top of page

Sat, Apr 24

|

Tindfjallajökull, Iceland

Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli

Mjög tignarleg jöklaganga á færi allra sem eru í góðu formi fyrir krefjandi dagleið við vetraraðstæður. Fínasta æfing í göngu á jökli með jöklabrodda og ísexi og góður undirbúningur fyrir Vestari Hnapp í Öræfajökli. Til vara er fim sumardagurinn fyrsti 22/4 og fös 23/4 eftir veðri.

Registration is Closed
See other events
Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli
Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli

Time & Location

Apr 24, 2021, 6:00 AM – 9:00 PM

Tindfjallajökull, Iceland

About the Event

Fyrri jöklaganga ársins er laugardaginn 24. apríl ef bílfæri leyfir með fim 22.4 og fös 23.4 til vara eftir veðri NB:

Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli. 

Mjög tignarleg jöklaganga á færi allra sem eru í góðu formi fyrir krefjandi dagleið við vetraraðstæður Fínasta æfing í göngu á jökli með jöklabrodda og ísexi og góður undirbúningur fyrir Vestari Hnapp í Öræfajökli.

Veðurspár:

www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. NB Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspáveginn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Tindfjallaj%C3%B6kull/

Verð:

Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu tvo mánuði og ef bæði hjón/par mæta. Kr. 8.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki. Kr. 10.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. kt. 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn er í síma 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is og baraket(hjá)simnet.is.

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:Kl. 6:00 frá Össur Grjóthálsi 5 þar sem sameinast er í bíla og ekið í samfloti.

Allir farþegar taka þátt í bensínkostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig - bílstjóri greiðir ekki bensínkostnað þar sem hann skaffar bíl, nema eingöngu tveir séu í bílnum, þá deila þeir kostnaðinum.

Heimkoma:

Um kl. 20 - 21:00 en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og gönguhópi.

Aksturslengd:

Um 2,5 klst. þar sem jeppaslóðinn upp heiðina er seinfarinn.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg að Hvolsvelli, inn Fljótshlíð að bænum Fljótsdal og eins langt upp Fljótsdalsheiði og hægt er.Hæð:Um 1.464 m á Ýmir og 1.448 m á Ýmu.

Hækkun:

Um 1.000 m.

Göngulengd:

Um 20 - 22  km en gæti styst ef við komumst lengra upp eftir en að neðsta skála og fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og gönguhópi. Í öllum þremur göngum okkar á Ými þá höfum við alltaf endað í 20+ km langri ferð á 9 - 10 klst. NB.

Göngutími:

Um 9 - 10 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.Leiðin:Upp lendurnar á langri leið meðfram skálunum öllum og svo meðfram Haka og upp Búraskarð og þar með á jökli að Ými sem er brattur tindur í snjó - og helst yfir á Ýmu líka ef veður og aðstæður leyfa (sem er ekki sjálfgefið NB) en hún er brattari þó lægri sé.

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða eingöngu fær þeim sem eru í góðu gönguformi fyrir krefjandi og langa jöklagöngu við vetraraðstæður.

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og nóg að drekka og orkuríkt að borða fyrir langan dag.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Share This Event

bottom of page