Tindferð nr. 332 laugardaginn 17. maí 2025 Eftir stórkostlega göngu á Hornfellsnípu og Drangshlíðarfjall í maí í fyrra ( Hornfellsnípa og Drangshlíðarfjall um Fimmvörðuhálsleið meðfram Skógá ) ákváðum við að safna skipulega fjöllunum undir Eyjafjallajökli næstu árin og lá beinast við að ganga á fjöllin sem blöstu við ofan af Drangshlíðarfjalli og öskruðu bókstaflega á okkur að koma og heimsækja sig... Það varð úr helgina 17. maí þegar fádæma blíða ríkti á landinu öllu í sam