

E y j a f j ö l l i n
Árið 2024 seldu þjálfarar jeppann sinn og voru jeppalausir í fyrsta sinn frá upphafi Toppfara.
Þetta jeppaleysi olli því að við urðum að finna aðrar leiðir upp í fjöll hálendisins sem væru aðgengileg án jeppa og þannig hófst ævintýrið sem kallaðist fljótt #Eyjafjöllin...
... að ganga á fjölllin undir Eyjafjallajökli sem flest eru fær án aðkomu jeppa að fjallsrótum...
Svona getur dulist lán í óláni því þarna rættist gamall draumur þjálfara eftir áralöng skipti
keyrandi undir Eyjafjöllum með dreymandi augun uppi í fjöllunum sem þutu hjá...
Til gamans eru hafðar með göngurnar á Eyjafjallajökul sjálfan, um Fimmvörðuháls sem og gangan á tindana sjö í Vestmannaeyjum
því þau kallast einkennilega vel á við jökulinn og fjöllin hans...
enda er þetta allt saman kennt við Eyjarnar...
-
Eyjafjallajökull með Asgard Beyond frá Seljavöllum 5. apríl 2012
-
Eyjafjallajökull um skerjaleið og niður Seljavallaleið með Asgard Beyond 27. apríl 2024
-
Kaldaklifsgil á Skjannanípu og Raufarfell niður Seljavelli 17. maí 2025
#Eyjafjöllin
Öll fjallasöfn Toppfara í stafrófsröð eða svæðisskipt hér !