top of page

Konungshetta bættist í safnið en Stóra Jarlhetta stal senunni í þröngum veðurglugganum...

Tindferð 228 laugardaginn 18. september 2021.


September 2021 var mjög rysjóttur í veðri og blautur... Illasúla og Hattfell var á dagskrá í byrjun mánaðarins og var frestað til 11. sept og svo aftur 18. sept á helgina sem Jarlhetturnar áttu að vera og þar ákváðu þjálfarar að láta skárri veðurspá ráða... en þegar að laugardeginum 18. september kom var ljóst að veðurglugginn yrði ansi þröngur... og líkur á að ná smá sól og þurru veðri við Langjökul mun betri en við Tindfjallajökul... enda var ennþá óvissa með veginn á Emstruleið áleiðis að Illusúlu... svo þetta var engin spurning... við stefnum á Jarlhetturnar þennan laugardag 18. sept... og færðum meira að segja brottför til klukkan sex um morguninn til að ná að nýta sem best þurra veðrið sem yrði fram að hádegi... en samkvæmt spánni myndi byrja að rigna þá og bæta fljótt í með rennblautu veðri er liði á daginn... og það rættist nánast upp á mínútu...


Einn af kostunum við að leggja snemma í hann að morgni til í tindferðirnar eru birtan og dagrenningin sem við fáum í akstrinum... og hefur oft gefið okkur ólýsanlega töfra... eins og þennan morgun... hvítt í fjöllum... Kálfstindum hér en Botnssúlurnar og Esjan voru einnig hvít efst... það var nett sjokkerandi að sjá...


Þegar keyrt var upp með Laugarvatni skreytti sólarupprásin himininn ólýsanlega...


Brátt komu Jarlhetturnar í ljós... þær voru einnig hvítar efst í tindunum sínum... og við fengum smá ugg í brjóstið... við vorum ekki með keðjubroddana meðferðis... en við hristum þann ugg strax af okkur... hvaða vitleysa, þetta er ekta fyrsti snjór... mjúkur og laus og leysist strax upp í sólinni... eins og svo oft í september og október... og það reyndist líka rétt...


Tindar okkar þennan dag sá hæsti vinstra megin, Stóra Jarlhetta... og svo þessi lági á milli hennar og Krúnuhettu... sem við skírðum Konungshettu... það var ótrúlega sætt að ná henni eftir allt saman... og auðvitað þeim báðum því lang flestir þennan dag voru að ganga á Stóru Jarlhettu í fyrsta sinn í lífinu...


Sjá Innstu Jarlhettu hægra megin enn hvítari en hinar... hún var gengin árið 2012... og verður aftur gengin 2022 og þá bætum við tveimur Jarlhettum sem eru við hana og eiga enn eftir að komast í safnið... og eiga eftir að fá nöfn... því þær eru allar nafnlausar nema Stóra Jarlhetta, Innsta Jarlhetta og Staka Jarlhetta... okkar nafngiftir hafa svo verið Rauðhetta, Kambhetta, Strútshetta, Kirkjuhetta, Krúnuhetta, Konungshetta og svo Vatnahettur (sem er ekki nógu gott nafn !) og svo Jarlhettutögl sem passar vel við lága fjallshrygginn sem liggur milli Rauðhettu og Kambshettu...


Fyrri ferðir Toppfara á Jarlhetturnar eru orðnar alls sex talsins:


Fyrri Jarlhettuferðir:

2011: Staka Jarlhetta, Stóra Jarlhetta og Syðri Jarlhettur: Konunglegar Jarlhettur (toppfarar.is)

2012: Nyrðri Jarlhettur, Rauðhetta og Innsta Jarlhetta: Tindferð 82 - Nyrsta (toppfarar.is)

2014: Jarlhettutögl, Lambhúshetta, Strútshetta og Krúnuhetta: Í konfektkassa um Jarlhettur þar (toppfarar.is)

2017: Staka Jarlhetta, Vatnahettur og smá könnun á Kambhettu: Tindferð 14 Jarlhettur - Staka J (toppfarar.is)

2019: Rauðhetta, Jarlhettutögl og Kambhetta: Tindferð 178 Jarlhettur (toppfarar.is)

Þegar Hagafellsafleggjarinn var ekinn inn eftir lagðist morgunþokan yfir Innstu Jarlhettu... sem var skýlaus að mestu þennan dag samt... en komin með skýin á sig þegar leið á daginn á meðan okkar tindar voru enn skýlausir... mjög dulúðugt og sérkennilegt landslag hér... og engu öðru líkt á Íslandi... enda getum við ekki hætt að ganga hér og skrásetja hvern einasta tind...


