18 fjöll á 18 dögum af því Toppfarar eru 18 ára á árinu 2025 !
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Jun 11
- 4 min read
Updated: Jun 18
Árleg áskorun í maí mánuði í tilefni af afmæli Toppfara þann 15. maí ár hvert og nú var það 18 ára afmælið :-) Eingöngu þrír tóku þátt að sinni, en við erum viss um að þegar við eigum 20 ára afmæli þá verða það tíu manns eða álíka... þetta er léttara en það sýnist og mjög gaman að kljást við þessa áskorun... og hún er það skemmtileg... að það kemur yfir mann söknuður þegar henni er lokið... sérstök tilfinning að upplifa það... það sem við erum biluð að gera þetta... en það er það skemmtilega... að gera eitthvað öðruvísi og bilað eins og að ganga á 18 fjöll á 18 dögum... :-)
Hér eru meldingar frá þátttakendunum þremur:
Aníta:

AFMÆLISÁSKORUN 2025
18 dagar, 18 ólíkar leiðir, 36 toppar, 118km og 8925 í hækkun
Eins og áður var mesti höfuðverkurinn að finna tíma í þetta vesen svo sumar voru styttri en aðrar… LOL
Hápunkturinn var Þverártindsegg en Botnssúlur narta fast í hælana
14.5. Helgafell Mos
1 2.11km 138hm
15.5. Úlfarsfell frá litla bílastæði
1 3.38 198hm
Flýtti mér hægt enda nálgast miðnættið eftir langan dag.
16.5. Esja - róleg ganga að Nípu
1 3.02km 272hm
Aðeins að ná þreytunni úr kroppnum
17.5. Úlfarsfell frá Sólbakka - Litli/Stóri/Litli
3 2.73km 240hm
Hálftíminn og afmælis á skokki fyrir aksturinn austur
18.5. ÞVERÁRTINDSEGG
1 14.54km 1600hm
Hólí sjitt hvað þetta var geggjað. Algjörlega á topp 10 !!
19.5. Úlfarsfell frá Skarhóla með hangsi
1 3.54km 206hm
Kannski var ég smááá lúin... LOL
20.5. Múli, Trana og Möðruvallaháls
3 9.49km 681hm
Þriðjudags tekin snemma í brakandi sólskini og 19° hita
21.5. Mosfell
1 3.72km 221hm
22.5. Æsustaða fkn fjall
1 1.77km 130hm
Grjóthrúgan tekin í þvílíku rok og rigningarves
23.5. Úlfarsfell
1 4.01km 205hm
24.5. Esja - Arnarhamar og Smáþúfur
2 7.51km 601hm
25.5. Úlfarsfell
2 4.08km 280hm
Rigningarrölt upp Hamrahlíðarskóg, Stóri og svo Hákinn
26.5. Esja að Steini
1 6.12km 568hm
Tímamæling; 40:27 að Steini. Upp og niður 1:02
27.5. Esja hringleið
8 14.1km 1060hm
Nípa, Rauðh, Geith, Rauðhamrar, Steinn, Þverfellsh, Virkið, Gunnlaugsskarð
28.5. Úlfarsfell að Hákinn og Stórahnjúk
2 4.21km 219hm
Frá stóra bílast. Hitti Öllu vinkonu og stoppuðum í spjall
29.5. HHH-Hangs á Helgafelli fyrir háttinn
1 3.29km 229hm
Upp frá Skammadal og svo þvers og kurs og út um allt
30.5. Helgafell grasslóði vestanmegin
1 2.02km 141hm
Fundum einhvern slóða upp og týndum honum svo... LOL
31.5. Botnssúlurnar allar
5 28.47km 1936hm
Afmæliskorun lokið með GEGGJAÐRI ofurgöngu
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Bára:

