Vetrarfjallamennskunámskeið
Tue, Mar 22
|Vetrarfjallamennskunámskeið
Jöklabroddar, ísexi og ganga í línu á jökli. Grunnnámskeið úr smiðju Jóns Heiðars Andréssonar fjallaleiðsögumanns IFMGA/UIAGM sem hefur haldið nokkur frábær námskeið fyrir Toppfara í gegnum árin og farið með okkur í margar kyngimagnaðar jöklaferðir.
Time & Location
Mar 22, 2022, 5:00 PM – 9:30 PM
Vetrarfjallamennskunámskeið, Bláfjöll
Guests
About the Event
Uppfært 21. mars 2022 kl. 23:00:
Staðfestir eru 31 manns: Arna, Bjarni, Bolli gestur, Bryndís, Davíð, Elís, Fanney, Gulla, Hannes, Haukur, Hjördís, Hlökk, Jaana, Jóhanna D., Kolbeinn, Kristín Leifs., Njáll, Njóla, Oddný T., Ragnheiður, Sigríður Arna, Sigríður Lísabet, Sigurbjörg, Sigurjón, Silja, Sjöfn Kr., Steinar R., Svandís Sturlu, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórkatla.
Uppselt.
Afboðað og fær endurgreitt þegar annar kemur í staðinn - í : Ása, Svandís T., Silla, Helgi Máni.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Þjálfarar verða erlendis þegar þetta námskeið er haldið en í netsambandi fram að brottför.
*Athugið að námskeið er ekki endurgreitt við afboðun nema annar komi í staðinn.
Verð:
Kr. 3.500 á mann.
Eingöngu fyrir klúbbmeðlimi.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Námskeiðstilhögun:
*Grunnatriði í notkun jöklabrodda og ísexi á fjöllum.
*Jöklabroddatækni í öllu landslagi, bröttu og brattara.
*Notkun ísaxar og hvernig hún hjálpar sem best.
*Ísaxarbremsa.
*Verklegar æfingar í ofangreindu.
*Farið í lokin yfir göngu í línum á jökli og viðbrögð þegar einhver fellur ofan í sprungu.
(Ath að sprungubjörgun þarfnast sérstaks námskeiðs og verður kennt síðar NB með verklegum æfingum).
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Bláfjöll - Weather forecast
Leiðsögn:
Jón Heiðar Andrésson IFMGA/UIAGM hjá www.asgardbeyond.is og annar leiðbeinandi ef fjöldi er nægur.
Brottför:
Kl. 17:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 21:30 miðað við 20 mín akstur, 3,5 klst. kennslu og græjun við bíla fyrir og eftir námskeið.
Aksturslengd:
Um 20 mín.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg úr borginni og beygt til hægri inn að Bláfjöllum og Bláfjallavegur ekinn upp eftir að neðra bílastæðinu í Bláfjöllum (ekki Suðurgil).
Búnaður:
Nauðsynlegt að vera vel búin fyrir kyrrstöðu við kennslu og svo verklegar æfingar á broddum og í ísaxarbremsu (ull og góður hlífðarfatnaður og orkumikið nesti). Æskilegast að vera í sama fatnaði og í fjallgöngunum svo maður finni hvernig hann virkar í jöklabúnaði og við að athafna sig í t. d. ísaxarbremsu rennandi niður brekku. Takið með ykkar eigin jöklabrodda og ísexi en þeir sem ekki eiga geta fengið lánað hjá Jóni Heiðari (takmarkað magn NB). Við mælum sérstaklega með því að koma sér upp þessum búnaði til að þekkja hann vel svo hann verði manni tamur og maður geti alltaf gengið að því vísu að hann sé í lagi.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: