top of page

Hornfellsnípa og Drangshlíðarfjall um Fimmvörðuhálsleið meðfram Skógá

Tindferð nr. 308 laugardaginn 18. maí 2024


Þjálfarar blésu til nýrrar leiðar á mjög spennandi sjaldfarin fjöll meðfram Fimmvörðuhálsleið þegar einstaklega góð veðurspá gafst um miðjan maí... en þessa helgi voru til vara margfrestaðar ferðir á Snæfellsnesi... en þjálfarar vildu ná sér í eina sumarlega göngu og þá er landsvæðið undir Eyjafjöllum það besta því þar vorar mánuði fyrr en í öðrum landshlutum...


Við létum því gamlan draum rætast með að ganga á fjöllin sem skreyta Fimmvörðuhálsleiðina vestan megin... og stefndum loksins eftir öll þessi ár á Drangshlíðarfjall... og bættum Hornfellsnípu við... og kom leiðin verulega á óvart...


Mjög sumarlegur dagur... alveg yndislegt... stuttbuxur og bolur... við vorum fljót að fara úr lopaleysunni...


Skógafoss... fjöldi ferðamanna þó það væri maí... hér er kraðak alla daga allan veturinn...


Hefðbundin hópmynd á þessum stað eins og í fyrri ferðum um Fimmvörðuháls:


Guðmundur Jón, Batman, Örn, Guðjón, Ragnheiður, Linda, Jaana, Ingunn, Katrín Kj., Siggi, Sighvatur, Sjöfn Kr., Aníta og Fanney en Bára tók mynd... alls 14 manns... loksins fleiri en eins stafs tala ! :-)


Gengin var hefðbundin leið um Fimmvörðuháls...


Sól og sumar í haga...


Fjallið okkar þennan dag... Drangshlíðarfjall... einstaklega fagurt og sviðmikið... og hrikalega bratt að sjá... en við fundum samt svakalega leið norðan megin...


Komin upp með fossinum... regnbogi og ferðamenn...


Mergjað !


Það kom á óvart hversu langt upp eftir er búið að setja malarstíg og handrið með reipum... og það var skrítið að sjá allan þennan mannfjölda ganga svona langt upp eftir...


Hestvaðsfoss...


Hver fossinn á fætur öðrum... Fosstorfufoss...


Steinbogafoss...


Komin á hefðbundinn slóða...


Litið til baka...


Drangshlíðarfjall í fjarska...


Mjög sumarlegt... og minni skaflar en við höfum fengið í júní... þetta vor er milt...


Magnaðir útsýnisstaðir á leiðinni... höfðingshjónin Guðmundur og Katrín voru með í för sem var alveg frábært...


Þessi leið er svo falleg...


Enginn dauður punktur...


Bara ævintýri...


Heilmikil grænka í grasinu...


Litið til baka...


Fremri Fellsfoss...


Vel troðinn stígurinn...


Sandeyjan er hjarta...


Ferskleikinn var áþreifanlegur...


Brátt hættum við að taka eftir nöfnunum og fjölda fossanna...


Þeir runnu út í eina stóra veislu vatnsfalla...


Ennþá erlendis ferðamenn á leiðinni...


Frost í jörðu í rúmlega 400 m hæð...


Kæfufoss... ekki beint glæsilegt nafn... en spurning... kæfa hvað ?


Örn lagfærði festingarnar á skiltinu...


Hvílík fegurð !


Fjallið komið í meiri fjarlægð...


Drangarnir í Drangshlíðarfjallinu...


Hornfellsnípa að koma í ljós...


Virkaði mjög sakleysisleg í fjarska... en var mun brattari þegar nær var komið...


Veðursorfin torfa...


Sláandi að sjá... þetta ætti að merkja og skilta...


Áfram hélt fossaveislan... hvílík leið !


Nesti í grænni lautu...


Ingunn í mergjaðri riddarapeysu !


Riddarapeysumynd... svo falleg !


Ein án Batman :-)


Áfram héldum við för upp eftir og aðeins ofan við Hornfellsnípu...


Hér byrjaði gljúfrið...


Myndatökur...


Við eltum slóðann en fórum út af leið að skoða ef eitthvað sérstakt var...


Magnað !


