Helgufoss og Grímmannsfell með Sigga
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 6 days ago
- 1 min read
Æfing nr. 856 þriðjudaginn 24. júní 2025
Siggi bauð upp á klúbbgöngu á Grímmannsfellið frá Gljúfrasteini síðasta þriðjudaginn í júní þegar þjálfarar og fleiri Toppfarar voru á leið á Strútsstíg... sem var frestað vegna veðurs...

Sjá hér skýrsluna frá Sigga af Toppfara fésbókinni.
"Toppfara ganga að bestu gerð. Fórum fimm fræknu frá Gljúfrasteini að Helgufossi, þaðan lá leið upp á topp Grímannsfells. Ægifagurt og góður félagsskapur. Endaði í tæpum 11 km og 405 m / hækkun. Takk fyrir að mæta."

Mættir voru alls 5 manns auk Sigga eða þau Björg, Linda, Ragnheiður og Þorleifur.
Kærar þakkir Siggi fyrir þessa snilld ! :-)
Комментарии