Æfing nr. 749 þriðjudaginn 4. apríl 2023.
Klukkutíma fyrir þriðjudagsæfingu setti þjálfari inn þessa tilkynningu á fb-hóp Toppfara:
"Ath KOMUMST EKKI Á ÆFINGU I KVÖLD ! Erum að rjúka upp á Dýraspítala með Batman, það blæðir stöðugt úr hratt vaxandi æxlinu sem hann er með á kjálkanum. Verðum að fara bæði"... setti ekki einu sinni punkt eftir tilkynninguna... var svo að flýta mér út í bíl með hundinn...
Eðlilega sáu ekki allir þessa tilkynningu og væru mættir á Össur, Grjóthálsi 5 á æfingu... og tóku þeir sem þar voru því æfingu saman...
Frá Sigga á fb-hópi Toppfara:
"Fórum sex úr Toppförum á Úlfarsfell þar sem gangan í dag féll niður. Frábært veður og við tókum stóran hring frá Leirtjörn upp á hnjúk niður Skarhólabraut og upp aftur hring til baka. Þetta gerði 7 km og 409 metra hækkun. Það rætist úr kvöldinu."
Öyvind, Kolbeinn, Þórkatla, Linda, Agnar og Siggi.
Þetta kvöld fór Þorleifur með afabarni sínu á Úlfinn og við stóðumst ekki mátið að hafa þessa mynd með þar sem hún er svo falleg... fleiri Toppfarar gengu á Úlfarsfellið í sárabætur fyrir aflýsta æfingu þetta kvöld sem og á önnur fjöll... það er ekki að spyrja að dugnaðinum í hópnum !
Af Batman var það að frétta að hann fékk sterasprautur í æxlið og sendur heim á massíva sterameðferð yfir páskana til að reyna að minnka æxlið og gera það skurðtækt... þriðjudaginn eftir páska hafði það minnkað líklega um tvo þriðju og orðið skurðtækt en þurfti að taka stera í viku í viðbót til að minnka það enn meira... aðgerðadagur er 19. apríl... hann fór á fjall alla fimm páskadagana í páskafimmu Toppfara og af augnaráði hans mátti ráða að það yrði sko ekki síðasta páskaárskorunin sem hann tæki þátt í :-)
Takk elsku félagar fyrir að hafa vit á að elska hundana okkar í fjallgönguklúbbnum... fyrir að hafa vit á því að sýna þeim umburðarlyndi... njóta þess að hafa þá með... og smitast af botnlausri gleði þeirra öllum stundum... hafa vit á að njóta þess hvernig þeir bæta okkur sem menn... auka gleði okkar, umburðarlyndi, sveigjanleika og þakklæti... og svona gæti maður haldið áfram endalaust... þeir eru ómetanlegur hluti af klúbbnum... #Þriðjudagsþakklæti
Takk þið sem hélduð úti þriðjudagsgöngu vikunnar... og takk fyrir kveðjurnar til Batman... þið eruð best !
Comments