top of page

Sun, Oct 23

|

Hekla, 851, Iceland

Hekla á sunnudaginn

Mögnuð ganga á drottningu sunnlenskra fjalla sem gefur stórkostlegt útsýni yfir Fjallabakið, hálendið og suðurlandið alla leið til sjávar. Eingöngu farið ef rólegt er yfir vöktun Veðurstofunnar á svæðinu fyrir brottför.

Registration is Closed
See other events
Hekla á sunnudaginn
Hekla á sunnudaginn

Time & Location

Oct 23, 2022, 7:00 AM – 7:00 PM

Hekla, 851, Iceland

About the Event

Uppfært 21. október 2022: 

Skráðir eru x manns og báðir þjálfarar.  

Jeppar: 

1. Örn, Bára - laus 3 pláss frá Reykjavík. 

2. 

Hámark 20 manns, lágmark 12 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Förum ef við náum 10 manns í þessa ferð, metum þátttökufjölda kl. 14:00 á laugardag og aflýsum þá ef of fáir eru meldaðir en vonandi getum við staðfest ferð fyrr ef nægilega margir koma. 

* Helgrindur eru settar á fös 28/10 en Örn getur svo verið með aukaferð á Hlöðufell eða Tröllakirkju eða álíka á laug 29/10. 

*Eingöngu jeppar í þessa ferð, jepplingar gætu sloppið en betra að vera á jeppum ef snjó hefur skafið eitthvað í veginn. Meldið inn jeppa og laus pláss eða hverjir koma með ykkur í bíl eða að ykkur vanti bílfar á viðburð. Laus 3 pláss í jeppa þjálfara. 

*Upplýsingar um öll Heklugos og annar frábær fróðleikur í Heklusetrinu Leirubakka: http://www.leirubakki.is/Default.asp?Page=257 Upplýsingar af vef Hálendishótelsins í Hrauneyjum: http://hrauneyjar.is/IS/Ahugaverdir-stadir/Hekla,-eldfjallid-vidfraega_231/default.aspx Frá veðurstofunni frá því í síðasta gosi árið 2000: http://hraun.vedur.is/ja/heklufrettir.html Veðurstofan varðandi viðbrögð við eldgosi utandyra: http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/eldgos_vidbrogd/ Sjá vefmyndavélina á Búrfelli af Heklu á veðurstofuvefnum: http://www.ruv.is/hekla. Sjá Hekluvöktun varðandi járðskjálfa og eldgosahættu: http://hraun.vedur.is/ja/hekluvoktun Frá því við gengum fyrst á Heklu með Toppfara árið 2007 var búist við Heklugosi hvað úr hverju þar sem hún átti að gjósa á tíu ára fresti. Árin á eftir 2009, 2011, 2014 og 2017 er okkur alltaf tíðrætt um áhættuna á eldgosi sem að sjálfsögðu er til staðar, ekki eingöngu á 10 ára fresti heldur er áhættan stöðug eins og á öðrum virku svæðum á landinu, Eyjafjallajökli, Öræfajökli, Fimmvörðuhálsi, Öskju, Reykjanesi o.fl. Það er því mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að ganga á Heklu felur í sér ákveðna áhættu fyrir alla hvern einasta dag sem gengið er á fjallið. Við munum því skoða vöktun á Heklu fram að ferð og eingöngu fara ef ekkert óvenjulegt er á seyði. Lesum öll vel leiðbeiningar um viðbrögð við eldgosi og við munum fara yfir helstu atriðin í upphafi göngunnar. 

Verð:

Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 12.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 15.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is. 

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 19 miðað við 2 klst. akstur, 7 - 8 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 2+ klst.

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg að Landsvegamótum þar sem beygt er til vinstri og ekinn þjóðvegur 26 þar til beygt er til hægri Dómadalsleið inn á hálendi um veg F225 og þaðan beygt síðar til hægri inn á malarslóða að Skjólkvíum eða lengra ef bílfæri leyfir og lagt af stað gangandi. 

Hæð:

Um 1.500 m.

Hækkun:

Um 1.050 m miðað við 520 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 15  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið stikaða leið frá Skjólkvíum eða ofar ef bílfært um greiðfært hraun að mestu en ofar þarf að brölta gegnum nýjasta hraunið sem er úftið og seinfarið. Efst eru báðir tindar ávalir og greiðfærir og útsýni stórkostlegt. 

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í x gönguformi fyrir miðlungs langa og frekar einfalda leið en þó heilmikla hækkun og við vetraraðstæður.

Búnaður:

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og einnig keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar en fer þó eftir snjóalögum.  

Nánari búnaðarlisti hér !

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page