top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Fagrafell með Gljúfrabúa og Seljalandsfossi í blíðskaparveðri.

Tindferð nr. 258 laugardaginn 7. janúar 2023.

ree

Janúar mánuður hefur mjög oft verið okkur erfiður veðurfarslega séð og við höfum í gegnum tíðina lært að þrjóskast bara við því annars gerist ekkert... og því héldum við áætlun með göngu fyrsta laugardag ársins en breyttum um landsvæði þar sem miklum vindi var spáð á Snæfellsnesi... og færðum Kráku og félagar og völdum Fagrafell og fossana sem áttu að vera seinni tindferðin í desember en lítill áhugi var á... og uppskárum fullkominn dag og einstaka fegurð...


ree

Skafrenningur og þæfingsfærð var á köflum á leiðinni keyrandi... og vindaspáin var orðin verri þegar nær dró göngunni... en það var eins og það yrðu nokkur lygn svæði á Suðurlandi þó það væri reyndar orðið ansi þröngt og lítið þegar að þessum laugardagsmorgni kom...


ree

Að okkur sótti uggur í þessum vindi og skafrenningi... keyrandi úr bænum klukkan níu í myrkri og svo ljósaskiptum...


ree

En þegar nær kom Fagrafelli og Seljalandsfossi... skall á logn... sem ríkti alla gönguna...


ree

Fagrafellið hér... Seljalandsfoss hægra megin og Gljúfrabúi vinstra megin... gönguleiðin okkar útbreidd þarna fyrir framan okkur...


ree

Njóla og Doddi komu þennan morgun úr bústaðnum sínum í Fljótshlíðinni og voru næstum því búin að hringja í okkur og spyrja hvort ekki yrði hætt við gönguna því þá um morguninn skall á mikill vindur og þetta leit ekki vel út handan við Markarfljótið...


ree

Við ætluðum varla að trúa þessu... blankalogn... eftir aksturinn í rokinu... og við áttum flest von á að þegar við myndum hækka okkur upp á heiðina... skylli vindurinn á okkur...


ree

En það gerðist ekki...


ree

Uppi var sama lognið... og við önduðum að okkur dagrenningunni og sólarbirtunni sem lá yfir sjónum...


ree

Ákváðum að njóta meðan þessi molla ríkti og halda áætlun þar sem við vorum við öllu búin og vel klædd fyrir vind og kulda...


ree

Fagrafellið hér með opið hús og mun minni snjóþyngsli en við áttum von á...


ree

Birtan þennan dag var einstök... og átti bara eftir að skreyta enn meira ferðina en hér í byrjun dags...


ree

Örninn ákváð að skoða fossana alveg frá brúninni og það var vel valið...


ree

Hér uppi í fyrsta sinn við lang flest... mjög gaman að sjá fossinn héðan... síðar um daginn áttum við eftir að vera þarna niðri í kyngimögnuðu sólarlagi...


ree

Sólin reis á himni og lofaði góðum degi...


ree

Mikill kraftur hér og mjög gaman að sjá fossinn svona ofan frá...


ree

Klakinn og risavaxin grýlukertin...


ree

Aðalverkefnið var að vaða árnar... við sáum að þær eru í gljúfrum ofar... og vorum að vona að við næðum þessu á snjóbrúm en þegar við sáum vatnsmagnið í Seljalandsfossi runnu á okkur tvær grímur...


ree

Örn leitaði að snjóbrú ofar... en Bára vildi bara vaða og ekkert væl...


ree

En það var fínasta snjóbrú þarna þar sem um þrengdist áður en fossarnir tóku við...


ree

Bára var hikandi og leist ekkert á blikuna... en Örn kannaði styrkleikann á brúnni... og jú... þetta var saklaust landslag... og við vorum öll með ísexina til að höggva okkur í gegn og ná í þann sem gæti dottið neðar í skaflinn og fest sig þar...


ree

Þetta gekk vel... hver á fætur öðrum fór yfir en þannig veiktist snjóbrúin...


ree

Ekkert mál...


ree

En áin rann í góðum straumi yst og þar fór snjórinn að gefa eftir smám saman...


ree

Á brúnni og þykkur klaki yfir henni að mestu...


ree

Komin hola hér og síðustu menn stukku yfir hana og til strákanna...


