Dagskrá Toppfara árið 2023
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar eða vinnu þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Æfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og ekki vegna veðurs nema við tilmæli Almannavarna og þá tilkynnt samdægurs á fb-síðu hópsins.
Athugið... eingöngu fyrir þá sem vilja sífellt upplifa nýjar og framandi slóðir á óþekkt, jafnvel nafnlaus fjöll í bland við þekktar leiðir... bæta við nýjum fjöllum og gönguleiðum í safnið sitt en ekki eingöngu fara fjölfarnar og gjörþekktar slóðir... fyrir þá sem njóta þess að fara í könnunarleiðangra með þjálfurum þar sem stundum þarf að snúa við og finna betri leið... ef fær leið finnst... þá sem eru sveigjanlegir í tíma og yfirvegaðir undir álagi... og kippa sér ekki upp við það þó göngurnar endi lengri og erfiðari en lagt var upp með... fagna einmitt því að þenja sig til hins ítrasta á köflum... og geta notið augnabliksins og upplifunarinnar þó það sé slæmt veður og maður sé örþreyttur... fyrir þá sem vilja njóta hins einstaka og smáa í umhverfinu... og fyrir þá sem hafa vit á að vera þakklátir fyrir atarna þrátt fyrir allt...
... jú og þá sem gera óspart grín að þjálfara fyrir ofangreindan texta :-) :-) :-)
... hlæjum sem mest... og tökum okkur sæmilega alvarlega... það er gulls ígildi...
... og förum sem oftast á fjöll meðan heilsan leyfir...
annars gerast ekki ævintýrin !
Janúar:
Þri 3. jan: Móskarðahnúkar - frestað v/ófærðar.
Þri 3. jan: Fjallið eina og Sandfell Reykjanesi - lokið.
Laug 7. jan: Kráka, Hrókur, Smjörhnúkur neðri, Digrimúli og Kvernárrani Snæfellsnesi - frestað v/veðurs.
Laug 7. jan: Fagrafell með Gljúfrabúa og Seljalandsfossi - lokið.
Þri 10. jan: Ásfjall og Vatnshlíð kringum Ástjörn - lokið. #Vatnahringir2023
Fös 13. jan Vikrafell Borgarfirði - lokið. #Föstudagsfjöllin1 af 12 - lokið.
Þri 17. jan: Rauðuhnúkar í Bláfjöllum - lokið.
Laug 21. jan: Búrfell í Grímsnesi að Laugarvatnsfjalli legg 8 - frestað v/færðar. #ÞvertyfirÍsland.
Laug 21. jan: Kráka, Hrókur, Smjörhnúkur neðri, Digrimúli og Kvernárrani Snæfellsnesi - frestað v/veðurs.
Þri 24. jan: Klúbbganga á Mosfell, þjálfarar í fríi - lokið.
Þri 31. jan: Klúbbganga á Helgafell í Hafnarfirði, þjálfarar í fríi - lokið.
Febrúar:
Laug 4. febrúar: Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi - frestað v/veðurs. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 7. feb: Úlfarsfell frá Skarhólabraut - lokið.
Laug 11. feb: Níu tindar kringum Kleifarvatn - frestað v/veðurs.
Laug 11. feb: Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi - frestað v/veðurs. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 14. feb: Þorbjörn Reykjanesi - lokið.
Þri 21. feb: Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðartoppur Bláfjöllum - lokið.
Laug 18. feb: Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi - fært v/veðurs og svo frestað v/veðurs. #Snæfellsnesfjöllin
Fös 24. feb: Bjólfell við Heklu - frestað v/veðurs. #Föstudagsfjöllin
Laug 25. feb: Níu tindar kringum Kleifarvatn - fært v/veðurs og svo aflýst en svo farin 11/3 - lokið #Vatnahringir2023
Þri 28. feb: Litli og Stóri Sandhryggur og Nípa Esju (Kúpuhryggur geymdur fyrir næstu ferð) - lokið.
Mars:
Laug 4. mars: Yfir Laugarvatnsfjall og Efstadalsfjall legg 9 - frestað v/fyrri leggur eftir. #ÞvertyfirÍsland
Laug 4. mars: Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi loksins eftir frestanir nokkrum sinnum - lokið. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 7. mars: Krossfjöll og Litla Sandfell Þrengslum - lokið.
