top of page

Búrfellsgjá er vinafjallið okkar í nóvember.

Æfing nr. 779 þriðjudaginn 14. nóvember 2023.


Ellefta og næst síðasta vinafjallið okkar árið 2023 var Búrfellsgjá og hún var gengin í mun betra veðri en við áttum von á og auðu færi. Mæting var frábær eða 20 manns en hér er alltaf frábær mæting og ljóst að þegar léttar göngur eru í boði á þriðjudögum þá er láta menn frekar slag standa. Genginn var hringur um gígbarminn og farið niður í botn gígsins að borða nesti sem er alltaf mjög gaman að gera ef veður leyfir.


Alls 6,2 km á 1:46 klst. upp í 185 m hæð með alls 210 m hækkun úr 103 m upphafshæð.


Takk öll fyrir mætinguna og yndissamveruna :-)


Hér koma myndir úr göngunni:


Mættir voru: Aníta, Brynjar, Dína, Gerða Fr., Guðmundur Jón, Inga, Karen Rut, Katrín Kj., Kjartan Rolf, Kolbeinn, Kristjana, Lilja Sesselja, Magga Páls., Siggi, Sjöfn Kr., Þorleifur, Þóra, Þórkatla og Örn en Batman og Hetja voru hundar kvöldsins.


9 views0 comments

Comments


bottom of page