top of page

Úlfarsfell... vá hvað rok og rigning er hressandi !

Æfing nr. 775 þriðjudaginn 17. október 2023.


Hnefi í Lokufjalli var frestað um viku þar sem gul viðvörun var þetta þriðjudagskvöld og spáð roki og rigningu og varað var við vindhviðum á Kjalarnesi þangað sem við ætluðum svo þjálfarar færðu æfingu vikunnar yfir á Úlfarsfellið sem féll svo vel í kramið að mætingin endaði í 20 manns sem var alveg frábært.


Gengið var frá efra bílastæði um veginn og þrjóskast við að fara á alla þrjá tindana enda var veðrið skárra en við áttum von á. Við skemmtum okkur konunglega í þessari göngu, mikil stemning og mikið spjallað þrátt fyrir rokið en hvassast var á efsta tindi, Stóra hnúk og niður af honum yfir á Litla hnúk en neðan við hann í skóginum þar sem jólatréð hans Kolbeins var innan um félaga sína var lygnt veður og friðsælt.


Kolbeinn sýndi okkur hvernig tréð skemmdist eitt árið þegar ekki voru fjarlægðar skreyttingar af trénu eftir jólin sem var ágætis áminning til allra sem skreyta þessi tré, að fara aðra ferð til að fjarlægja skreytingarnar en láta þær ekki fjúka bara um umhverfið.


Þegar við komum niður eftir rúmlega eins klukkustundar göngu var maður einhvern veginn ekki búinn að fá nóg og hefði viljað ganga lengur en margir voru samt orðnir rennblautir og því voru flestir fegnir að þetta var verkefni dagsins, það hentaði vel í þessu veðri.


Alls 4,1 km á 1:09 klst. upp í 310 m hæð með alls 243 m hækkun úr 104 m upphafshæð.


Myndir úr göngunni hér:






Mættir voru alls 20 manns:


Aníta, Bára, Brynjar, Elsa, Gerða Fr., Gerður Jens., Guðmundur Jón, Karen Rut, Katrín Kj., Kjartan Rolf, Kolbeinn, Magga Páls., Sigrún Bjarna., Siggi,, Sjöfn Kr., Tinna, Þorleifur, Þórkatla og Örn.



Takk fyrir frábæra göngu og mætingu, svona á að gera þetta, njóta og skemmta sér á fjöllum þó veðrið láti hátt :-)

20 views0 comments
bottom of page