
Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli
Sat, Apr 24
|Tindfjallajökull, Iceland
Mjög tignarleg jöklaganga á færi allra sem eru í góðu formi fyrir krefjandi dagleið við vetraraðstæður. Fínasta æfing í göngu á jökli með jöklabrodda og ísexi og góður undirbúningur fyrir Vestari Hnapp í Öræfajökli. Til vara er fim sumardagurinn fyrsti 22/4 og fös 23/4 eftir veðri.


Dagsetning og tími
Apr 24, 2021, 6:00 AM – 9:00 PM
Tindfjallajökull, Iceland
Nánari upplýsingar
Fyrri jöklaganga ársins er laugardaginn 24. apríl ef bílfæri leyfir með fim 22.4 og fös 23.4 til vara eftir veðri NB:
Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli.
Mjög tignarleg jöklaganga á færi allra sem eru í góðu formi fyrir krefjandi dagleið við vetraraðstæður Fínasta æfing í göngu á jökli með jöklabrodda og ísexi og góður undirbúningur fyrir Vestari Hnapp í Öræfajökli.
Veðurspár:
www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. NB Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.
Sjá norska veðurspáveginn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Tindfjallaj%C3%B6kull/