top of page

Vinafjöllin tólf 2023 

#vinafjalliðmittx52
#vinafjöllinokkarx52

Flækjum aðeins árlegu  vinafjallsáskorunina okkar

þannig að nú höfum við 12 fjöll í sigtinu sem öll telja

sem vinafjallið á árinu og menn geta þá farið alls 52 ferðir

á þau eins og hentar.

Allir þátttakendur þurfa þó að ganga á fjall mánaðarins

sem er eitt af þessum tólf í hverjum mánuði. Þannig geta menn

gengið t. d. tíu ferðir á Úlfarsfell, 8 á Helgafell í Hf o.s.frv.

Með þessu fáum við tilbreytingu og sveigjanleika sem vonandi

kemur fleirum á bragðið með að ganga á #vinafjalliðmittx52

en áskorun ársins heitir þá að þessu sinni

#vinafjöllinokkarx52 og eru eftirfarandi: 

Janúar: Mosfell.

Febrúar: Helgafell í Hafnarfirði.

Mars: Ásfjall í Hafnarfirði.

Apríl: Akrafjall á Akranesi.

Maí: Hafrahlíð við Hafravatn.

Júní: Þorbjörn á Reykjanesi.

Júlí: Móskarðahnúkar.

Ágúst: Vífilsfell.

September: Esjan.

Október: Helgafell í Mosó.

Nóvember: Búrfellsgjá.

Desember: Úlfarsfell.

 

Með þessu kynnumst við vinafjöllum hinna en getum annars

gengið á okkar vinafjall í öll hin skiptin... bara gaman...

og bara til hvatningar fyrir okkur öll... frábær leið til að koma

sér í gott fjallgönguform og viðhalda því árum saman... 

 

Sjá viðburðinn yfir #vinafjöllinokkarx52 árið 2023 -

verum öll með... þetta er ótrúlega skemmtilegt aðhald ! 

Vinafjöllin okkar 2023 | Toppfarar (fjallgongur.is) 

20210921_182815.jpg
bottom of page