Dagskrá Toppfara árið 2022


Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar eða vaktavinnu þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Æfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og helst ekki vegna veðurs nema í lengstu lög og þá tilkynnt á fb-síðu hópsins.

Janúar:

 

Þri 4.1: Kögunarhóll, Rauðhóll og Geithóll Esju - lokið#EsjanÖll2022 
 

Laug 8.1: Arnarhamar, Smáþúfur, Kerhólakambur, Laugagnípa Esju - lokið#EsjanÖll2022
 

Þri 11.1: Helgafell í Mósó frá Skammadal (í stað Stóra Reykjafells sem var fært v/veðurs) - lokið.
 

Laug 15.1: #ÞvertyfirÍsland, leggur 2 frá Ísólfsskála að Keili - lokið.

Þri 18.1: Stóra Reykjafell Hellisheiði - lokið.

Þri 25.1: Húsfell Hafnarfirði - lokið.

Febrúar:


Þri 1.2: Móhálsatindar, Hellutindar og Sandfellsklofi Kleifarvatni - lokið.

Þri 8.2: Þjálfarar í einangrun/sóttkví; #vinafjalliðmittx52 #Fjallamaraþoniðmitt2022 eða klúbbganga - lokið.

Laug 12.2: #ÞvertyfirÍsland, leggur 5 frá Bláfjöllum að Hengli, legg 3 frestað v/færðar - lokið.

Þri 15.2: Litli Meitill Þrengslum - lokið.

 

Þri 22.2: Helgafell Hf upp hraungatið og niður öxlina - lokið.

Mars: 

Þri 1.3: Langihryggur og gosstöðvarnar í Geldingadölum - lokið.

Þri 8.3: Meðalfell Kjós - lokið.

Þri 15.3: Úlfarsfell óhefðbundið í stað Skálafells v/veðurs - lokið. 

Þri 22.3: Vetrarfjallamennskunámskeið með Jóni Heiðari hjá Asgard Beyond (þjálfarar erlendis) - lokið.

Þri 29.3: Arnarfell Þingvöllum - lokið.

Apríl:

 

Laug 2.4: Eilífsdalur; Þórnýjartindur, Eilífstindur, Hábunga, Eilífsklettur, Skálatindur, Paradísarhnúkur, Nónbunga #EsjanÖll2022.

Þri 5.4: Eldvörpin Reykjanesi - lokið.

Laug 9.4: Tvíhnúkar Snæfellsnesi. - lokið.

Þri 12.4: Dragafell og fjörur Skorradalsvatns - lokið.

Mán annar í páskum 18.4 Páskar: #ÞvertyfirÍsland leggur 3 frá Keili í Kaldársel - lokið

Þri 19.4: Þverfell, Búi, Langihryggur, Steinninn Esju. #EsjanÖll2022 - lokið.

Fim 21.4: Hestur Snæfellsnesi - lokið.

 

Laug 23.4: Dýjadalshnúkur,Tindstaðafjall,Selfjall,Melahnúkur, Hnefi Lokufjalli, Kerlingargil #EsjanÖll2022 - lokið.

 

Þri 26.4: Molddalahnúkar og Ölkelduhnúkur Reykjadal - lokið.

Laug 30. apríl: Bjólfell, Stritla, Hádegisfjall, Langafell, Gráfell og Tindgilsfell við Heklurætur - lokið.

 

Maí:

 

Þri 3.5: Litli og Stóri Reyðarbarmur Lyngdalsheiði - lokið.

Laug 7.5: Suðurtindur Hrútsfjallstinda, - jöklaferð ársins með Asgard Beyond - lokið.

Þri 10.5: Búrfellsgjá Heiðmörk í endurheimt og Söngvakeppni. - lokið.

Þri 17.5: Herdísarvíkurfjall við Suðurstrandaveg. 


Laug 21.5: Möðruvallaháls, Trana, Heimrahögg, Fremrahögg, Móskarðahnúkar, Laufskörð, Seltindur, Esjuhorn, Sandsfjall kringum Eyjadal Esju. #EsjanÖll2022 

Þri 24.5: Vífilsfell enn aðra óhefðbundna leið.

Þri 31.5: Akrafjall óhefðbundin leið um hamrana undir Háahnúk sem við köllum Ingastíg eftir Inga Skagamanni sem sýndi okkur þessa leið á fyrstu árum Toppfara.
 

Júní:

 

Laug 4.6: - Gljúfur, Karl, Hnjúkur, Kistufell, Gunnlaugsskarð Esju - aukaferð með Erni .#EsjanÖll2022

Þri 7.6: Krossfjöll, Stangarháls og hraunboginn í Ölfusvatnsá.

Laug 11.6: Rjúpnafell Þórsmörk. #Laugavegsfjöllin

Þri 14.6: Klúbbganga - þjálfarar í fríi.

Þri 21.6: Klúbbganga - þjálfarar í fríi.

Þri 28.6: Klúbbganga - þjálfarar í fríi.

 

 

Júlí:

 

þri 5.7: Klúbbganga - þjálfarar í fríi.

Þri 12.7: Klúbbganga - þjálfarar í fríi.

þri 19.7:  Þverárkotsháls, Hátindur og Kattarhryggir Esju. #EsjanÖll2022 (Herðubreið í forgangi NB)

Laug 23.7 Herðubreið - vikan öll á undan til vara v/veðurs. 

Þri 26.7: Tungukollur Hafnarfjalli.

 

 

Ágúst:

 

Þri 2.8: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.

Þri 9.8: Gráhnúkur, Bláhnúkur og Þverfell neðan við Móskarðahnúka í Esju. #EsjanÖll2022

Laug 13.8: Brandsgilin, Hattur, Jökulgil og Uppgönguhryggur frá Landmannalaugum. #FjöllinaðFjallabaki

Þri 16.8: Jókubunga um Kúludal Akrafjalli.

