt sé að grípa í hann þegar brekkurnar verða of hálar eða varasamar fyrir keðjurnar.