Laug 11. mars: Kráka, Hrókur, Smjörhnúkur neðri, Digrimúli og Kvernárrani Snæfellsnesi - frestað til 25/3.
Laug 11, mars: Sex höfða hringleið kringum Kleifarvatn loksins eftir frestanir og aflýsingu í feb. - lokið #Vatnahringir2023
Þri 14. mars: Sandfell í Kjós - lokið.
Fös 17. mars: Þríhyrningur Suðurlandi - lokið. #Föstudagsfjöllin 2 af 12
Þri 21. mars: Torfdalshryggur kringum Bjarnarvatn um Æsustaðafjall - frestað v/veðurs #Vatnahringir2023
Þri 21. mars: Reykjafell og Æsustaðafjall í stað Torfdalshryggjar v/veðurs - lokið.
Laug 25. mars: Digrimúli, Smjörhnúkur neðri, Rjúpa, Kráka og Krákustígar Snæfellsnesi - margfrestað - lokið. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 28. mars: Stóra Skógfell, Sundhnúkur og Hagafell Reykjanesi.
Apríl:
Laug 1.apríl: Glymur, Skinnhúfuhöfði og Hvalfell kringum Hvalvatn. #Vatnahringir202
Geymt þar til síðar v/ 4 tindferðir voru í mars og 3 eru síðar í apríl.
Þri 4. apríl: Lakahnúkar og Sandfell Hellisheiði - frestað um viku v/forfalla þjálfara v/Batmans.
Þri 4. apríl: Klúbbganga á Úlfarsfell frá Skarhólamýri - lokið
Fös. 7. apríl: Baula Vesturlandi. #Föstudagsfjöllin 4 af 12 - allir páskarnir til vara v/veðurs.
Fim 6. apríl: Baula - fært fram á fimmtudag v/veðurs - aflýsts v/lítillar þátttöku.
Þri 11. apríl: Lakahnúkar Hellisheiði - lokið.
Laug 15. apríl: Botna-skyrtunna norðan megin upp Snæfellsnesi - aflýst v/þjálfara. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 18. apríl: Jókubunga um Kúludal Akrafjalli - lokið.
Laug 22. apríl: Yfir Búrfell í Grímsnesi og Lyngdalsheiði að Reyðarbörmum legg 8 - fært frá jan f/færðar - lokið. #ÞvertyfirÍsland.
Þri 25. apríl: Torfdalshryggur kringum Bjarnarvatn um Æsustaðafjall - fært frá mars v/veðurs - lokið #Vatnahringir2023
Fös 28. apríl: Þórólfsfell (í stað Bjólfells) - lokið #Föstudagsfjöllin 3 af 12.
Sun 30. apríl eða mán1. maí: Blákollur, Geldingaárháls, Rauðuhnúkafjall, Svörtutindar ofl milli Hafnarfjalls og Skarðsheiðar - lokið.
Maí:
Þri 2. maí: Núpahnúkur, Valahnúkur og Þurárhnúkur neðan Hellisheiðar - lokið.
Laug 6. maí: Eystri Hnappur í Öræfajökli með Asgard Beyond - frestað við 2024 v/veðurs. #Vatnajökulstindar
Þri 9. maí: Bláihryggur Grænsdal - lokið.
Fös 12: Hrútaborg Vesturlandi - frestað til 19/5 v/dræmrar þátttöku, frestað fram í júní v/veðurs. #Föstudagsfjöllin 4 af 12.
Laug 13. maí: Botna-skyrtunna norðan megin upp Snæfellsnesi - aflýst v/veðurs. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 16. maí: Ketilstindur, Bleiktindur, Kleifartindur og Arnartindur kringum Arnarvatn lokið #Vatnahringleið16 ára afmælisganga !
Laug 20. maí: Aukaferð með Erni ef veður og áhugi leyfir - aflýst v/veðurs.
Þri 23. maí: Reykjaborg, Lali og Hafrahlíð (Grænavatnseggjum frestað til 13/6 v/veðurs) - lokið.
