
Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell og um Ölkelduhnúksgil og Reykjadal til baka
Sat, Feb 08
|Reykjadalur 816, 816, Iceland
Mjög fjölbreytt og gullfalleg leið upp fjallshrygginn ofan Reykjadals að Kattartjörnum sem við skulum skoða vel og hringa í mögnuðu landslagi. Förum svo óskaplega fallega leið til baka um Ölkelduhnúksgilið og Reykjadalinn. Á færi allra um magnað háhitasvæði með bullandi hverum og heitum lækjum.


Dagsetning og tími
Feb 08, 2025, 9:00 AM – 5:30 PM
Reykjadalur 816, 816, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 7. febrúar 2025:
Skráðir eru 10 manns með þjálfurum: Agnar ?, Aníta, Bára, Birgir, Guðný Ester, Inga, Sighvatur, Siggi ?, Steinar R. og Örn
Mikilvægar tilkynningar:
*Fólksbílafært að bílastæðinu við Reykjadal þar sem er gjaldskylda NB.
*Keðjubroddar nauðsynlegur búnaður, ekki þörf á jöklabroddum og ísexi á þessari leið en um að gera að taka það með og æfa búnaðinn ef menn vilja.
*Ljósmynd ferðar er úr mergjuðu ferðinni þessa sömu leið í febrúar árið 2011: Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell og um Ölkelduhnúksgil og Reykjadal til baka | Toppfarar