ree

Seljalandsáin sem sé í allri sinni dýrð... áður en hún rennur niður sem Seljalandsfoss... mikill heiður að vera hér... og það hefði auðvitað verið gaman að vaða hana... en þetta var tær snilld að ná þessu á klakanum...


ree

Fagrafellið tók smám saman á sig sólargeislana og kallaði á okkur að koma...


ree

Bleik og gul birta fyllti Seljalandsheiðins (sunnan við Seljalandsá) og Hamragarðaheiðina (norðan við Seljalandsá)...


ree

Mjög fallegt og létt yfirferð hér þó þýft væri í snjónum...


ree

Það var ótrúlega hlýtt og við fækkuðum fötum á þessum kafla...


ree

Sérstakur blámi var yfir landinu en við vorum einhvern veginn í gulu og bleiku birtunni í fjöllunum...


ree

Seinna vað dagsins... við vissum að það væri mun vatnsminni á... Gljúfurá sem rennur svo í fossinn Gljúfrabúa... og hér hlyti nú að vera snjóbrú... en það var lúmskt spennandi að þurfa að vaða í janúar í snjó... fannst sumum en auðvitað vildu menn bara finna snjóbrú...


ree

Mjög fallegt gilið hér... við hefðum eflaust skoðað það betur ef ekki hefði verið svona snjóþungt og við upptekin að finna leið yfir ána...


ree

Auðvitað fundu strákarnir strax leið... og Bára ætlaði bara að vaða en það voru mörg handtök í broddum og með legghlífarnar... svo jæja, allt í lagi... við skulum bara fara hér yfir...


ree

Doddi enga stund og sporaði upp snjóbrekkuna meðan Örn lóðsaði menn hér í gegn...


ree

Litið niður eftir...


ree

Smávegis hopp...


ree

Mjög skemmtilegt landslag...


ree

Greiðfærara fyrir fyrstu menn en þá síðustu en ekkert mál að fara hér yfir...


ree

Gilið ofar...


ree

Sporin hans Dodda hér upp...


ree

Keðjubroddarnir dugðu vel í þessari ferð og voru næstum því óþarfir í þessu hitastigi og þessari færð... það var helst í troðna snjónum við fossana sem þeir komu sér vel...


ree

Vestmannaeyjar að koma í ljós hvítar af snjó í lágri vetrarsólinni...


ree

Hvílíkur tignarleikur !


ree

Þær skiptu stöðugt litum og voru eins og einstakar perlur úti á hafi... við vorum með sérlega gott sjónarhorn á þær þarna sem gleymist seint...


ree

Nærmynd...


ree

Nestistími í skjóli... því hér kom smá gjóla... en svo kom aftur logn sem hélst alla ferðina...


ree

Engin mynd tekin í nestinu en eftir góða pásu héldum við upp ásinn á Fagrafellinu...


ree

Komin á suðurhrygginn og tindurinn í augsýn...


ree

Birtan úti á hafi breyttist stöðugt og var mun áhrifameiri en ljósmyndirnar ná að fanga...


ree

Létt leið og greiðfær...


ree

Gljúfuráin hér að koma niður og jeppaslóðinn hér upp eftir...


ree

Hann var auður að mestu og við sáum snjótroðara og svo stóra jeppa fara um hann...


ree

Magnað útsýnið !


ree

Komið að skarðinu...


ree

Sigurbjörg... Jaana... Njóla... magnaðar göngukonur !


ree

Brátt opnaðist landslagið handan Fagrafells þegar ofar dró...


ree

Þríhyrningur... Stóri Dímon... og Markarfljótið...


ree

Fallegur staður hér... í miðju skarði... og hér var áþreifanleg lognmolla... mjög sérkennilegt... því dæmigert væri að hér væri gjóla... það var nánast eins og það yrði heitt í lofti hér...


ree

Bærinn Stóridalur, Neðridalur ofl...


ree

Sólin í suðri...


ree

Við héldum upp á hæsta tind...


ree

Greiðfært alla leið... engin þörf á jöklabroddunum...


ree

Fagrafellið mældist 401 m hátt...


ree

Sólin úti á sjó... stórkostlegt !


ree

Batman með Erninum sínum... horfandi niður á Markarfljótið koma niður Þórsmörkina...


ree

Við gáfum okkur góðan tíma uppi enda algert logn sem var stórskrítið !


ree

Frábært að ná þessu fyrstu helgina í janúar, við vorum himinlifandi með þennan tind...


