top of page

Þórólfsfell var þriðja föstudagsfjallið í bongóblíðu

Tindferð nr. 266 föstudaginn 28. apríl 2023.


Síðustu helgina í apríl snjóaði heil ósköp og látlaust í rúmlega sólarhring á hluta af Suðurlandi... þar sem þjálfarar dvöldu í bústað sínum... daginn áður á leið á þriðjudag föstudagsfjallið... og því var útlitið ekki gott með bílfæri en veðurspáin hins vegar með ágætum...


Þjálfarar böktuðu veðurspána vel og gerðu ráðstafanir með varafjall ef ófært skyldi vera að Þórólfsfelli í Fljótshlíð... en Bjólfellið var áður á dagskrá og þangað hefði verið ófært... en við höfum breytt úr því í Þórólfsfellið stuttu áður með skoðanakönnun á Toppfarahópnum á fb... þar sem flestir völdu Þórólfsfellið og færri Drangshlíðarfjall sem rís vestan við Skógarfoss og er búið að toga okkur lengi til sín... en þjálfarar fengu leyfi bænda þar til að leggja bílunum ef ske kynni að Þórólfsfellið yrði ófært inn eftir...


Þjálfarar höfðu flutt bílinn sinn upp á þjóðveg deginum áður þegar ljóst var að það snjóaði þessu mikla magni og gengu svo 1,3 km frá bústaðnum í bílinn... svona var ástandið á vegum í Holtunum í Rangárþingi ytra á föstudagsmorgninum... lygilegt alveg.... jú, það hefur snjóað í maí áður... en ekki svona mikið magn með viðvarandi kulda dögum saman eftir það sem hélt þessum snjó á öllum túnum dögum saman... fram yfir helgina... sem var löng því það var 1. maí á mánudegi... og enn var ófært þann dag á sveitaveginum okkar að bústaðnum...


Það var skafrenningur þennan morgun og því skóf fljótt í öll bílför á þjóðveginum... einn af mörgum kostum þess að ganga á föstudögum en ekki um helgi er að ýmis starfsemi er í gangi... eins og skólaakstur... og því var mokað svo hægt var að keyra þennan dag...


Þegar komið var inn á Fljótshlíðarveg... eftir frekra langt wc-stopp á Hvolsvelli þar sem bæði þjálfarar komu nokkrum mínútum of seint sem og hluti þeirra sem keyrði frá Reykjavík... en þær töfðust vegna bílveltu sem varð á Hellisheiði og Gulla og Fanney aðstoðuðu á slysstað... og við tókum smávegis viðrun á þessu áður en haldið var inn eftir... varð ljóst að í Fljótshlíðinni hafði ekki snjóað alveg eins mikið og í uppsveitunum... en engu að síður talsverður snjór... og þegar upp á Þórólsfellið var komið, sáum við að snjókoman hafði náð inn hálfa Fljótshlíðina til austurs og norðurs...


Þríhyrningur alhvítur... eins og Bjólfellið, Hekla og fleiri fjöll... á meðan Búrfell í Þjórsárdal var snjólítið eins og önnur fjöll sem ekki lentu í þessari snjókomuhrinu...

Jaana þekkir vel til á þessum slóðum og hafði samband við heimamenn sem höfðu sagt henni að það væri ekki mikil snjókoma innst í Fljótshlíðinni... og við vorum dauðfegin að heyra það...


Dagmálafellið í Eyjafjallajökli... örlagarík ferð okkar þangað árið 2020... gleymist aldrei...


Tindferð 188 Miðfell og Dagmálaf (toppfarar.is)


Þórólfsfellið að koma í ljós... vá... autt í neðstu hlíðum... það var svolítið annað en fannfergið á láglendinu austar á Suðurlandi...


Vá... alveg auð jörð hér... við önduðum ekki bara léttar... við fögnuðum innilega... þetta var framar öllum vonum...


Horn og Dagmálafell undir Eyjafjallajökli...


Eyjafjallajökull...


Yndislegt... það var mjög skrítið að stíga út úr bílnum á auða jörð eftir að hafa verið í þungri snjókomu og göslast djúpan snjó í tvo daga á undan...


Við lögðum af stað kl. 10:16 eftir akstur úr bænum kl. 8 og svolitlar tafir á Hvolsvelli...


Algert logn... auð jörð... hlýtt... sól... við vorum í sumarskapi... þessi ferð var geggjuð !


Við byrjuðum og enduðum gönguna á tveimur gljúfrum... á uppleið var það Þórólfsárgil en það virðist vera nafnlaust á kortum ?


Mjög tignarlegt... og fallegt í morgunsólinni...


Fórum eins langt og við komumst inn eftir...


Batman ennþá með skerminn sinn til að vernda saumana og virðist ekkert láta hann trufla sig lengur...


Litlir fossar rennandi ofan í gljúfrið... hvílík fegurð...


Út aftur... snjóföl þar sem sólin hafði ekki náð að bræða hann eftir gærdaginn...


Upp hlíðarnar sunnan við gilið með mögnuðu útsýni yfir gilið...


Við vorum átta manns... allt konur nema Örn... fleiri komust í göngu á föstudegi en laugardegi þessa helgi og því er ennþá von með að þessar föstudagsferðir festi sig í sessi...


Linda í nýrri tiddarapeysu... svo falleg og alveg í stíl við umhverfið... magnað !


Stígur hér upp til að byrja með meðfram gljúfrinu...


Ferskir litir þennan dag og allt svo kristaltært...


Ofan við gljúfrið hér... ægifegurð...


Sterkir og tærir litir... allt minnti á neðsta kaflann í jöklaferð... stórskorið landslag... lágir morgunsólargeislar... jöklar allt í kring ofar...


Við héldum okkur á stígnum upp eftir...


Efri hluti Þórólfsfells kominn í ljós... þetta er sannarlega víðfeðmt fjall...


Ennþá á auðri jörð... ennþá algert logn... þetta var alveg dásamlegt...


Komin í snjólínu í um 300 metra hæð...


Eyjafjallajökull glitraði í suðri...


Gljúfrið og hluti af fjallasal Tindfjallajökuls efst...


Mjög skemmtileg leið um fjallsása og gil...


Létt en fjölbreytt leið...


Fjallablóm... vetrarblóm...


Við eltum nokkurn veginn slóðina frá því árið 2021 en það er hægt að ganga nánast hvaða leið sem er hér upp...


Steikjandi hiti og blíða...


Snjórinn mjúkur og þunnur... engin þörf á keðjubroddum... þetta var mun saklausara en við áttum von á...


Enn eitt gilið...


Smávegis fjallsbunga hér upp...


Mikið spjallað og spáð...


Létt hér upp...


Sýnin til baka yfir Fljótshlíðina... sjá má snjólínuna hægra megin þar sem snjókoman náði... auð jörð sunnar...


Einstök blíða...