Hér koma 18 fjöllin mín á 18 dögum. Hélt ég myndi ekki ná þessu, sérstaklega af því ég sá ekki fram á að komast á Botnssúlurnar en lausnin að hver og einn gæti valið hvaða 18 daga samfellu þeir tækju í maí-mánuði bjargaði mér. Hér með verður áskorunin alltaf á þennan veg, að hver og einn tekur þá samfelldu daga sem henta honum í afmælismánuðinum maí 😊
1. Tindfell, Hrói, Rjúpnabrekkur og Enni ofan Ólafsvíkur 10. Maí = 3 fjöll
2. Svartagjá í Víðihamrafjalli og Glymur 14. Maí = 1 fjall
3. Raufarfell og Skjannanípa um Kaldaklifsgil og niður Seljavelli = 2 fjöll
4. Ölfusvatnsfjöll, Gildruklettar, Lambhagi og Einbúi 20. Maí = 2 fjöll
5. Geithóll upp Rauðurð og niður Kollafjarðará í Esju 21. Maí = 1 fjall
6. Úlfarsfell 3ja tinda hringurinn 22. Maí = 1 fjall
7. Rauðhamar í Esju ásamt Nípu, Rauðhóli og Geithóli = 4 fjöll
8. Hnefi í Lokufjalli, Melahnúkur og Dýjadalshnúkur í Esju 26. Maí = 3 fjöll
9. “Krýsuvíkurtindur”, Hetta, Hverafjall og Hattur á Sveifluhálsi 27. Maí = 4 fjöll
Alls 21 “tindur” á 18 dögum og aldrei sami tindur nema Geithóll tvisvar. Esjan er vinafjallið mitt á þessu ári og það kemur virkilega á óvart hversu skemmtilegt það er að hafa hana sem vinafjall. Það er lengri akstur… en það er einfaldlega margfalt þess virði því fjölbreytnin er svo mikil og erfiðleikastigið er hærra og maður ósjálfrátt fer oft lengra og hærra en maður ætlaði þegar maður lagði af stað því líðan og veður kallar á það svo þetta er stórgróði… að hafa Esjuna sem vinafjallið sitt.
Ótrúlega gaman að gera þetta, bjástra við að ná 18 fjöllum á 18 dögum. Þetta krefst úthalds, einurðar og útsjónarsemi sem er gefandi og styrkjandi og skilar sér á endanum í öðrum verkefnum í lífinu. Mæli svo með því að gera þetta við þá sem hafa ekki prófað og eru ákveðnir í að þeir geti aldrei náð þessu.
Á næsta ári… þá verða það 19 fjöll á 19 dögum og við hættum ekki fyrr en við náum 31 fjöllum á 31 degi árið 2038… ef heilsan leyfir 😊 … við getum þetta ef hugarfarið er jákvætt og lausnamiðað, en bara… ef það er einmitt það þannig… 😊
------------------------------------------------------------------------------------------------
Sighvatur:

Ég fór á 24 fjöll á 18 dögum og valdi 18 af þeim á listann:
1 14 maí T:Glymur (18 ára afmælisganga T)
2 18 maí Móskarðahnjúkar_1 að Laufskörðum
3 18 maí Móskarðahnjúkar_2 að Laufskörðum
4 19 maí Sandfell
5 20 maí Litla Sauðafell nálægt Skálafelli
6 20 maí Hátindur við Þingvallavatn
7 20 maí T:Eystra Bæjarfjall, Ölfusvatnsfjöll
8 20 maí T:Lambhagahöfði, Ölfusvatnsfjöll
9 21 maí Sauðártindur við Hveragerði
10 24 maí Esja=Steinn og niður frá ca. Geithól
11 25 maí Grænadyngja við Djúpavatn
12 25 maí Trölladyngja við Djúpavatn
13 27 maí T:Fjöllin við Krísuvík, Hattur
14 31 maí T:Botnssúlurnar allar fimm, Syðstasúla
15 31 maí T:Botnssúlurnar allar fimm, Miðsúla
16 31 maí T:Botnssúlurnar allar fimm, Háasúla
17 31 maí T:Botnssúlurnar allar fimm, Norðursúla
18 31 maí T:Botnssúlurnar allar fimm, Vestursúla
-----------------
Ég henti eftirtöldum fjöllum af listanum:
19 maí Selfjall
25 maí Fíflavallafjall við Djúpavatn
25 maí Grænavatnseggjar við Djúpavatn
27 maí T:Fjöllin við Krísuvík Krýsuvíkurtindur
27 maí T:Fjöllin við Krísuvík, Hetta
27 maí T:Fjöllin við Krísuvík, Hverafjall
T=Ganga með Toppförum
**********
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Sighvatur vann sér inn tindferð að eigin vali að verðmæti 7.000 kr. sem hann getur notað þegar hentar.
Takk öll elskur fyrir að taka þátt í þessari vitleysu... við hættum henni daginn sem Toppfarar líða undir lok... þegar heilsan leyfir þetta ekki lengur... en ekki í dag... né fyrr en í fyrsta lagi þegar Toppfarar eru orðnir 31 árs árið 2038 !
Comments