Bæjarfell og Þverfell kringum Borgarvatn
- Bára Agnes Ketilsdóttir 
- 17 minutes ago
- 1 min read
Æfing nr. 871 þriðjudaginn 21. október 2025

Heiðskírt veður og smá vindur var þriðjudaginn eftir stórkostlegu gönguna á Herbjarnarfell og Laufdalseggjar helgina á undan... sama lygilega veðrið... nema nú var smá vindur ofar en spáð var miklum vindi sem ekki kom...
Gengið var á Bæjarfell og Þverfell í frosinni jörð í sólsetri og ljósaskiptum í dásamlegri birtu sem skreytti allt kvöldið og gaf orku og heilun eins og best verður á kosið...
Alveg dásamlegt kvöld í alla staði... alls 6,0 km á 1:52 klst. upp í 300 m á Bæjarfelli og 322 m á Þverfelli með alls 294 m hækkun úr 74 m upphafshæð...
Ljósmyndir og nafnlistin undir hópmyndinni hér neðar:






Mættir alls 17 manns:
Hjörtur, Birgir, Siggi, Helgi, Sighvatur, Brynjar, Þorleifur, Kolbeinn, Örn, Linda, Björg, Halldóra Kr., Sjöfn Kr., Silla, Oddný T., Ása og Bára tók mynd og Myrra, Batman og Kolka sjást þarna með á myndinni í gleðinni með hvítt Skálafellið og Grímmannsfellið í baksýn...







Dásamlegt kvöld í töfrabirtu sem vetrarkvöldin gefa og eru þess virði að reima á sig skóna fyrir þó það sé kalt, vindur eða hvað eina !








Comments