top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell og um Ölkelduhnúksgil og Reykjadal til baka

Sat, Feb 08

|

Reykjadalur 816, 816, Iceland

Mjög fjölbreytt og gullfalleg leið upp fjallshrygginn ofan Reykjadals að Kattartjörnum sem við skulum skoða vel og hringa í mögnuðu landslagi. Förum svo óskaplega fallega leið til baka um Ölkelduhnúksgilið og Reykjadalinn. Á færi allra um magnað háhitasvæði með bullandi hverum og heitum lækjum.

Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell og um Ölkelduhnúksgil og Reykjadal til baka
Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell og um Ölkelduhnúksgil og Reykjadal til baka

Dagsetning og tími

Feb 08, 2025, 9:00 AM – 5:30 PM

Reykjadalur 816, 816, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 7. febrúar 2025:


Skráðir eru 10 manns með þjálfurum: Agnar ?, Aníta, Bára, Birgir, Guðný Ester, Inga, Sighvatur, Siggi ?, Steinar R. og Örn


Mikilvægar tilkynningar:

*Fólksbílafært að bílastæðinu við Reykjadal þar sem er gjaldskylda NB.

*Keðjubroddar nauðsynlegur búnaður, ekki þörf á jöklabroddum og ísexi á þessari leið en um að gera að taka það með og æfa búnaðinn ef menn vilja.

*Ljósmynd ferðar er úr mergjuðu ferðinni þessa sömu leið í febrúar árið 2011: Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell og um Ölkelduhnúksgil og Reykjadal til baka | Toppfarar


Deildu hér

bottom of page