top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Kothraunskúla, Smáhraunakúla, Gráakúla, Rauðakúla og Seljafell um Berserkjahraun

Tindferð nr. 346 laugardaginn 22. nóvember 2025


ree

Tæplega sjö árum eftir að við gengum á þessi tvö fjöll... Vatnafell við Baulárvallavatn... og Horn við Hraunsfjarðarvatn og Selvallavatn á norðanverðu Snæfellsnesi við Vatnaleið... gengum við loksins á kúlurnar allar... gígana fjóra... sem stingast þarna upp úr Berserkjahrauni við Bjarnarhöfn... og kom leiðin mjög á óvart...


ree

Bjarnarhafnarfjallið svo fagurt... séð keyrandi niður Vatnaleið... Kothraunskúla rauð fyrir miðri mynd... og Seljafell grátt og mosavaxið neðst vinstra megin framan við Bjarnarhafnarfjall...


ree

Veðrið þennan dag var með ólíkindum gott... bláalogn... frost... og léttskýjað... og sólin reis og skein á okkur nánast alla gönguna þrátt fyrir að við værum norðan megin á nesinu... það var framar vonum...


ree

Lagt var af stað úr bænum kl. 09 í stað 08... sem þýddi að við keyrðum í dagsbirtu síðari hluta leiðarinnar og sólin var tekin að skína á Bjarnarhafnarfjall þegar gangan loksins ófst kl. 11:29... allt of mikið hangs í okkur... en þetta slapp rétt fyrir myrkur... og göngu lauk um fimmleytið í ljósaskiptunum...


ree

Hvílík birta þennan dag... fjallið Gjafi hefur óskað eftir því að komast að hjá Toppförum í nokkur ár... hann er kominn á dagskrá 2027...


ree

Krákuhyrna bíður líka... eftir árinu 2027...


ree

Við byrjuðum á Seljafelli... þetta var létt gönguleið með samansafnaðri hækkun og lækkun á fimm lág fell eða gíga...


ree

Fjórar kúlur dagsins blasa hér við á leið upp á Seljafellið... Kothraunskúla, Smáhraunakúla, Gráakúla og loks Rauðakúla… með Drápuhlíðarfjall vinstra megin í fjarska og svo Írafell við hliðina… og svo Kerlingarfjall sem verður í nóvember 2026, Grímsfjall sem við gengum í nóvember í fyrra og loks Hafrafell sem verður einnig gengið í nóvember 2026…


ree

Stórkostlegt útsýni yfir Hraunsfjörð og Seljafjörð beið okkar ofan af Seljafelli…


ree

Algert logn… og alger friður… við vorum ein í heiminum… fyrir utan bílana keyrandi á Snæfellsnesleið norðan megin…


ree

Fjallið Horn nær (2019) og Hóls- og Tröllatindar (2009 og 2020) og svo Krákuhyrna nær og hluti af Gjafa-fjallgarðinum…


ree

Frábær hópur á ferð… og einstaklega góð mæting… eins og í öllum síðustu tindferðum…


ree

Seljafellið mældist 241 m hátt...


ree

Gjafi og Gjafakollur og Gjafamúli hægra megin... Hraunfjörður og Seljafjörður inn af Kolgrafarfirði og Berserkjahraun... þetta svæði er gullfallegt...


ree

Seljafjörður og Gjafamúli og Gjafakollur... og fjær er Nónkúla og Múlahorn í Kolgrafarmúla...


ree

Hæsti tindur Seljafells... Kolgrafarfjörður vinstra megin... Klakkur ofan hans...


ree

Fyrsta hópmyndin og sú eina af öllum hópnum þar sem fimm manns slepptu síðustu kúlunni... þjálfari gæti grenjað að hafa ekki tekið aðra hópmynd af öllum á miðri leið...