Lækjarsprænur sem svo þorna þega líður á... sjá andlitið vinstra megin í berginu...


Mikið gljúfur...


Niður...


Til baka...


Við gáfum okkur góðan tíma þennan dag...


Magnaður staður !


Hópmynd... en við hurfum bara í landslagið...


Betra hér !


Innar í gljúfrinu... svo fagur fossinn fremst á mynd...


Hornfellsnípan...


Aftur hópmynd til að reyna að fanga dýrðina...


Eins gott að fara varlega...


Dýptin...


Niður eftir...


Höfðingjarnir Katrín Kj. og Guðmundur Jón... sem farið hafa í ótal margar mergjaðar og krefjandi ferðir með okkur í gegnum tíðina...


Fuglinn að verpa...


Hallandi klettaveggurinn...


Svo fallegt... sjá fuglinn... mosann... syllurnar... þarna var heill heimur sem iðar af lífi allt vorið og sumarið...


Nú fór að styttast í að þvera ána...


Litið til baka með síðara fjall dagsins þarna niðri... geggjuð leið !


Fjallið okkar...


Seinni gljúfurhlutinn var samt ennþá eftir...


Fuglinn á Íslandi... aðdáun og virðing...


Sjöfn alveg í stíl við náttúruna...


Hér kemur svo fallegur kafli á leiðinni...


Mjög lítill snjór á leiðinni...


Þetta var ekki síðasti foss dagsins...


Svo fagur...


Við gáfum okkur góðan tíma...


Farið fyrir ofan fossinn...


Litirnir og lífið...


Töfrar...


Hópurinn að skila sér efst í fossinn...


Með fyrri tindi dagsins...


Flestir fengu mynd af sér þarna...


Litið niður...


Stórkostlegur staður að koma á...


Vatnið svo ferskt og frískandi...


Mosinn í góðum málum í þessari vökvun og þessu skjóli og samt með sólina á kafla...


Jæja... hvar ætluðum við að vaða yfir... jú, aðeins ofar...


Enn ein útgáfan af fegurð... hvílíkt land sem við búum í...


Við vorum farin að hugsa til fjallgöngunnar...


Síðustu fossar dagsins...


Útlit Hornfellsnípu fór að birtast almennilega...


Við vorum að komast alveg upp á heiðina...


Nú var að finna gott vað...


... en það var ekki nóg... það varð að vera fær leið niður að ánni líka...


Jú, hér... hefðum getað farið aðeins innar á grasinu...


En þetta var greiðfært...


Jæja... vaða Skógá...


Hvílíkur heiður...


Svalt og frískandi... dýpst var þetta upp fyrir hné hjá sumum...


Mjög skemmtilegt...


Við vorum enga stund yfir... gott að gera þetta reglulega...


Upp úr gljúfrinu frekar bratta en færa leið...


Hornfellsnípa... skyldi tindurinn vera fær... við sáum að hann var ansi brattur...


Mjög spennandi að fara á nýtt fjall... þetta er okkar uppáhalds... að finna nýjar leiðir um ótroðnar slóðir...


Það kom á óvart að það var slóði hérna megin við ána líka... kinda og manna líklega...


Sprænur á leiðinni...


Okkur leist ágætlega á uppgöngu austan megin...


Mændum á fjallið...


Fínasta leið til að byrja með...


Geggjaður hópur á ferð !


Eyjafjallajökull í baksýn...


Merkilegt... tindurinn gróinn...


Smá pása hér meðan Örn kannaði leið upp á tindinn...


Fimmvörðuhálsleiðin blasti þarna við hadnan árinnar... og við sáum göngufólk á henni...


Jú, Örn var kominn upp og Bára fór hálfa leið... þetta var vel fært... með smá klöngri...


Flott leið...


Fara varlega...


Brölt hér...


Klöngur efst...


Magnaður tindur !


Hópmynd á þessum svipmikla fjallstindi sem mjög fáir hafa komið á... heiður að vera hér !


Til baka... hér sést hversu mikill snjór er enn upp að Fimmvörðuhálsi... Mýrdalsjökull þarna hægra megin og Skógá þarna niðri...


Létt brölt að mati flestra en vert að fara varlega...


Litið til baka...


Snillingar í þessari ferð...


Litið til baka...