Hvítasunnan 26. - 29. maí: Vestmannaeyjar, 7 tindar þegar veður leyfir, fös, laug, sun eða mán - aflýst v/veðurs og ónógrar þátttöku.
Þri 30. maí: Klúbbganga á Helgafell í Hf - þjálfarar í sumarfríi - lokið.
Júní:
Laug 3. júní: Útigönguhöfði Þórsmörk - lokið. #Þórsmerkurfjöllin
Þri 6. júní: Klúbbganga á Þorbjörn við Grindavík - þjálfarar í sumarfríi - lokið.
Fös 9. júní: Fanntófell Kaldadal - frestað til 30/6 v/veðurs. #Föstudagsfjöllin 6 af12
Þri 13. júní: Grænavatns- og Djúpavatnseggjar um Sogin og vötnin - lokið. #Vatnahringir2023
Fös. 16. júní: Hrútaborg eftir nokkrar frestanir v/veðurs eða dræmrar mætingar - lokið. #Föstudagsfjöllin 4 af 12.
Sun 18. júní: Þvert yfir Ísland leggur 9 frá Reyðarbörmum í Bláskógabyggð um Kálfsgil og Laugarvatnsfjall - lokið #ÞvertyfirÍsland.
Þri 20. júní: Gláma og Þjófagil í Eyrarsveit - lokið.
Laug 24. júní: Sauðadalahnúkar Landmannahelli - frestað v/veðurs og þátttökufjölda. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 27. júní: Kollafjarðarárgljúfur, Nípa, Geitabak og Geithóll í Esju og Hagavíkurlaugum frestað um viku v/veðurs - lokið.
Júlí:
Þri 4. júlí: Köldulaugargil, Hagavíkurlaugar og Sandklettar við Nesjavelli - lokið.
Fös. 7. júlí: Baula - sjötta föstudagsfjallið - lokið. #Föstudagsfjöllin 6 af 12
Laug 8. júlí: Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli - lokið. #Snæfellsnesfjöllin.
Mán 10. júlí - fös 14. júlí: Langisjór á einum degi/nóttu, besti veðurdagurinn valinn - lokið. #Vatnahringleið
Þri 11. júlí: Móskarðahnúkar, vinafjallið í júlí eða gosstöðvar ef komið gos - klúbbganga, þjálfarar við Langasjó - lokið.
Sun 16. júlí: Sauðleysur - frestað v/lítillar þátttöku. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 18. júlí: Oddafell og Driffell Reykjanesi - lokaður vegurinn - gosstöðvarnar um Meradalaleið - lokið.
Fös 21. júlí: Hattfell við Laugaveginn - lokið. #Föstudagsfjöllin 7 af 12. #Laugavegsfjöllin
Laug 22. júlí: Grænihryggur öðruvísi um Barm, Jökulgil og endilangan Hrygginn milli gilja - lokið. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 25. júlí: Klúbbganga - hver og einn fór á eigin vegum - lokið.
Ágúst:
Þri 1. ágúst: Sköflungur klúbbganga í umsjón Lindu og Sigga - klúbbganga, þjálfarar í fríi - lokið.
Þri 8. ágúst: Vífilsfell, vinafjallið í ágúst - klúbbganga, þjálfarar í fríi - lokið.
Sun 13. ágúst: Löðmundur við Landmannahelli - lokið (hætt við föstudagsfjöllin). #FjöllinaðFjallabaki
Þri 15. ágúst: Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá Reykjanesi - lokið.
Laug19. ágúst: Hekla - lokið.
Þri 22. ágúst: Litla horn í Skarðsheiði - lokið
Fös 26. ágúst: : Háalda, Suðurnámur ofl. frá Landmannalaugum - lokið. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 29. ágúst: Latsfjall, Núpshlíðarháls og Höfði Reykjanesi - lokið.
September:
Laug 2. sept: Stórkonufell og félagar við Laugavegsgönguleiðina - frestað til 15/9 v/veðurs. #Laugavegsfjöllin
Þri 5. sept: Klúbbganga á Kerhólakambur með Sigga (þjálfarar í sumarfríi) - lokið.