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Gengum aðeins lengra... út á lægri, nyrðri tindinn...


ree

Hrímað grjóthjarta…


ree

Útsýnið af nyrðri tindinum... sjá Kirkjufellið þarna milli fjalla vinstra megin milli Kolgrafarmúla og Klakks...


ree

Snúið við af Seljafelli... þetta var snúin leið til að ná öllum fjórum kúlunum þar sem Seljafelli var bætt við af því þá lá beinast við...


ree

Kirkjufellið...


ree

Hvílík birta þennan dag...


ree

Hvílík fjallasýn þennan dag...


ree
ree

Kothraunskúla framundan ofan af Seljafelli...


ree

Kúlurnar fjórar framundan...


ree

Drápuhlíðarfjall var hulið skýjum megnið af deginum...


ree

Kyrrðin þennan dag var gullin…


ree

Jörðin hrímuð í náttúrulegum jólaskreytingum á heimsmælikvarða… átakalaust og lítillátt…  

ree

Seljafell að baki…


ree
ree
ree
ree

Kothraunskúla framundan…


ree

Fjallið Horn… þarna vorum við í febrúar árið 2016 í ógleymanlegri ferð þar sem ísuð vötnin léku stórt hlutverk… Tindferð 166 Horn og Vatnafell S


ree

Bjarnarhafnarfjallið… á það gengum við árið 2014 en fengum því miður ekki skyggni ofarlega í fjallinu… við þurfum að ganga á syðri hlutann á þessu fjalli einn daginn…


ree

Seljafell að baki…  


ree
ree

Kothraunskúla… tindur 2 af 5 þennan dag og fyrsta kúlan af fjórum…   hún mældist 205 m há...


ree

Berserkjahraunið beið okkar þegar farið var niður af Kothraunskúlu…


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Fyrsti og eini nestistími göngunnar… það var ekki ætlunin en þegar við vorum á þeirri næst síðustu þá vorum við komin í kapphlaup við birtuna og því borðuðum við í lok göngunnar þegar leið á…


ree

Smáhraunakúla… Gráakúla rauð á lit… og Rauðakúla grá að lit… þennan dag…


ree

Úfni hluti göngunnar var um Berserkjahraunið milli Kothraunskúlu og Smáhraunakúlu… enginn slóði sjáanlegur og við létum landslagið ráða með heilmiklu klöngri og brölti… djúpar sprungur og heilmiklar gjótur… ekki ráðlegt að fara hér yfir með marglaga fönn hér yfir…


ree

Kothraunskúla að baki…


ree

Magnaður þessi kafli yfir hraunið… látum myndirnar tala sínu máli… hvílíkt lán að fá sólina svona stóran hluta af göngunni… á því áttum við sannarlega ekki von á…


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Hyldjúp sprunga… Agnar og fleiri stukku yfir hana en aðrir tóku krók framhjá henni… þessi sprunga var óhugnanleg…


ree
ree
ree

Mjög skemmtilegt klöngur… Berta og Gulla hér…


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Hér fundum við mannvirki… sem var í niðurníðslu… einhvers lags mælitæki… Agnar gekk í málið og fékk góð svör frá einum í gegnum símann… vantar þær upplýsingar til að bæta hér við !


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Smáhraunakúla framundan og sú gráa og rauða… hraunið reyndi misvel á menn enda menn misvanir að klöngrast… þriðjudagsæfingarnar þar sem við reynum að klöngrast sem mest á birtutíma skila sér vel á leið sem þessari… fyrir margar var þessi kafla skemmtilegasti hluti dagsins en fyrir aðra sá erfiðasti…


ree
ree
ree
ree

Smáhraunakúla… þriðji tindur dagsins af fimm…


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Smáhraunakúla mældist 146 m há…


ree
ree
ree

Gjafi og svo mátti sjá fjallstindinn Örninn… mögnuð fjallasýn þennan dag !