Laug 20.8: Tröllafjölskyldan og Örninn (að honum) Snæfellsnesi.

Þri 23.8: Bolaklettur og Brekkufjall Borgarfirði.

Þri 30.8: Skotlandsöxl, Kúbuhryggur, Flatnaháls, Stóri og Litli Sandhryggur Esju. #EsjanÖll2022

 

September:

 

Laug 3.9: Ljónstindur, Hörðubreið og Gjátindur. #Skaftárfjöllin

Þri 6.9: Gláma og Söðulfell við Geitabergsvatn.

þri 13.9: Geldingaárháls og Kinnahóll bak við Hafnarfjall.

Laug 17.9: Krakatindur og Augað í Rauðufossakvísl - aukaferð með Erni. #FjöllinaðFjallabaki

Þri 20.9: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.


Þri 27.9: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.

 

Október:

 

Laug 1.10: Stórasúla og Hattfell (helst lausa helgi í september NB). #Laugavegsfjöllin

Þri 4.10: Dyrakambur í Dyrafjöllum Nesjavöllum.

Laug 8.10: Hlöðufell (og Þórólfsfell ef áhugi) - aukaferð með Erni.

Þri 11.10: Traðarfjöll og Djúpavatnskambur Vigdísarvöllum.

Þri 18.10: Höfði Reykjanesi.

Þri 25.10: Þrasaborgir Lyngdalsheiði.

Nóvember:

 

Þri 1.11: Lyklafell Nesjavallaleið.

Laug 5.11: #ÞvertyfirÍsland, leggur 5 yfir Hengilinn til Þingvalla. #Riddarapeysuganga.

Þri 8.11: Eyrarfjall Miðdal bak Esju.

Þri 15.11: Valahnúkar.

Laug 19.11: Hestur ? Snæfellsnesi - aukaferð með Erni.

Þri 22.11: Helgafell Mosó hringleið.

Þri 29.11: Háihnúkur Akrafjall, aðventuganga. 

Desember:

 

Laug 3.12: #ÞvertyfirÍsland, leggur 6 frá Þingvöllum til Laugarvatns.

Þri 6.12: Esjan upp að Steini - eða ef einhver tindur er ennþá eftir - skálað fyrir #EsjanÖll2022

Laug 10.12: Aukaferð með Erni - sjá síðar hvort  vantar upp á Esjutinda fyrir áramót !

Þri 13.12: Úlfarsfell frá skógrækt, jólaganga.

Þri 27.12: Lágafell og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli frá Lágafellskirkju.

#EsjanÖll2022
Göngum á alla tinda, hnúka, hóla, kamba, brúnir, skörð og dali Esjunnar á árinu 2022
og skrásetjum þannig höfuðborgarfjallið nákvæmlega og samviskusamlega 
á sjö þriðjudagsæfingum og sex tindferðum þar sem farið er öðruvísi leiðir en áður
alls um 53 tindar eða þekktir viðkomustaðir á Esjunni.

 


Áskorun ársins er fjallamaraþon í hverjum mánuði
þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að ganga alls 42,2 km á fjöll í hverjum mánuði, alls x12 sinnum á árinu
með því að leggja saman allar fjallgöngur sínar og ná maraþonvegalengdinni 42,2 km í hverjum mánuði
en þetta er öllum gerlegt með því að taka kvöldgöngu x1 í viku + x1-2 dagsgöngur í mánuði (eða fleiri kvöldgöngur).
Hér gildir að vera með frá byrjun og klára 42,2 km á fjalli í hverjum mánuði, ekki er hægt að eiga inni í næsta mánuði
en með þessu þurfum við að halda okkur við efnið allt árið. 
Dreginn út 1 vinningur sem er árgjald í klúbbnum.

#Fjallamaraþoniðmitt2022

Sumarferð ársins er Herðubreið í júlí sem ítrekað hefur verið óskað eftir...
en svo langar okkur í ofurgöngu kringum Langasjó á einum löngum göngudegi 

með því að fá rútu sem keyri okkur inn eftir sjónum og við göngum til baka hringleið um Langasjó, alls um 40+ km
en þetta ræðst af því hvort áhugi er á þessu. Best væri að gera bæði, spáum í þetta saman innan hópsins.

#KringumLangasjóáeinumdegi. 

Bætum við kyngimögnuðum fjöllum í safnið
#FjöllinaðFjallabaki og #LaugavegsfjöllinÖll og #Skaftárfjöllin
sem öll eru uppi á hálendi og sum hver fáfarin og janvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.

#ÞvertyfirÍsland 
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi 2,3, 5 og 6
og endum á Þingvöllum í desember.


Höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2022
enda besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulega
og skrásetjum hér með alla þá sem ná þessu á hverju ári eða rúmlega það.
#vinafjalliðmittx52


Tímamælingaráskorun í hverjum mánuði á æfingafjöllin okkar níu,
komum fjallatímanum á kortið á nýju vefsíðunni og hvetjum hvort annað til dáða, bara gaman.
#Fjallatíminnminn


Göngum á 15 fjöll á 15 dögum á 15 ára afmælinu í maí.
#15fjöllá15dögum

... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5


Aukagöngur í hverjum mánuði með Erni ef áhugi og veður leyfir
Aukatindferðir á virkum dögum ef áhugi er á því og á föstudagskveldi yfir sumartímann þegar birtu nýtur við.
Mörg fjöll og leiðir á varalistanum sem við munum grípa til ef veður og áhugi leyfir. 


​Prjónum fleiri riddarapeysur og prjónum aukahluti riddarans (vettlinga, húfur, pils...).