Hliðarhallinn... Katrín Kjartans bíður eftir aðgerð á augasteini og er eingöngu með sjón á öðru auga... það var magnað að hún væri með í þessari ferð...


Úr hlíðum Hornfellsnípu sást til Drangshlíðarfjalls sem beið okkar þolinmótt...


Litið til baka... gæti grátið að hafa ekki tekið mynd af þessum tindi svo þegar fjær var komið... gleymdum okkur alveg í hraðför niður eftir á spjallinu...


Við tók heiðin á Hornfelli...


Litið til baka jú hér...


Mikið spjallað og spáð í sumarið og önnur ævintýri...


Hringurinn á einu grjótinu...


Smá sést hér í Hornfellsnípu vinstra megin...


Eyjafjallajökull... niður af Hornfelli hér...


Drangshlíðarfjall...


Lítið vatn í lækjum...


Nestisstund tvö...


Jæja... seinna fjall dagsins...


Friðsælar tjarnir á Hrútafellsheiðinni...


Raufarfell og Skjannarnípa... þau verða næst gengin í nýrri söfnun okkar #Eyjafjöllin


Eyjafjallajökull með tjörnunum... hér var alger friðsæld og mikil hugvíkkun...


Þessi dagur var hugvíkkandi... sumarlegur og mildur og blíðkandi...


Yndislegt...


Við drukkum í okkur friðsældina og fegurðina og sumarsæluna...


En var skyldum við komast upp þetta bratta fjall ? Eina leiðin sem þjálfarar fundu á veraldarvefnum var sunnan megin... leiðin sem við fórum svo niður... en hér upp virtist enginn fara...


Margir spurðu hvar við myndum fara og þjálfarar reyndu að sjá út hvar væri leið... það var best að komast bara að því en stefna á skásta kaflann...


Steinafjall fjær og svo Raufarfell... já, 2025 og 2026... engin spurning...


Litið til baka upp að jökli...


Klettabeltið efst virtist ófært að sjá...


Brattinn var meiri í raunveruleikanum en á ljósmyndunum...


En allt gróið og því þægilegt uppgöngu...


Kindagötur hér bráðlega...


Hvílíkt útsýni !


Hér tók veðrið að breytast... það var spáð slagviðri um kvöldið og næsta dag voru gular viðvaranir...


Eins gott að vera hér á þessum stað á þessari stundu... grípa góða veðrið...


Klettarnir suðaustan megin voru hrikalega flottir... þjálfarar spáðu í að fara hér upp... kannski er það fært... en óvissan með hvað beið ofar stoppaði okkur af...


Mikil náttúrusmíð...


Kaldaklifsá og gljúfrið hennar... þetta verðum við að skoða síðar...


Minnti á Fjarðárgljúfur...


Sláandi fagurt...


Hópurinnn þéttur... Katrín sleppti þessu fjalli með sjón á sínu eina auga... þar sem óvissan með leið upp var of mikil... en hún hefði vel getað komið með... hún fékk hins vegar mjög flotta leið um Yxnadal og Hækitungur til baka niður eftir og meðfram Skógá... leið sem við skulum fara síðar...


Við héldum forvitin áfram...


Farið að þykkna smávegis yfir...


Raki kominn í loftið og þá komu þessar sólbogar...


Jú... klettabeltið virtist fært... hér var kindagata og íslenska sauðkindin kann þetta best...


Hvílíkur staður að vera á... þarna milli fjalla rís glæsibýlið Þorvaldseyri...


Kaldaklifsáin...


Brattinn... gróandinn...


Klöngrið hófst...


Ef Örn væri ekki svona ákveðinn í að finna leið... þá myndum við oft snúa við og ekki upplifa öll þessi ævintýri...


Fögnuður !


Mjög bratt... en gott hald og hægt að brölta hér upp í yfirvegun og lausnamiðaðri hugsun... hingað upp er ekki gott að fara ef maður hugsar í hindrunum...


Það voru bara snillingar með í för...


Magnaðir göngufélagar...


Fínasta leið hér... komið hérna megin...


Steinafjall þarna milli klettanna...


Reynt að fanga brattann...


Guðmundur Jón sem nú er á áttræðisaldrei er með öruggustu göngumönnum sem við höfum haft í klúbbnum...