ree

Gráakúla var næst…


ree
ree
ree
ree

Gráakúla mældist 220 m há og var formfögur og dökk að sjá í návígi…


ree

Útsýnið til suðurs af Gráukúlu yfir Selvallavatn, Vatnafell, Horn, Krákuhyrna, Gjafi og svo Elliðatindar og Hóls- og Tröllatinda efst á mynd…


ree

Rauðakúla var síðasti tindur dagsins… efsti tindurinn og lengsta brekkan… vegurinn á Vatnaleið á milli… þjálfarar voru búnir að velta því fyrir sér að sleppa henni þegar leið á daginn þar sem birtu var tekið að halla… en við ákváðum að halda áætlun og taka stefnuna á hana… en til þess þurftum við að sleppa seinni nestistímanum og ná þessu fyrir myrkur…


ree
ree
ree
ree

Leiðin að baki þegar litið var til baka til vesturs…


ree

Leiðin niður af Gráukúlu gekk vel í mjúkri möl og hrauni á stíg þegar við fundum einn af nokkrum á gígnum…


ree

Á endanum ákváðu fimm manns að sleppa þessari síðustu kúlu… þarna er klukkan um hálf fjögur… sólin að setjast en ennþá dagbjart og falleg birta og algert logn… hinir ellefu héldu áfram ótrauðir… en þetta var erfið ákvörðun því okkar beið svo 2ja tíma akstur heim á leið…


ree
ree
ree
ree

Þjálfarar giskuðu á hálfíma á leið upp… þessi tindur tæki okkur tæpan klukkutíma í viðbót… við vorum tæpar 45 mínútur upp og alls rúmlega klukkutíma lengur en þau sem slepptu þessum síðasta tindi… þessi brekka var lengri en við áttum von á… flughál efst svo sumir fóru í keðjubrodda…


ree
ree
ree
ree

Komin upp ! Og ennþá dagsbjart og einstaklega fallegt eins og á hinum kúlunum… og nú vorum við í návígi við Kerlingarfjall og Hafrafell og svo Grímsfjall fjær… en tvö fyrri eru nóvemberfjöllin á næsta ári 2026…


ree
ree
ree

Rauðakúla mældist 399 m há… hæsti tindur dagsins… þarna er klukkan 16:18…


ree
ree

Hafrafell… bíður okkar í eitt ár…


ree

Kerlingarskarð…


ree

Kerlingarfjall… bíður okkar líka í nóvember 2026…


ree

Útsýnið til norðausturs…


ree
ree

Með leið dagsins að baki hópnum… magnað að ná þessu loksins eftir mörg ár…

 Halldóra Kr., Örn, Þór Rókharðsson gestur, Sjöfn Kr., Guðjón, Birgir, Olli, Berta, Áslaug B., og Magnús Már… Bára tók mynd og Batman var eini hundur dagsins…


ree
ree

Gott að fara í keðjubroddana fyrir niðurleiðina… til að geta látið sig gossa niður og njóta hvers skrefs í fullkomnu áhyggjuleysi… Bára þjálfari hvatti menn til að gera einmitt þetta og æfa þannig hraða niðurleið… sérstaklega af því við vorum raunverulega í kapphlaupi við birtuna… og hver og einn fór á sínum hraða í einni beit niður Rauðukúlu… geggjað !  


ree
ree
ree
ree
ree

Rökkrið mætti á þessari rösku niðurleið og það dimmdi skyndilega skjótt… en við sluppum fyrir myrkur og þurftum ekki að ná í höfuðljósin… það var alveg magnað að ná þessu…


ree
ree

Síðasta kúlan að baki… og við fengum okkur vatnssopa áður en við héldum í bílana…


ree
ree

Komin í bílana rétt um kl. 17… og vorum rúma tvo tíma að komast heim eftir að hafa sótt bílana við Seljafellið…


ree

Alls 10,7 km á 5:34 klst. upp í 399 m hæst með alls 869 m hækkun úr 75 m upphafshæð…


ree

Lygilegur dagur í gullinni birtu og einstaklega formfögru landslagi á lág en fögur fjöll sem gáfu dásamlega fegurð og fjallasýn… enn ein stórkostlega gangan á þessu einstaka ári 2025 sem gleymist líklega seint sakir ríkjandi logns í blíðskaparveðurs göngu eftir göngu… við ætluðum varla að trúa því að enn skyldum við vera að fá slíkar hágæðagöngur á þessum dimmasta og harðasta tíma ársins… þakklæti er efst í huga okkar…



Myndbandið hér:

Comments


bottom of page