Æfing nr. 871 þriðjudaginn 21. október 2025 Heiðskírt veður og smá vindur var þriðjudaginn eftir stórkostlegu gönguna á Herbjarnarfell og Laufdalseggjar helgina á undan... sama lygilega veðrið... nema nú var smá vindur ofar en spáð var miklum vindi sem ekki kom... Gengið var á Bæjarfell og Þverfell í frosinni jörð í sólsetri og ljósaskiptum í dásamlegri birtu sem skreytti allt kvöldið og gaf orku og heilun eins og best verður á kosið... Alveg dásamlegt kvöld í alla staði... a