ree

Doddi og Njóla með bústaðinn sinn í Fljótshlíð í baksýn þarna handan Markarfljóts... þar um morguninn var hávararok þegar þau lögðu af stað hálfníu að Seljalandsfossafleggjaranum...


ree

Batman með Erninum sínum...


ree

Sigur ! ... björg :-)


ree

Örn, Birgir Mn, Sigurbjörg, Sjöfn Kr., Jaana, Fanney, Agnar, Doddi, Njóla og Bára tók mynd... yndislegur hópur og stemningin eftir því...


ree

Riddarapeysurnar og vinir hennar... mjög fallegar prjónapeysur allar !


ree

Þeir sem ekki voru í prjónuðum peysum :-) Agnar, Birgir M. og Doddi.


ree

Örn ákvað að fara beint niður af Fagrafelli þó það væri frekar brött leið...


ree

Og reyndist hún fínasta leið... snjórinn þurr og laus og gott hald í grjótinu... rysjótt veðurtíð var ekki að baki þar sem snjórinn hafði skipst á að vera blautur og svo snjóað þurrt ofan á eins og yfirleitt er... bara þurr snjór og búið !


ree

Gott að vera í keðjubroddunum hér niður og Birgir M. var í smávegis vandræðum þar sem hann kaus að setja ekki á sig broddana og var því lengur niður þessa brekku...


ree

Birtan í Vestmannaeyjum... eins og í kvikmynd !


ree

Með tindinn og niðurleiðina í baksýn... mjög flott leið !


ree

Áfram niður ásinn...


ree

Mergjuð fegurð þennan dag !


ree

Við gátum ekki sleppt augunum af Vestmannaeyjum...


ree

Komin niður á jeppaslóðann og Fagrafellið hér í baksýn... sjá gostappann hægra megin... skoðum hann næst... vonandi aftur hér síðar í iðagrænum sumarlitum...


ree

Örn valdi að skoða síðari foss dagsins einnig ofan frá... og því röktum við okkur eftir Gljúfuránni niður að brún...


ree

Fjallið að baki...


ree

Mergjaður hópur !


ree

Komin að brúninni við Gljúfrabúa...


ree

Áfram héldu Vestmannaeyjar að skreyta sýnina til sjávar...


ree

Við gátum varla gengið fyrir fegurð...


ree

Veisla... á himni sem jörð...


ree

Gljúfrabúi ofan frá... þetta var mjög áhrifamikið og við vorum dolfallin...


ree

Þarna niðri áttum við eftir að vera stuttu síðar og ná mjög fallegri hópmynd...


ree

Sjá aðkomuna að Gljúfrabúa...


ree

Hér missti Örn símann ofan í fossinn... sorglegt alveg... var að bakka til að reisa sig upp og síminn rann úr höndunum á honum...


ree

Æj... en... það var gott að enginn slasaðist... þetta var bara sími...


ree

Mikil fegurð hér og kraftur...


ree

Klakinn...


ree

Gljúfuráin ofan við fossinn...


ree

Frá fossinum röktum við okkur eftir brúnunum...


ree

Fagrafellið kvaddi okkur með virktum...


ree

Sólin tók að lækka sig og birtan breyttist stöðugt...


ree

Norðurhlíðar Fagrafells...


ree

Tindfjallajökull að kalla sólina til sín en skýin gáfu sig aldrei...


ree

Snjóþyngsli á köflum á niðurleið af brúnunum... fórum niður þar sem mögulegt var handan hamranna...


ree

Þríhyrningur...


ree

Fagrafellið með norðurhlíðarnar sínar...


ree

Komin niður á veg í átt að fossunum til baka...


ree

Ótrúleg fegurð...


ree

Frosnir litlir fossar um allt ofan okkar...


ree

Við gátum ekki verið heppnari með veður...


ree

Gljúfrabúi hér framundan...


ree

Nú gerðumst við ferðamenn og skoðuðum fossinn eins og hinir...


ree

En þarnra var enginn nema útlenskt par sem var eflaust ekki ánægt með að fá þennan íslenska hóp að trufla friðinn...


ree

Vá... magnað að koma hér með allt frosið...


ree

Biggi M. varð að snúa við þar sem grjótið var allt frosið og erfitt að fóta sig... veggirnir voru líka einn klaki... ekkert hald nema vera í ull á höndum og broddum á fótum...

ree

Þess vegna voru engir ferðamenn hér inni og við fengum að vera í friði... þökk sé keðjubroddunum !


