top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Norðurljósaveisla á Háahnúk í Akrafjalli á aðventugöngu

Æfing nr. 875 þriðjudaginn 25. nóvember 2025


ree

Okkar árlega aðventuganga var auðvitað haldin á Háahnúk í Akrafjalli í lok nóvember og auðvitað mættu Siggi og Kolbeinn í jólaskyrtum með jólaljós og jólahúfur eins og sönnum liðsmönnum sæmir... og með jólanesti !


ree

Myrkur og auð jörð til að byrja með en ofar var smá snjóföl og mjög fallegt veður... algert lofn á toppnum og svellhálka. Uppi á Háahnúk er oft gjóla en nú var bláalogn og við fengum okkur jólanesti þar en oft höfum við þurft að flýja veðrið neðar. Brátt sáum við norðurljós á himni, langa og breiða græna rönd en þegar við fórum svo niður af Háahnúk bættist bleiki liturinn við svo jólalegra var það ekki. Ótrúlegt sjónarspil !


Æfing upp á alls 5,1 km á 2:39 klst. upp í 567 m hæð með alls 497 m hækkun úr 45 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr þessari magnaðri göngu með nafnalista undir hópmyndinni hér neðar:


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Mættir voru alls 12 manns: Siggi, Þorleifur, Silla, Helgi, Kolbeinn, Linda, Björg, Borgir, Hjörtur, Örn og Oddný T. en Bára tók mynd og Batman og Kolka voru með í jólastemningunni...


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Magnað kvöld ! Enn ein útgáfan af fjallgöngu kringum byrjun aðventu á þessum flotta fjallstindi Akrafjalls sem okkur þykir mjög vænt um enda komist hér upp í öll sextán skiptin í myrkri um hávetur í alls kyns veðrum og færð ! Með ólíkindum !


Takk fyrir stemninguna, jólanestið, samstöðuna og hlýleikann sem alltaf einkennir þennan hóp :-)

Comments


bottom of page