Það var meira en nóg af jeppum þennan dag... og sá minnsti skilinn eftir í bænum... þarna kannast maður við hópinn sinn ! Nóg af jeppafari sko :-)


Við lögðum af stað í blíðskaparveðri en þó nokkuð svölu... kl. 8: 20... svo glöð og þakklát yfir því að vera hér á þessum stað... í miklu betra veðri en við áttum von á...


Leiðin upp að Jarlhettunum en grýtt og löng... en hún lumar á hvílíkum perlum... ef maður bara nær að grípa þær...


Mun meira vatn á svæðinu en áður... yfirleitt allt skraufþurrt hér og engir fuglar... nú var vatn í sprænum og pollum... og krunkandi hrafn fylgdi okkur upp Stóru Jarlhettu... miklu líflegra en í fyrri ferðum :-)


Stóra Jarlhetta (2011) vinstra megin... Konungshetta (2021) svo þessi tindótta efst... Krúnuhetta (2014) hægra megin við hana... og loks Staka Jarlhetta (2011) lengst til hægri...


Við ætluðum á þessa hér... Stóru Jarlhettu... Konungshetta stingandi sér upp hægra megin með Krúnuhettu...


Sólin skein á köflum... og þá varð fljótt heitt og við fækkuðum fötum...


Magnaðar þessar Jarlhettur... það er nefnilega eitthvað konunglegt við þær... tignarleikinn... formfegurðin... eins og byggingarstíll fyrri tíma þar sem ekkert var til sparað... svolítið meiri metnaður en nú til dags þegar allt er þægilegra og auðveldara en mitt í þeirri auðlegð byggjum við aldrei eins metnaðarlausara og skrautminna, flata kassa í sama lit og formi í heilum röðum og bunkum...


Syðri Jarlhettur hér hægra megin raðandi sér til suðurs... við gengum á þá hæstu þeirra eftir að hafa farið á Innstu Jarlhettu og Stóru Jarlhettu í fyrstu Jarlhettuferðinni okkar árið 2011 svo það var kominn tími til að rifja upp landslagið og útsýnið ofan af Stóru Jarlhettu...


Syðri Jarlhettur eru alls 5 talsins og sumar þeirra marghnúka... þær verða á dagskrá eitt árið... og svo eigum við líka alltaf eftir fjöllin handan við Hagavatnsafleggjarann sem eru mjög spennandi en þau eru á vinnulistanum...

Sandvatnið í baksýn hér... við rifjuðum upp þann óhugnanlega atburð þar um árið þar sem veiðimaður festist í sandbleytu og það tók marga klukkutíma að losa hann við illan leik... sá atburður kenndi manni hversu hættulegar sandbleytur geta verið í saklausu landslagi...


„Hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni“ - Vísir (visir.is)


Við gengum mjög rösklega upp að Stóru Jarlhettu... það var eins og við vissum að þetta yrði tæpt með veðrið... og það reyndi vel á það þegar á leið...


Örn var með gps-slóðina okkar frá því árið 2011 en valdi að fara norðar upp þar sem skriðurnar eru betri... það eru komnir slóðar í skriðurnar þarna upp og við lentum fljótlega í þeim...


Í minningunni frá árinu 2011 var uppgangan á Stóru Jarlhettu erfið og seinfarin... þetta var mun betra en við áttum von á en tekur samt í og er seinfarið...


Við vorum reyndar með færið með okkur... mikill bleyta í sandinum og hann því með traustara móti... í miklum þurrkum sem oft eru hér þá er allt skraufþurrt ofan á móberginu og reynir veruleg á fótun...


Sterkur hópur á ferð og allir í takt fyrir utan smá orkuleysi á Völlu sem er þaulvanur fjallamaður og ein af okkar hugrökkustu konum í bratta þar sem reynir á lofthræðslu... en hún fékk sér smá orku og leið betur þegar upp var komið...


Hinar Jarlhetturnar fóru að koma í ljós... hvílík dýrðarinnar fegurð !


Krúnuhetta vinstra megin næst, Strútshetta, Innsta Jarlhetta hæst ennþá hvít efst, Lambhúshetta, Rauðhetta, Kambhetta og svo Vatnahettur... búin með allar þarna nema Kirkjuhettu sem er í hvarfi af Strútshettu og svo allar hetturnar nær jöklinum sem eru að koma í ljós betur og betur með hverju árinu...