ree

Bilað flott !


ree

Uppréttur nokkurra metra hár klaki sem skapaðist af úðanum einum saman... ótrúlegt !


ree

Við gáfum okkur góðan tíma hér... en rennblotnuðum af úðanum... en okkur var sama !


ree

Það var auðvelt að gleyma sér hér...


ree

Mosinn í klettaveggjunum...


ree

Klakabunkarnir um allt... langt frá fossinum...


ree

Geggjuð hópmynd !


ree

Algerir snillingar ! Sem betur fer drifum við okkur í göngu þennan dag...


ree

Svolítið flókið að koma sér niður af klakanum...


ree

Endalausar myndir af klakanum...


ree

Frá Gljúfrabúa fylgdum við slóðinni að Seljalandsfossi...


ree

Brúnn klaki innan um sæbláan...


ree

Ólýsanleg fegurð !


ree

Svellað færi og frábært að vera á keðjubroddunum...


ree

Seljalandsfoss í öllu sínu veldi umkringdur klakanum...


ree

Við fórum eins langt og mátti... því miður var lokað bak við fossinn sem var vel skiljanlegt þar sem ferðamennirnir eru ekki með brodda á skónum almennt og mikil slysahætta...


ree

Bandið allt í klaka...


ree

Batman leist ekkert á að fara of nálægt fossinum...


ree

Stórfenglegt... ekki skrítið hversu margir koma hér við... einu sinni var hægt að koma hér með fjölskyldunni og njóta... nú er allt hér fullt af fólki alla daga ársins... ótrúleg breyting á ekki svo mörgum árum...


ree

Kertin hennar Grýlu....


ree

Blámi var litur dagsins...


ree

Við náðum lokinarbandinu upp úr klakanum og löguðum það til...


ree

Frosið bandið...


ree

Fanney, Birgir Mn, Örn, Njóla, Agnar, Doddi, Sigurbjörg, Sjöfn Kr., og Jaana en Bára tók mynd...


ree

Með ferðamönnunum til baka í bílana...


ree

Litið til baka að Gljúfrabúa...


ree

Magnað !


ree

Ótrúleg umferð af fólki...


ree

Þarna uppi stóðum við fyrr um daginn...


ree

Verslunin sem var ekki hér áður... bara smávegis malarstæði... mikil breyting síðustu ár...


ree

Fagrafellið og Seljalandsfoss...


ree

Við gengum veginn að okkar bílastæði...


ree

Fossarnir báðir og fellið... frábær þrenna dagsins... fossarnir að ofan og neðan... yfir snjóbrýr á báðum ánum og upp Fagrafellið og niður á öðrum stað... loksins náðum við þessari leið eftir öll þessi ár... í eins fullkomnu veðri og hægt var að hugsa sér...


ree

Markarfljótsaurar í klakaböndum...


ree

Mikið spjallað og spáð og spekúlerað...


ree

Komin í bílana... Bára gaf hrafni sem þarna krunkaði afganginn af nestinu sínu með því að leggja það á lága höfðann þarna við skilti og hann var ekki lengi að ná sér í gott í gogginn... greinilega vanur að ná einhverju bitastæðu af ferðamönnunum þarna...


ree

Litið til baka... þessi bleika og bláa birta... svo fallegt...


ree

Alls 9,6 km á 4:32 klst. upp í 401 m hæð með alls 453 m hækkun úr 28 m upphafshæð...


ree

Mjög mismunandi tölur úr tækjunum og ekki lagast það því miður....


ree

Sýnin úr bílglugganum á leið til baka... Fagrafellið er ágætlega um sig og áberandi en nákvæmlega ekkert þekkt... þar sem það er í skugganum af Seljalandsfossi sem rennur hér niður í öllu sínu eilífa veldi...


ree

Við tók erfiður akstur í bæinn í þæfingsfærð... vindi og skafrenningi og nánast ófærð enda lokaði Hellisheiðin síðar um kvöldið... við vorum því lejngur á leiðinni heim en við áttum von á en fegin að komast... þetta var í hróplegu ósamræmi við veðrið í göngunni sjálfri og við skildum ekkert í þessu... en þökkuðum innilega fyrir okkur...


ree

Takk fyrir gullfallegan dag í einstakri birtu og stórbrotnu útsýni og landslagi...


Myndband af ferðinni hér: Video details - YouTube Studio



 
 
 

Comments


bottom of page