top of page

Sun, Dec 31

|

Úlfarsfell

Vinafjöllin okkar 2023

Göngum einu sinni í viku eða oftar á eitthvurt af eftirfarandi tólf fjöllum sem eru #vinafjöllinokkar á árinu 2023 og náum 52 ferðum - ein ganga á fjall mánaðarins í hverjum mánuði en annars velur hver og einn hvaða fjall af þessum tólf hann gengur á yfir árið.

Registration is Closed
See other events
Vinafjöllin okkar 2023
Vinafjöllin okkar 2023

Time & Location

Dec 31, 2023, 11:00 AM – 1:00 PM

Úlfarsfell

Guests

About the Event

Hefst sun 1. jan og lýkur sun 31. des 2023.

Þátttökureglur:

1. Ganga skal lágmark 52 ferðir á árinu 2023 á eitt af eftirfarandi tólf fjöllum #vinafjöllinokkarx52 #vinafjalliðmittx52 þar sem hvert fjall á sinn mánuð og þá þurfa allir að fara einu sinni á það en geta annars gengið á hin ellefu eins og hentar. 

2. Fjallalistinn er eftirfarandi: 

Janúar: Mosfell.

Febrúar: Helgafell í Hafnarfirði.

Mars: Ásfjall í Hafnarfirði.

Apríl: Akrafjall á Akranesi.

Maí: Hafrahlíð við Hafravatn.

Júní: Þorbjörn á Reykjanesi.

Júlí: Móskarðahnúkar.

Ágúst: Vífilsfell.

September: Esjan.

Október: Helgafell í Mosó.

Nóvember: Búrfellsgjá.

Desember: Úlfarsfell.

2. Hver og einn gengur á eitthvurt af þessum tólf fjöllum allt árið, alls 52 ferðir eða oftar eftir smekk, en í hverjum mánuði þurfa allir að ganga einu sinni á fjallið sem á þann mánuðinn, t. d. Mosfell í janúar, Helgafell í Hf í febrúar. 

2. Fara má ólíkar leiðir á fjallið en ganga þarf á hæsta tind EÐA einhvern skilgreindan tind á fjallinu sem er ekki hæstur (t. d. Hákinn á Úlfarsfelli, Háihnúkur á Akrafjalli, Steinninn á Esjunni eða álíka).

3. Hver og ein ganga telst sem ein ferð þó farið sé á fleiri en einn tind í fjallinu NEMA farið sé niður að fjallsrótum á milli, þá má telja fleiri en eina ferð í hverri göngu (t. d. þegar menn fara upp Úlfarsfellið frá Leirtjörn og niður Skarhólamýrina og svo aftur til baka upp og á einhvern tindanna og niður aftur eða menn fara tvær ferðir upp og niður frá fjallsrótum upp á skilgreindan tind á fjallinu). 

5. Það er nóg að melda inn fjallalistann sinn í lok árs þar sem allar 52 ferðirnar koma fram með dagsetningu, en gaman væri ef sem flestir melduðu reglulega inn hvernig gengur, fjöldann o. s.f rv. því það gefur okkur öllum orku og innblástur og hvetur alla áfram, bara gaman. Lokafjallalistinn má vera handskrifaður (best að taka ljósmynd af honum og melda inn) eða afrit af excel-skjali eða einhvers lags skjáskot en að lágmarki þarf að koma fram dagsetning hverrar ferðar og nafn á fjalli og skemmtilegast ef menn hafa ýmsa tölfræði með eins og kílómetrafjölda, tímalengd, hækkunarmetra o.s.frv. en það er ekki skilyrði. Endilega myllumerkið alltaf meldingarnar til að þær séu á sama stað á veraldarvefnum með #vinafjöllinokkarx52 og #vinafjalliðmittx52 

6. Eingöngu virkir klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt í þessari áskorun.

7. Þjálfari tekur saman þátttökuna með fjallalista hvers og eins, einni ljósmynd frá hverjum og einum og setur í ferðasögu í lok ársins og dregur sigurvegara úr öllum gildum þátttakendum. Verðlaun eru árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.

P.s... Ljósmynd þessa viðburðar er tekin í einni af fjölmörgum vinafjallsferðum þjálfara á Úlfarsfell árið 2021... hún fangar vel dýrðina sem maður upplifir allt í einu... bara við það að láta sig hafa það og fara á vinafjallið... þó maður hafi ekki alveg verið að nenna því stundum... af því maður er að telja og vill ná 52 ferðum á árinu... og uppgötvar skyndilega að hver einasta ferð er gjöf... og stundum heil veisla... einn í heiminum að heimsækja vin sinn... vinafjallið sem manni þykir svo vænt um... 

Verum öll með... þetta er besta leiðin til að viðhalda fjallgönguforminu sínu... vera einn með sjálfum sér... hugleiða... vera þakklátur... koma ferskari, sterkari og einhvern veginn betri aftur heim... 

Share This Event

bottom of page