Fínasta leið og greiðfærari en árið 2011 sem var sunnar og nær klettunum...


Best að vera í skriðunum sem gefa gott hald og halda sig fjær móberginu ef mögulegt er...


Staka Jarlhetta svo falleg þarna ein úti á hafi... útsýnið af henni til hinna Jarlhettnanna er óborganlegt og hefur oft verið notað í auglýsingum...


Hér er Konungshetta komin í ljós næst okkur, Krúnuhetta bak við hana og svo Innsta Jarlhetta fjærst sstór og umfangsmikil, Rauðhetta farin að minnka skörp hægra megin mun lægri en sú Innsta og svo taka Jarlhettutöglin við og Kambhetta sem er svolítið í hvarfi af Vatnahettunum hægra megin...


Síðasti kaflinn upp á brún...


Kletturinn svipmikli norðan megin að rísa hér á brúninni...


Hrafnarnir heilsuðu upp á okkur og skoðuðu þennan hóp heilmikið... Bára þjálfari krunkaði við þá og þeir svöruðu ólmir til baka...


Komin upp á brún Stóru Jarlhettu... hér blasir Langjökullinn skyndilega við og maður sér ansi vítt...


Eystri Hagafellsjökull í Langjökli... Geitlandsjökull vinstra megin...


Hagavatnið vinstra megin... Þórisjökull og Geitlandsjökull fjærst...

Sja nær fjöllin sem við eigum eftir... og spennandi landslagið þarna niðri...


Þessir tindar verða á dagskrá árið 2025... hvað skyldu þessar Jarlhettur eiga að heita ? Hagavatnshetta... Jökulhetta... Langhetta...


Sjá hopandi Eystri Hagafellsjökulinn frá því fyrir nákvæmlega 10 árum síðan úr fyrri ferð:Mynd úr fyrri ferð á Stóru Jarlhettu þann 10. september 2011... Konunglegar Jarlhettur (toppfarar.is) - fleiri myndir þar.


Hér sést þetta betur... sama sjónarhornið... sandur í stað jökulsins árið 2011...


Hæsti tindur framundan og hópurinn kominn þangað...


Hvílíkt útsýni !


Smá klöngur yfir á tindinn...


Berggangar skreyta Stóru Jarlhettu um allt efst... og hópurinn lék sér á efsta tindi...


Hér í 957 m hæð....


Geggjað gaman að leika sér á fjöllum !


Linsan tekin fjær...


Skjólgott var undir bergveggnum og þar fengum við okkur nesti...


Litið til baka. til norðurs... sjá hvernig tindarnir eru að koma undan jöklinum vinstra megin... og allar Jarlhetturnar hægra megin...


Það verður einstakt að ganga á þessa tinda þarna niðri eftir fjögur ár og horfa upp á þessa Jarlhettu... og sjá svo til hinna frá enn öðru sjónarhorni en áður...


Riddarapeysumyndin ! Svala og Jóhanna Diðriks því miður að laga sig í grjótinu... ekki gott að vera á hnjánum í þessu landslagi... en á hinum myndunum lyftu menn höndum og skyggðu á andlit hinna svo ég gat ekki notað aðra mynd en þetta því miður...


Þessi er náttúrulega skemmtilegust ! En Guðný Ester og Oddný hverfa á bak við hendur hinna...


Og hér með öllum... en nánast allir komu í prjónapeysum fyrir fyrstu riddarapeysumyndina á Jarlhettunum...


Efri: Örn, Kolbeinn, Elísa, Hjördís, Ágústa H., Sjöfn Kr., Linda, Jaana, Guðný Ester, Jón St., Sigrún Bjarna, Sigurbjörg, Oddný T., Haukur.


Neðri: Svala, Jóhanna D., Siggi, Vilhjálmur, Sigrún E., Gerður Jens., Batman, Gulla, Valla, Þorleifur, Gunnar Már, Bjarni og Bára tók mynd.


Hjördís og Sigurbjörg voru í sinni fyrstu tindferð með hópnum en þær eru tvær af nokkrum nýliðum haustsins sem hafa mætt vel...


Fjærlinsað með samhengi landslagsins... hvílíkur staður !


Oddný að vígja riddarapeysuna sína í þessari ferð... og hún var alveg í stíl við litina í Jarlhettunum... þessi brúni, grái og svo fjólublái...


Jebb... brattinn í nestispásunni var ekkert grín... stöðugt grjóthrun á Vilhjálm og Jóhönnu D sem settust aðeins neðan við hópinn... glæsilegur nestisstaður með meiru...