top of page

Þyrill var fyrsta þriðjudagsganga ársins

Æfing nr. 785 þriðjudaginn 2. janúar 2024



Nýársæfing ársins 2024 var á Þyril í Hvalfirði... og við fengu logn og friðsælt veður... og snjófæri sem reyndi ágætlega á en í Hvalfirði var mun snjóminna en í bænum sem var sérkennilegt...


Yndislegt kvöld í góðum hópi þar sem mikið var hlegið og spjallað... frábær byrjun á árinu upp á 8,4 km á 3:22 klst. upp í 397 m hæð með alls 453 m hækkun úr 26 m upphafshæð.


Næsta æfing er mun léttari á Úlfarsfell frá Sólbakka... og brátt fer dagsbirtan að mæta aftur í byrjun göngu sem verður vel þegið... en þangað til.. njótum töfranna í myrkrinu og gefum ekkert eftir... þannig höldum við formi allt árið um kring og leikum okkur að öllum ferðum...


Áfram við á nýju og mjög spennandi ári !


Ljósmyndir úr ferðinni og nafnalisti undir hópmyndinni hér:












Mættir voru 15 manns en Guðmundur Jón og Katrín Kjartans sneru við í byrjun vegna veikinda... frábær mæting og dásamleg orka!


Oddný T., Dagmar Lóa nýliði, Örn, Andrea, Gerður Jens., Aníta, Sighvatur, Magga Páls., Kolbeinn og Sigrún Bjarna en Bára tók mynd og Batman og Kolka voru hundar kvöldsins...










Aníta tók bónusæfinguna sína í lok göngu... viðbót við æfingu dagsins þar sem nú ætlum við að hreyfa okkur í lágmark hálftíma á dag alla daga ársins ef heilsan leyfir... og Kolbeinn gerði við keðjubroddana hennar Anítu á meðan... öðlingurinn okkar mikli...


Þið eruð best elskurnar... laaaaaang best !

26 views0 comments

Commentaires


bottom of page