Laug 9. sept: Strútur og Mælifellshnúkur við Torfajökul á Mælifellssandi - aflýst v/lítls áhuga. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 12. sept: Sandfell, Lómatjörn og Bæjarfjall við Þingvallavatn - lokið.
Fös 15. sept: Stórkonufell og félagar við Laugavegsgönguleiðin - lokið. #Laugavegsfjöllin
Laug 16. sept: "Kirkjuhetta, Strútshetta og Jökulhetta" - Jarlhettur við Langjökul - fært til 30/9 v/Stórkonufells. #Jarlhetturnar
Þri 19. sept: Lágaskarðshnúkur, Þrengslahnúkur, Gráuhnúkar og Staki hnúkur við Hellisheiði og Þrengsli.
Fös 22. sept: Hlöðufell sunnan Langjökuls.
Þri 26. sept: Ármannsfell við Þingvallavatn frá Sandkluftavatni.
Laug 30. sept: "Kirkjuhetta, Strútshetta og Jökulhetta" - Jarlhettur við Langjökul. #Jarlhetturnar
Október:
Þri 2. okt: Rjúpnadalahnúkar við Bláfjöll.
Laug 7. okt: Varadagur fyrir hálendisferðirnar í ágúst/sept eða Jötunsfell og Rauðakúla.
Þri 10. okt: Illaklif kringum Leirvogsvatn. #Vatnahringir2023
Þri 17. okt: Lokufjall og Hnefi Blikdal.
Laug 21. okt: Varadagur fyrir hálendisferðirnar í ágúst/sept eða Jötunsfell og Rauðakúla.
Þri 24. okt: Grindaskörð og Bollar ef búið að opna veginn.
Laug 28. okt: Jötunsfell og Rauðakúla Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 31. okt: Helgafell í Mosó, vinafjallið í október.
Nóvember:
Fös 3. nóv: Brimlárhöfði Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 7. nóv: Undirhlíðar við Kaldársel.
Laug 11. nóv: Leggur 10 Þvert yfir Ísland, nánar síðar eftir fyrri ferðum á árinu. #ÞvertyfirÍsland
Þri 14. nóv: Búrfellsgjá, vinafjallið í nóvember.
Þri 21. nóv: Húshöfði, Miðhöfði og Stórhöfði kringum Hvaleyrarvatn. #Vatnahringir2023
Þri 28. nóv: Háihnúkur Akrafjalli aðventuganga.
Desember:
Laug 2. des: Kinnarhyrna, Axlarhyrna, Tunguhyrna og Knarrarfjall Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 4. des: Vífilsstaðahlíð kringum Vífilsstaðavatn. #Vatnahringir2023
Fös 8. des: Strútur Borgarfirði.
Þri 12. des: Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju.
Þri 19. des: Úlfarsfell jólaganga, vinafjallið okkar í desember.
Laug 30. desember: Varahelgi fyrir frestaðar ferðir v/veðurs eða aukaferð á mergjað fjall ef áhugi og veður leyfir.
Áskorun ársins 2023 er "þriðjudagsþakklæti"...
... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum
eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB)
og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks
Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum)
og skráir þá tölfræði sem hann vill (km, hækkun o.fl. eftir smekk)
og meldar inn sinn lista í lok árs eða eftir hvern mánuð (nóg að telja þriðjudagana NB)
en mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá hversu oft þeir eru að fara í fyrsta sinn á viðkomandi fjall/leið
og ýmsa aðra tölfræði.
Ljósmyndasöfnun verður í þessari áskorun... "fegurð hins smáa"
þar sem við skulum gefa því smáa gaum í umhverfinu og myllumerkja hana #Þriðjudagsþakklæti og #Fegurðhinssmáa. Vonandi náum við að safna mörgum fallegum myndum saman úr þriðjudagsgöngunum
sem fanga þá fegurð sem þeir gefa okkur á hverju ári.
Þá ætlum við einnig í þriðjudagsþakkætinu að kjósa um hvaða þriðjudagsæfing gaf manni mest,
var fallegust, erfiðust o.s.frv... (neiiiii... við förum nú ekki að velja "leiðinlegustu" ha ? :-) ).
