top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Þurárhnúkur, Valahnúkur og Núpahnúkur í Ölfusi

Æfing nr. 753 þriðjudaginn 2. maí 2023.


Við bættum enn einni nýrri leið við safnið okkar fyrsta þriðjudag í maímánuðinum og gengum á þrjá hnúka sem skaga út úr hamravegg Hellisheiðarinnar að austanverðu og nefnast einu nafni Núpar eins og bærinn sem stendur neðan þeirra...


Þar sem spurning er með gagnamagn á vefsíðu okkar... enda endalausar ferðasögur sem koma inn einu sinni til tvisvar í viku... neyðist ritari til að velja eingöngu þrjár myndir í þessa ferðasögu... sem er mikil synd þar sem gangan var umfangsmikil og söguleg... en gengið var frá hótelinu Kviku með leyfi staðarhaldara og þaðan upp á klettabrúnirnar og eftir þeim að núpunum... yfir einn þornaðan árfarveg og svo upp hrikalegar hrauntraðirnar milli núpa... fram á hvern núp var farið með stórkostlegu útsýni yfir sveitirnar í Ölfusi að Eyjafjallajökli og félögum... og var landslagið mun stærra og umfangsmeira en við áttum von á...


Blíðskaparveður var... logn og hlýtt... en nokkrir rigningardropar komu öðru hvoru en stóðu aldrei við neitt og því komust menn upp með að sleppa regnfatnaði ef þeir á annað borð tóku áhættunan á því...


Gangan endaði í 10,9 km á 3:48 klst. upp í 180 m hæð hæst með alls 467 m hækkun úr 18 m upphafshæð...


Yndiskvöld í dásamlegum félagsskap og friðsælu veðri sem lofaði okkur sumri handan við skýin...


Kannski er ekki þörf á lengri ferðasögum á þriðjudögum... og líklega þurfum við að takmarka fjölda ljósmynda í ferðasögunum af tindferðunum í kjölfarið... nema hægt sé að auka við gagnamagn vefsíðunnar... við erum að vinna í málinu en þetta var eiginlega of gott til að vera satt... og við erum svo sem búin að vera á leiðinni að takmarka þessar ferðasögur... búin að tala um það í mörg ár...

24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page