Blálognið í blámyrkrinu á Helgafelli í Mosó... við drukkum blámann og friðinn í okkur og komum betri heim
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 13 minutes ago
- 1 min read
Æfing nr. 874 þriðjudaginn 18. nóvember 2025

Það er hálf vandræðalegt að bjóða upp á þessar saklausu leiðir yfir dimmasta tíma ársins á þriðjudögum þegar veðrið er svona gott vikum saman... en við nutum til hins ítrasta hvers augnabliks og drukkum í okkur blámann í myrkrinu...
Alls 4,6 km á 1:38 klst. upp í 196 m hæð með alls 271 m hækkun úr 70 m upphafshæð.
Ljósmyndir hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:


Mættir alls 14 manns:
Efri: Kolbeinn, Halldóra Kr., Ragnheiður, Helgi, Guðjón, Gylfi, Örn, Hjörtur.
Neðri: Siggi, Björg, Linda og Sjöfn en Bára tók mynd og Batman og Mía voru hundar kvöldsins...



Yndissamvera og dásemdarhleðsla á orku, fegurð, kyrrð, samstöðu og vináttu... #bestíheimi








Comments