Fleiri flokkar gætu skapast þegar við byrjum á þessu, bara til gamans :-).
Afhverju þakklæti ?
Jú... verum þakklát fyrir að hafa heilsu og tækifæri til þess að upplifa dásamlegar og oft stórkostlegar fjallgöngur á hverjum einasta þriðjudegi allt árið um kring... steinsnar frá borginni en samt í ósnortinni og ægifögurri náttúru... að mestu um ótroðnar slóðir... og oft á nýjum slóðum í könnunarleiðangri með þjálfurum... í dásamlegum félagsskap með fólki sem kemur úr öllum áttum samfélagsins... með ólíka sýn og önnur sjónarhorn en maður sjálfur... það er langt í frá sjálfgefið !
Í vinning í þriðjudagsþakklætinu er árgjald í klúbbnum sem verður dreginn út hjá öllum þátttakendum áskorunarinnar óháð fjölda þriðjudaga og NB sá sem nær flestum þriðjudagsæfingum með klúbbnum (ekki á eigin vegum) vinnur sér einnig inn árgjald.
Þakklæti er vanmetin og vannýtt auðlind... æfum þakklætið meðvitað... auðgum tilveruna með því að staldra við og njóta hins smáa og vera þakklát fyrir það sem er í túngarðinum okkar og fyrir að geta notið þess si svona í hverri viku á þriðjudagskvedi... það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt... ekki alltaf upp á há fjöll eða á framandi slóðir erlendis til að upplifa töfra sem lifa með manni um ókomna tíð.
#Þriðjudagsþakklæti
Föstudagsfjallgöngur einu sinni í mánuði:
Við ætlum að prófa að bjóða upp á eina fjallgöngu í mánuði á föstudegi
fyrir þá sem geta og vilja fara á fjall á virkum degi
og verða þessar göngur opnar öllum, klúbbmeðlimum og öðrum áhugasömum sem almennt geta ekki verið í Toppförum.
Þetta eru12 fjöll, eitt í hverjum mánuði, allar tólf göngurnar eru stuttar og frekar léttar göngur um 8 - 10 km á 4 - 5 klst. (nema Baula). og henta því öllum og ekki síst þeim sem hugnast ekki langar og krefjandi göngur um helgar.
Almennt verður farið úr bænum kl. 8:00 á föstudegi og komið til baka um kl.16 - 17:00.
Öll þessi 12 fjöll eru frístandandi og því áberandi, frekar þekkt fjöll, mjög svipmikil og sérlega glæsileg ásýndar enda í sérstöku uppáhaldi þjálfara.
Öll tólf hafa þau gefið okkur í klúbbnum kyngimagnaðar göngur í gegnum árin...
og einmitt þess vegna... verða allir að upplifa þau og hafa þau í sínu fjallasafni !
Athugið að þessi fjöll eru svo alltaf á aukaferðalistanum á laug/sun næstu árin
fyrir þá sem ekki komast á föstudögum ef veður og áhugi leyfir.
Ofurganga ársins 2023...
#KringumLangasjóáeinumdegi.
er gamall draumur þjálfara um að ganga kringum Langasjó á einum löngum göngudegi
með því að fá rútu sem keyrir okkur að suðurenda vatnsins og sækir okkur um 16 - 20 klst. síðar eftir alls 50 km göngu
um sanda, fjörur og stórkostlegar rætur Fögrufjalla í einstakri öræfakyrrð við jaðar Vatnajökuls
kringum blátt og tært fjallavatn í landslagi sem á sér engan líka á Íslandi.
Möguleiki verður á að láta sækja sig þegar hringurinn er rúmlega hálfnaður fyrir þá sem ná ekki að ganga 50 km, en þó
með fyrirvara um hversu langt rútan kemst inn eftir Breiðbaksmegin, en þetta er mjög krefjandi ganga fyrir þá sem vilja ná hringnum í heild, þarfnast góðs undirbúnings og þjálfunar þar sem við nýtum reynsluna og lærdóminn af Laugaveginum og Vatnaleiðinni á einum degi árin 2020 og 2021. Allir þurfa því að æfa vel frá ársbyrjun og vera tilbúnir í langa og stranga göngu en stórkostlega upplifun ein í heiminum, langt frá byggð með hvorki húsaskjól né aðrar bjargir á leiðinni...
eins og... en þó ennþá fjarri öllu manngerðu... heldur en á Laugaveginum 2020 og Vatnaleiðinni 2021.
