Æfing nr. 875 þriðjudaginn 25. nóvember 2025 Okkar árlega aðventuganga var auðvitað haldin á Háahnúk í Akrafjalli í lok nóvember og auðvitað mættu Siggi og Kolbeinn í jólaskyrtum með jólaljós og jólahúfur eins og sönnum liðsmönnum sæmir... og með jólanesti ! Myrkur og auð jörð til að byrja með en ofar var smá snjóföl og mjög fallegt veður... algert lofn á toppnum og svellhálka. Uppi á Háahnúk er oft gjóla en nú var bláalogn og við fengum okkur jólanesti þar en oft höfum við þ