Komin upp versta kaflann...


Við nutum þess að vera þarna... þetta var heiður...


Mergjað fjall ! Takk fyrir okkur Drangshlíðarfjall...


Áfram upp...


Jú, klöngrið var ekki búið...


Brattinn... það var alveg grátlegt að fleiri skyldu ekki vera með...


Vestmannaeyjar... þokumóða komin úr suðri... veðrið var að breytast úr fersku léttskýjuðu veðri í milt skýjað veður... við rétt sluppum þennan dag...


Æj, móða á linsunni...


Magnað að sjá breytingarnar yfir sjónum...


Smá heiði hér uppi...


Steinafjall... Lambafellsfjall... Raufarfell...


Tindurinn á Drangshlíðarfjalli...


Vá ! Komin upp og við blöstu Skógar í allri sinni dýrð !


Útsýnisstaður á heimsmælikvarða og ekkert minna !


Jöklarnir tveir blöstu við... Eyjafjöllin og Vestmannaeyjar... og blómleg byggðin undir Eyjafjöllum...


Skógafoss... þarna niður fór Katrín Kjartans meðan við þvældumst þarna uppi...


Þokumóðan í himninum ekki... ekki komin niður til okkar en farin að skyggja á sólina... enn var alveg logn og smávegis sól...


Skógá á leið til sjávar... magnað að fá að upplifa þessa sýn...


Útsýnið niður til Skóga... hér gekk faðir minn í skóla, Skógaskóla og hafði margar merkilegar sögur að segja af þeirri veru... mest man ég eftir því að hann var alltf svangur... náði aldrei að vera saddur... við getum sannarlega verið þakklát fyrir okkar tíma og velmegun... #þakklæti


Við svöldum lengi hér uppi og nutm uppskerunnar af krefjandi fjallgöngunni...


Við máttum vera þakklát fyrir þennan dag... eftir margar kyngimagnaðar ferðir í vetur og vor þá stendur þessi upp úr einfaldlega af því það er svo heilandi að fá sumarið eftir allt volkið og kuldann í vetur...


Nestisstund þrjú þennan dag... okkur var alveg sama þó klukkan væri margt... hvergi vildum við vera annars staðar...


Yndislegt...


Þetta var fjallið hennar Sjafnar... í æsku klifu þau þtta fjall galvösk nokkur saman upp brattar hlíðarnar austan megin og lentu í grjóthruni svo hún fótbrotnaði... það var góð tilfinning að sigra það loksins á svona degi...


Jú, og þetta var ný riddarapeysa...


Linda var líka í nýrri tiddarrapeysu sem var einnig alveg í stíl við landslagið... magnaðar prjónakonur báðar tvær !


Hópmynd ferðarinnar... hvílík snilld að ná svona degi og upplifa bæði þessi mögnuðu fjöll !


Batman, Guðjón, Ingunn, Ragnheiður, Guðmundur Jón, Jaana, Siggi, Sighvatur, Örn, Linda, Fanney, Sjöfn Kr., og Aníta... fíflaskapur ? Já, auðvitað... annars er svo leiðinlegt og miklu erfiðara að lifa ! :-)


Fimmvörðuhálsleiðin þarna niðri...


Við tímdum varla niður...


Niður fórum við hefðbundna leið sem hægt er að finna á wikiloc... hún var mun betri en leiðin upp og mjög gaman að ná þessari þverun yfir fjallið...


Drangslegt útlit Drangshlíðarfjalls var augljóst hérna megin... við verðum að skoða þessa dranga betur í næstu ferð... því við ætlum sannarlega að klífa þetta fjall aftur.... það er alveg mergjað !


Drangarnir suðvestan megin... alveg í stíl við Vestmannaeyjar... þetta fjall kallast á við Heimaklett, Klifið og Dalsfjallið í Vestmannaeyjum... af sama kyni... ótrúlegt landslag !


Já, niðurleiðin var samt brött þó ekki væri hún í líkingu við uppgönguna... það kom á óvart...


Kaflinn niður var svo lengi brattur að við þurftum að hvílast á miðri leið... þetta var mjög krefjandi fyrir hné og læri...


Við nutum þess að horfa til Vestmannaeyja og þakka fyrir daginn í huganum...


Hvílíkur dagur að baki !