Útfærum þetta saman sem hópur og hugsum í lausnum og ævintýrum en ekki hindrunum né úrtölum...
því eingöngu þannig fórum við að því að fara #Laugavegurinnáeinumdegi #Vatnaleiðináeinumdegi :-)
#Vatnahringir2023
Í tilefni af hringleiðinni kringum Langasjó ætlum við að hringa eitt vatn í mánuði, á þriðjudagsæfingu eða í tindferð og eru þetta allt mjög fallegar hringleiðir á fjöll eða fell við vötn þar sem tvær þeirra eru frekar langar og gefa góðan undirbúning fyrir Langasjó, níu tinda leið kringum Kleifarvatn í febrúar og mjög flott hringleið kringum Hvalvatn í mars með viðkomu að Glym og uppi á Hvalfelli.
Árlega jöklaferðin...
verður á Eystri-Hnapp í Öræfajökli undir leiðsögn Jóns Heiðars og félaga hjá #AsgardBeyond en tindurinn sá er mjög sjaldfarinn og án efa fáfarnasti tindurinn af öllum sjö í öskjunni enda sprungin og flókin leiðen í styttri kantinum þar sem keyrt er upp Hnappaleiðina sem styttir vegalengd og hækkun talsvert. Því miður var ekki áhugi á göngu á hvannadalshnúk með Tindaborg og því var sú ferð afboðuð í janúar en við erum að vona að við getum fengið aðrar ferðir með þeim síðar á þá tinda sem eru nú þegar komnir í safnið okkar en margir eiga eftir að ganga á eins og Þverártindsegg, Miðfellstindur, Sveinstindur o.fl.
Höldum áfram að bæta...
við kyngimögnuðum fjöllum í safnið:
#FjöllinaðFjallabaki og #Laugavegsfjöllin og #Skaftárfjöllin og #Þórsmerkurfjöllin
sem öll eru uppi á hálendi og sum hver fáfarin og janvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.
Höldum áfram #ÞvertyfirÍsland...
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi 8, 9 og 10
yfir fjöll, lendur og ótroðnar spennandi slóðir og endum einhvers staðan við Jarlhetturnar í lok árs...
Göngum á 16 fjöll á 16 dögum á 16 ára afmælinu í maí.
#16fjöllá16dögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5
... og höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2023 enda besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulega.
Srásetjum hér með alla þá sem ná þessu á hverju ári eða rúmlega það á vefsíðunni
enda er frammistaðan og einurðin í þessari áskorun ótrúlega flott síðustu ár.
Flækjum samt aðeins þessa áskorun þannig að nú höfum við 12 fjöll í sigtinu sem öll telja sem vinafjallið á árinu og menn geta þá farið alls 52 ferðir á þau eins og hentar en allir þátttakendur þurfa að ganga á fjall mánaðarins sem er eitt af þessum fólt í hverjum mánuði. Þannig geta menn gengið t.d. 10 ferðir á Úlfarsfell, 8 á helgafell o.s.frv. Með þessu fáum við tilbreytingu og sveigjanleika sem vonandi kemur fleirum á bragðið með að ganga á #vinafjalliðmittx52
en áskoun ársins heitir þá að þessu sinni #vinafjöllinokkarx52
... og svo er líka gott aðhald að halda áfram að gæta þess að ná 42,2 km á fjöllum í mánuði fyrir þá sem vilja setja sér markmið og halda sér í góðu fjallgönguformi allt árið um kring.
#Fjallamaraþonx42km
Jú... og auðvitað prjónum við áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra hvert af öðru og bara hafa gaman... við þurfum að bæta okkur aðeins í þessu... það vantar fleiri húfur, vettlinga og pils... og vá, það hafa aldeilis bæst við fallegar riddarapeysur á hverju ári... magnað alveg... höfum bara gaman... þá er skemmtilegra að lifa :-)